Hreyfiafl síðan 1875 


Íslandsbanki á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Á upphafsárunum átti bankinn meðal annars þátt í að efla sjávarútveg og var lyftistöng fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Bankinn hefur því frá upphafi verið hreyfiafl í samfélaginu.

Frá árinu 2014 hefur sjálfbærni verið ein af stefnuáherslum bankans en það skref sem tekið var í stefnumótunarvinnu árið 2019 setti sjálfbærni og jákvæð samfélagsáhrif í enn meiri fókus sem helsta tilgang bankans.

Tímalína sjálfbærni

    Janúar 2024

    Uppfærður Sjálfbær Fjármögnunarrammi

    Íslandsbanki gefur út uppfærðan Sjálfbæran fjármögnunarramma sem er unninn eftir stöðlum ICMA og heldur utan um þau lán og fjárfestingar í eignarsafni bankans sem flokkast sjálfbær.

    Nánar

    Júní 2023

    Mötuneyti Íslandsbanka hlýtur endurvottun Svansins

    Dalurinn, mötuneyti höfuðstöðva bankans í Norðurturni, hlaut fyrst vottun Svansins árið 2021 og hlýtur nú endurvottun fyrir ný viðmið fyrir veitingarekstur.

    Lesa frétt

    Mars 2023

    Hreyfiafl í haftengdum fjárfestingum

    Íslandssjóðir stofna sjóðinn IS Haf fjárfestingar slhf. sem fjárfestir í haftengdri starfsemi á breiðum grunni.

    Lesa frétt

    Ný stefna og herferð – Horfum til framtíðar

    Tilgangur Íslandsbanka áfram að vera hreyfiafl til góðra verka, bankinn vill skapa virði til framtíðar með því að veita framúrskarandi þjónustu.

    Lesa frétt

    Desember 2022

    Íslandsbanki styrkir 15 frumkvöðlaverkefni um 40 milljónir króna

    Fimmtán fyrirtæki hlutu í dag styrki frá 1,0 til 5,0 milljónum króna í árvissri úthlutun Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka. Heildarupphæð styrkjanna nam 40 milljónum króna. 

    Lesa frétt

    Atvinnugreinaviðmið

    Íslandsbanki birtir atvinnugreinaviðmið, fyrstur íslenskra banka, fyrir byggingariðnað, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Viðmiðin innihalda samsafn ráðlegginga sem bankinn telur geta hjálpað viðskiptavinum í sinni sjálfbærnivegferð.

    Nóvember 2022

    Íslandsbanki birt­ir skýrslu um kol­efn­is­hlut­leysi

    Íslandsbanki hefur gefið út Kolefnishlutleysisskýrslu (On the road to net-zero) þar sem farið er yfir markmið og árangur bankans á sviði loftslagsmála.

    Lesa frétt

    Árlegur sjálfbærnifundur fyrir fyrirtækjaviðskiptavini.

    Að þessu sinni bar fundurinn heitið Sjálfbær rekstur er góður rekstur og deildi þar góður hópur gesta sinni reynslu af því hvernig hægt er að skapa virðisauka með innleiðingu sjálfbærni í daglegan rekstur.

    Nánar um viðburðinn

    Október 2022

    Íslandsbanki hlýt­ur við­ur­kenn­ingu Jafn­væg­is­vog­ar­inn­ar.

    Íslandsbanki hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fjórða árið í röð. Viðurkenningin undirstrikar virkni og áhrif jafnréttisstefnu Íslandsbanka sem nær til allra þátta starfseminnar, en að auki hefur bankinn með markvissum hætti stutt við umfjöllun um jafnréttismál.

    Lesa frétt

    Júlí 2022

    Íslandsbanki fær hæstu ein­kunn í UFS mati Reit­un­ar.

    Frammistaða Íslandsbanka á sviði sjálfbærni heldur áfram að hækka í nýju mati Reitunar. Einkunn bankans fyrir umhverfisþætti hækkar um 12,9% milli ára.

    Lesa frétt

    Áhrifaskýrsla sjálfbærs fjármálaramma Íslandsbanka 2021

    Íslandsbanki birtir í annað sinn áhrifaskýrslu fyrir sjálfbæran fjármálaramma bankans. Í skýrslunni er að finna áhrifamælikvarða og áætluð jákvæð umhverfis- og samfélagsáhrif sem stafa af sjálfbærum lánum og fjárfestingum í eignasafni bankans.

    Lesa skýrslu

    Maí 2022

    Íslandsbanki af­hend­ir 56 lista­verk úr listaverkasafni bankans sem fara til listasafna víða um land.

    Íslandsbanki gaf í byrjun vikunnar nokkurn hluta af listaverkasafni bankans til 16 listasafna víðs vegar um landið. Afhent voru 56 verk að þessu sinni, en með því er framfylgt samþykkt hluthafafundar í maí í fyrra um að gefa hluta af listaverkasafni Íslandsbanka.

    Lesa frétt

    Mars 2022

    Nor­ræni fjár­fest­inga­bank­inn og Íslandsbanki hafa und­ir­rit­að lána­samn­ing

    Norræni fjárfestingabankinn og Íslandsbanki hf. hafa undirritað lánasamning að andvirði 87 milljón USD.
    Lesa frétt

    Starfs­fólk safn­ar fyr­ir Rauða kross­inn

    Starfsfólk Íslandsbanka og Íslandsbanki gefa fjórar milljónir króna til stuðnings við fólk á flótta vegna stríðsátaka í Úkraínu.
    Lesa frétt

    Febrúar 2022

    Íslandsbanki gef­ur út fyrstu nið­ur­stöð­ur fjár­magn­aðs út­blást­urs

    Það felast mikil tækifæri í að fjármagna þá umbreytingu sem þarf að eiga sér stað til þess að Ísland geti náð metnaðarfullum markmiðum í loftlagsmálum.

    Lesa skýrslu

    Nor­ræn­ir for­stjór­ar birta leið­ar­vísi um fjöl­breyti­leika og þátt­töku allra

    Í samræmi við norræn gildi um jafnrétti, fjölbreytileika og þátttöku ólíkra aðila, hafa Samtök norrænna forstjóra um sjálfbæra framtíð gefið út nýjan leiðarvísi, um það hvernig stuðla megi að fjölbreyttari vinnustað og þátttöku allra.

    Lesa frétt

    Desember 2021

    Íslandsbanki fær­ir sex góð­gerð­ar­fé­lög­um gjöf

    Í aðdraganda jóla fengu sex góðgerðarfélög rausnarlega peningagjöf. Auk þess veitti bankinn 18 félögum til viðbótar minni styrk.

    Lesa frétt

    Nóvember 2021

    35 millj­ón­ir króna í frum­kvöðla­styrki

    Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Alls voru veittar 35 milljónir króna til tólf verkefna. Hver styrkur nemur á bilinu 1 – 4 milljónum króna en sjóðnum bárust tæplega 130 umsóknir um styrki.

    Lesa frétt

    Október 2021

    Íslandsbanki gef­ur út blá og græn skulda­bréf Brims

    Skuldabréfin eru fyrstu sinnar tegundar sem gefin eru út af Brimi og jafnframt þau fyrstu á Íslandi sem falla undir bláan og grænan fjármögnunarramma.

    Lesa frétt

    Íslandsbanki hlýt­ur við­ur­kenn­ingu Jafn­vægisvog­ar­inn­ar

    Íslandsbanki er eitt þeirra 38 fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA, árið 2021. Auk fyrirtækjanna 38 hlutu 7 sveitarfélög og 8 opinberir aðilar viðurkenninguna.

    Lesa frétt

    September 2021

    Félagsleg skuldabréfaútgáfa HR

    Íslandsbanki hafði umsjón með sölu á 40 ára félagslegum skuldabréfum að fjárhæð 12 ma.kr. fyrir dótturfélag Háskólans í Reykjavík

    Lesa frétt

    Grænvangur

    Íslandsbanki gerðist bakhjarl Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir

    Lesa frétt

    Ágúst 2021

    Smá skref eru stór skref

    Íslandsbanki bauð viðskiptavinum til fundar um sjálfbærni og hvernig fyrirtæki geta hafið eða eflt sína sjálfbærnivegferð.

    Lesa frétt

    Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

    Íslandsbanki hlaut viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum áttunda árið í röð

    Lesa frétt

    Maí 2021

    Íslandsbanki gefur Listasafni Íslands 203 listaverk

    Íslandsbanki gaf listaverkasafn sitt, 203 verk til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna.

    Lesa frétt

    Stuðningur við TCFD viðmiðin

    Íslandsbanki ásamt hóp nor­rænna for­stjóra lýsir yfir stuðningi við al­þjóð­leg TCFD við­mið

    Lesa frétt

    Apríl 2021

    Kolefnisspor í appi Íslandsbanka

    Með nýrri lausn býður Íslandsbanki notendum Íslandsbankaappsins að sjá áætlað kolefnisspor sitt. Bankinn nýtir til þess lausn, Carbon Insight, frá fjártæknifyrirtækinu Meniga, sem áætlar kolefnisspor einkaneyslu fólks.
    Lesa frétt

    Íslandsbanki hlýtur Kuðunginn

    Íslandsbanki hlýtur Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári
    Lesa frétt

    Markmið um kolefnishlutleysi 2040 kynnt

    Íslandsbanki hefur sett sér markmið um að ná fullu kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040 í takt við metnaðarfull markmið íslenskra stjórnvalda. Þá er Íslandsbanki stofnaðili alþjóðlegs samstarfs banka sem sett hafa sér markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2050 (e. Net Zero Bank Alliance).
    Lesa frétt

    Mars 2021

    At­vinn­u- og ný­sköp­un­ar­setr­ið Skóp

    Með stuðning Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka opnaði atvinnu- og nýsköpunarsetrið Skóp. Í boði er skapandi og hvetjandi umhverfi fyrir frumkvöðla sem eru í leit að þekkingu og lausnum.

    Lesa frétt

    Römpum upp Reykjavík

    Íslandsbanki styður við „Römpum upp Reykjavík“ - verkefni sem miðar að því að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu.
    Lesa frétt

    Febrúar 2021

    Aðild að Grænni byggð

    Íslandsbanki gerist fyrstur fjármálafyrirtækja á Íslandi aðili að Grænni byggð (Green Building Council Iceland) sem er samstarfsvettvangur um sjálfbæra þróun byggðar.

    Lesa frétt

    Fjármálalæsi fyrir ungt fólk

    Fjármálaráðið, nýtt fjármálanámskeið í fjórum hlutum, var haldið fyrir fjölmarga fróðleiksfúsa þátttakendur á aldrinum 16-25 ára.

    Lesa frétt

    Upplýsingagjöf um sjálfbærni

    Árs- og sjálfbærniskýrsla Íslandsbanka kom út auk áhrifaskýrslu og sjálfbærniuppgjörs ársins 2020. 

    Lesa nánar árs- og sjálfbærniskýrslu

    Janúar 2021

    Samstarf við UN Women á Íslandi

    Með samstarfssamningnum er Íslandsbanki aðalsamstarfsaðili UN Women á Íslandi á sviði bankaþjónustu, auk þess að vera sérstakur bakhjarl ljósbera UN Women. Lesa nánar

    Mötuneyti Íslandsbanka hlýtur Svansvottun

    Starfsfólk Íslandsbanka hefur tekið virkan þátt í því að bæta og breyta verkferlum til hins betra. Lesa frétt

    Íslandsbanki býður upp á græn húsnæðislán

    Eigendum vistvæns húsnæðis stendur til boða að taka lán án lántökugjalds og einnig afsláttur á vaxtakjörum hjá Íslandsbanka. Lesa frétt

    Desember 2020

    Undirritun fyrsta græna fyrirtækjalánsins

    Íslandsbanki og Reginn undirrituðu lánasamning sem fellur að grænni fjármálaumgjörð beggja og er til merkis um ánægjuleg tímamót. Lesa frétt

    Stuðningur við TCFD

    Íslandsbanki gerðist fyrsti íslenski stuðningsaðilinn við Task Force on Climate-related Financial Disclosures (TCFD). Í áhættuskýrslu bankans (Pillar 3) fyrir árið 2020 verður í fyrsta sinn sérstakur kafli um sjálfbærni- og loftlagsáhættu sem fylgir alþjóðlegum TCFD viðmiðum.

    Nóvember 2020

    Íslandsbanki og Storebrand

    Íslandsbanki og Stor­ebrand í sam­starf um að bjóða upp á þrjá sjálfbæra skuldabréfasjóði fyrir viðskiptavini Íslandsbanka. Lesa frétt

    PCAF

    Íslandsbanki gerist aðili að PCAF - alþjóðlegu samstarfsverkefni fjármálafyrirtækja um þróun og notkun á loftslagsmæli fyrir lána- og eignasafn bankans. Lesa frétt

    Sjálfbær skuldabréfaútgáfa

    Íslandsbanki gef­ur út fyrstu sjálf­bæru skulda­bréfa­út­gáfu ís­lensks banka. Lesa frétt

    Október 2020

    Sjálfbær fjármálarammi

    Bankinn birtir sjálfbæran fjármálaramma, þann fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, með jákvæðu ytra áliti frá Sustainalytics og ráðgjöf frá Circular Solutions

    Verkefni á vegum SÞ

    Bankinn tekur þátt í nýju verkefni á vegum SÞ: Fjármálastjórar og heimsmarkmiðin

    September 2020

    Sjálfbærnimarkmið

    Sjö sjálfbærnimarkmið samþykkt fyrir bankann til ársins 2025

    Þekkingarverðlaun

    Íslandsbanki fær þekkingarverðlaun frá forseta Íslands fyrir sjálfbæra þróun

    Áhrifaskýrsla

    Íslandssjóðir birta áhrifaskýrslu fyrir Grænan skuldabréfasjóð

    Júlí 2020

    Grænar lausnir

    Bankinn tekur í notkun umhverfisstjórnunarkerfi frá Klöppum-Grænar lausnir

    Sameiginlegar skuldbindingar

    Norrænir forstjórar samþykkja sameiginlegar skuldbindingar á sviði loftslags- og jafnréttismála. Lesa frétt

    Júní 2020

    Viðbótarstyrkir

    Viðbótarstyrkjum úthlutað úr Frumkvöðlasjóði bankans sem leggur áherslu á að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að upphæð 30 milljónir króna

    Siðareglur birgja

    Framkvæmdastjórn samþykkir nýjar siðareglur birgja og fundað með 10 stærstu birgjum bankans

    Græn bíla-og samgöngulán

    Bankinn tilkynnir um græn bíla- og samgöngulán fyrir viðskiptavini

    Maí 2020

    Fjarvinna starfsmanna

    Bankinn hleypir af stokkunum tilraunaverkefni um fjarvinnu til að minnka kolefnisspor starfsmanna og býður upp á grænar samgöngulausnir og stuðning fyrir starfsfólk. Lesa frétt

    Grænn leiðtogi

    Vinnustofa um sjálfbærni haldin með starfsfólki undir heitinu „Viltu vera grænn leiðtogi?“ og sem leiddi af sér margar gagnlegar hugmyndir

    Febrúar 2020

    Sjálfbærniskýrsla

    Útgáfa fyrstu sjálfbærniskýrslu bankans byggð á viðmiðum UFS, GRI og heimsmarkmiðunum og þar með talið kolefnisspor bankans með Circular Solutions sem ráðgjafa

    Janúar 2020

    ESG áhættumat

    ESG áhættumat framkvæmt fyrir 24 mikilvæg lánþega í bankanum í samvinnu við Circular Solutions

    Desember 2019

    Sjálfbærnistefna

    Ný sjálfbærnistefna samþykkt af stjórn

    Október-desember 2019

    Kynningar og erindi

    Ýmsar kynningar og erindi tengdar við sjálfbærni og heimsmarkmiðin haldnar fyrir starfsfólk t.d. frá metsölu rithöfundinum Andra Snæ Magnasyni

    September 2019

    Starfshópur um sjálfbærni

    Starfshópur um sjálfbærni stofnaður og leiddur af bankastjóra

    Ábyrg bankastarfsemi

    Bankinn er stofnaðili að viðmiðum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi (e. Principles for Responsible Banking).

    Lesa nánar um ábyrga bankastarfsemi

    Apríl 2019

    Stefnufundur með starfsfólki

    Stefnufundur haldinn með starfsfólki þar sem m.a. rætt var um þau 4 markmið sem bankinn hefur valið til að leggja áherslu á: menntun #4, jafnrétti #5, nýsköpun #9 og loftslagsaðgerðir #13.

    Mars 2019

    „Hreyfiafl til góðra verka“ nýr tilgangur bankans

    Í stefnumótun bankans var tekið enn eitt skrefið í átt að því að leggja aukna áherslu á samþættingu daglegs rekstrar og samfélagslegrar ábyrgðar – annars vegar með því að hlutverk bankans í dag er að vera „hreyfiafl til góðra verka“ og hins vegar með því að skilgreina sjálfbærni sem eina af 7 stefnumarkandi áherslum bankans til næstu 5 ára. Lesa stefnu bankans

    2018

    Samfélagsábyrgð innbyggð í ársskýrslu

    Tekin ákvörðun um að í stað samfélagsskýrslu hafa umfjöllun um samfélagsábyrgð innbyggða í ársskýrslu bankans enda sífellt meiri áhersla á að markviss jákvæð samfélagsáhrif séu innbyggð í daglegan rekstur

    2015

    Loftlagsyfirlýsing

    Íslandsbanki skrifar undir loftlagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar og skuldbindur sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og taka þannig þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar.

    Ný stefna í samfélagsábyrgð

    Ný stefna Íslandsbanka í samfélagsábyrgð var kynnt og var samfélagsskýrsla bankans fyrir árið 2014 sú fyrsta þar sem stuðst var við viðmið Global Reporting Initiative, GRI. Í skýrslunni var farið yfir níu metnaðarfullar áherslur bankans í samfélagslegri ábyrgð sem snéru að ábyrgum lánveitingum, ábyrgum fjárfestingum, ábyrgum innkaupum, samgöngum, jafnrétti, fræðslu, styrkjum bankans, öryggi viðskiptavina og að lokum góðum málefnum.

    2013

    Samfélagsábyrgð ein af þremur stefnuáherslum

    Tekin var ákvörðun um að leggja enn frekari áherslu á samfélagsábyrgð með því að kortleggja samfélagsverkefni bankans. Í kjölfarið var ákveðið að samfélagsábyrgð yrði ein af þremur stefnuáherslum bankans og ný stefna mótuð um málaflokkinn.

    2012

    Hjálp­ar­hönd veitt í fyrsta sinn

    Starfsmönnum bankans stóð í fyrsta sinn til boðar að nýta einn vinnudag á ári til stuðnings góðs málefnis sem hluti af átakinu Hjálparhönd

    2011

    Stofnun Festu mið­stöðvar um sam­fé­lags­ábyrgð

    Íslandsbanki var einn af 6 stofnendum Festu mið­stöðvar um sam­fé­lags­ábyrgð en markmið var að auka þekk­ingu á sam­fé­lags­legri ábyrgð fyr­ir­tækja og efla getu fyr­ir­tækja til að til­einka sér sam­fé­lags­lega ábyrga starfs­hætti.

    2010

    Alþjóðlegur sáttmáli Sameinuðu þjóðanna

    Íslandsbanki gerðist aðili að alþjóðlegum sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, UN Global Compact, og hóf sama ár að birta árlegar samfélagsskýrslur (COP) sem byggjast á nálgun sáttmálans.

    1997

    Styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons

    Íslandsbanki var í fyrsta sinn stoltur stuðningsaðili Reykjavíkurmaraþons og hefur verið allar götur síðan