Svipmynd af Íslandsbanka

Svipmynd af Íslandsbanka


 • Íslandsbanki er leiðandi fjármálafyrirtæki á Íslandi með djúpstæðar rætur í íslenskri atvinnusögu sem nær yfir 145 ár. Markaðshlutdeild bankans er á bilinu 25-40% á innanlandsmarkaði.
 • Með hlutverkið „saman erum við hreyfiafl til góðra verka svo að þú náir árangri” og framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjú viðskiptasvið þétt saman til þess að tryggja góð sambönd við viðskiptavini bankans.
 • Til að koma enn betur til móts við síbreytilegar þarfir viðskiptavina hefur Íslandsbanki þróað margvíslegar stafrænar lausnir. Á sama tíma rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið með 12 útibú staðsett á lykilstöðum um land allt. Íslandsbanki hefur BBB/A-2 lánshæfismat frá S&P Global Ratings.

Ávörp


Ávarp stjórnarformanns

Árið 2020 verður vafalaust lengi í minnum haft. Snemma árs gerði COVID-19 faraldurinn vart við sig og strax í marsmánuði fór afleiðinga hans að gæta um nær alla heimsbyggð. Áhrifanna gætti helst hér á landi þegar eftirspurn eftir alþjóðaflugi snarminnkaði samhliða því sem hvert ríkið á fætur öðru setti á ýmsar ferðahömlur.

  Lesa ávarp stjórnarformanns

  Ávarp bankastjóra

  Það er óhætt að segja að árið 2020 verði eftirminnilegt fyrir margar sakir. Heimsfaraldurinn, COVID-19, litaði daglegt líf okkar með heilsuáhrifum og tilheyrandi samkomutakmörkunum. Áhrif á efnahags- og atvinnulíf munu skýrast smám saman en ljóst er að fyrirtæki og einstaklingar hafa staðið frammi fyrir stórum áskorunum á árinu. 

   Lesa ávarp bankastjóra

   Stefna Íslandsbanka

   Bankinn starfar í dag eftir stefnu sem samþykkt var af stjórn í upphafi árs 2019 í kjölfar víðtækrar vinnu með aðkomu viðskiptavina, starfsmanna og annarra hagaðila. Til þess að styðja við þann árangur sem bankinn ætlar sér með nýrri stefnu voru jafnframt skilgreindar sjö stefnuáherslur til fimm ára sem skiptast í tvo flokka: Annars vegar að skerpa fókusinn og ná fram einföldun og aukinni skilvirkni og hins vegar að hugsa stórt og þannig tryggja samkeppnisforskot til framtíðar.

    Lesa um stefnu Íslandsbanka

    Mikil aðlögunarhæfni starfsmanna

    Árið 2020 fer í sögubækurnar fyrir margra hluta sakir og ekki síst fyrir þau áhrif sem heimsfaraldur COVID-19 hafði á atvinnulífið í heild. Viðbrögð í kjölfar heimsfaraldursins settu Íslandsbanka óvænt í þá stöðu að meirihluti starfsmanna þurfti að vinna heima og er lærdómurinn af þeirri breytingu ómetanlegur. Þetta gerðist nánast eins og hendi væri veifað en sökum þess hve framúrskarandi fólk starfar hjá bankanum og hversu vant starfsfólkið er sveigjanlegri vinnuaðstöðu gekk þessi tilfærsla vonum framar. Aðlögunarhæfni starfsfólks var aðdáunarverð, þrautseigjan mikil og samvinnan eitthvað sem við getum öll verið stolt af. Við þéttum raðirnar á þessu erfiða ári og komum tvíefld til baka.

    Hafsteinn Bragason
    Mannauðsstjóri

     Lesa um mannauðsstefnu Íslandsbanka

     Með samvinnu erum við #1 í þjónustu


     Persónuleg og stafræn bankaþjónusta

     Árið 2020 hefur að mörgu leyti verið ansi áhuga-vert og hefur heimsfaraldurinn COVID-19 haft umtalsverð áhrif hvað varðar hraðar umbreytingar og innleiðingar á lausnum er tengjast daglegri bankaþjónustu. Aðgengi að útibúum bankans hefur stóran hluta ársins verið takmarkað vegna samkomutakmarkana en á sama tíma hefur aðgengi viðskiptavina að persónulegri þjónustu verið aukið. Forgangslínur í síma voru kynntar viðskiptavinum við fyrstu lokun útibúa í vor og hefur sú þjónusta mælst afar vel. Farsæl innleiðing á spjallmenninu Fróða hefur reynst bankanum heillaspor í auknum fjölda fyrirspurna frá viðskiptavinum í leit að upplýsingum. Fjöldi nýrra snjallra lausna voru auk þess kynntar á árinu og hefur þar mestu munað um sjálfvirkan feril endurfjármögnunar húsnæðislána, nýja stafræna lausn í verðbréfaviðskiptum sem og þjónustur til þægindaauka íappiog netbanka eins og innáborganir á lán, upplýsingaþjónustur o.fl.Við tökum fagnandi á móti nýju ári og ætlum að halda áfram að mæta þörfum viðskiptavina okkar með góðri persónubundinni þjónustu

     Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir
     Framkvæmdastjóri Einstaklinga

     Tryggjum styrkar stoðir fyrir kröftuga viðspyrnu

     Árið 2020 einkenndist af áskorunum í íslensku efnahagslífi. Í upphafi COVID-19 heimsfaraldurs vorum við staðráðin í að vera til staðar, styðja og vinna að lausnum með viðskiptavinum okkar og undirbúa kröftuga viðspyrnu þegar hjól atvinnulífsins taka aftur að snúast með eðlilegri takti. Nýting úrræða hefur að miklu leyti verið einangruð við ferðaþjónustuna og tengdar atvinnugreinar. Utan þess hefur verið ágætur gangur í nýjum útlánum tengt almennri fjárfestingu atvinnulífsins, s.s. í verslun og þjónustu, byggingariðnaði og aukning í útlánum á bílalánamarkaði. Kappkostað hefur verið við að bjóða góða og persónulega þjónustu þrátt fyrir lokaðar dyr útibúa um tíma. Þar munaði mikið um rafræna þjónustu og ljóst að COVID-19 flýtti þeirri framþróun umtalsvert. Á árinu gerðum við skipulagsbreytingar á þjónustu til lítilla og meðalstórra fyrirtækja m.a. með stofnun fyrirtækjamiðstöðvar í Norðurturni, þar sem öll fyrirtækjaþjónusta höfuðborgarsvæðisins var sameinuð á einn stað. Það er trú okkar að sú breyting skili sér í enn betri þjónustu og auknum slagkrafti. Í takt við stefnu Íslandsbanka um sjálfbærni tókum við okkar fyrstu skref á þeirri vegferð með því að bjóða upp á græna fjármögnun hjáErgo. Við stefnum markvisst að því að auka grænt vöruframboð og hlutdeild grænna verkefna í lánasafni okkar og vera þannig hreyfiafl til góðra verka í íslensku atvinnulífi.

     Una Steinsdóttir
     Framkvæmdastjóri Viðskiptabanka

     Áskoranir og árangur

     Viðburðaríkt og krefjandi ár er að baki þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn setti svip sinn á okkar starfsemi og flestra okkar viðskiptavina. Traust og sterkt viðskiptasamband er aldrei mikilvægara en þegar erfiðleikar steðja að. Við lögðum því mikla áherslu á að vinna þétt með þeim viðskiptavinum okkar sem þurftu á lausnum og svigrúmi að halda til að komast í gegnum þær einstæðu aðstæður sem sköpuðust á árinu.Fyrirtæki og fjárfestar leggja metnað sinn í að veita framúrskarandi þjónustu og var því ánægjulegt að sjá hversu mörgum árangursríkum verkefnum var lokið á árinu hvort sem var í fyrirtækjaráðgjöf, á mörkuðum, eignastýringu eða lánveitingum. Einnig fór mikill kraftur í að vinna með ríkinu að því að tryggja miðlun þeirra úrræða sem ríkið býður fyrirtækjunum í landinu til að takast á viðfaraldurinn. Stór skref voru stigin á sviði sjálfbærni, m.a. sala á fyrstu sjálfbæru skuldabréfaútgáfum bankans og uppsetning á sjálfbærum fjármögnunarramma bankans sem skapaði grunn að sjálfbærum lánveitingum.

     Ásmundur Tryggvason
     Framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta

     Góð ávöxtun þrátt fyrir sérstakt ár

     Margt gott hefur áunnist á árinu sem vissulega hefur verið sérstakt fyrir margra hluta sakir. Við birtum í fyrsta sinn áhrifaskýrslu fyrir græna skuldabréfasjóðinn sem mælir áhrif af fjárfestingum sjóðsins á losun koltvísýrings. Þá birtum við UFS uppgjör Íslandssjóða sem er skýrsla um sjálfbærniþætti í rekstri félagsins. Góð ávöxtun í sjóðum og eignasöfnum var einkennandi fyrir árið og bæði skuldabréfa- og hlutabréfaeigendur geta vel við unað með ávöxtun af sparnaði sínum, þrátt fyrir áföll tengd COVID-19 heimsfaraldrinum um allan heim. Eignadreifing sannaði enn og aftur gildi sitt á árinu og blönduð eignasöfn skiluðu jafnan mjög góðum árangri. Þannig skilaði Einkasafn E til að mynda bestu ávöxtun allra blandaðra sjóða hér á landi á árinu.

     Kjartan Smári Höskuldsson
     Framkvæmdastjóri Íslandssjóða hf.

     Stafræn tengsl í hverju skrefi


     "Fjárfesting Íslandsbanka í stafrænum lausnum og vörumiðaðri þróun hefur gert bankann vel í stakk búinn til að takast á við þær áskoranir sem COVID-19 heimsfaraldurinn hafði í för með sér, með lágmarks raski á daglegri starfsemi og þjónustustigi. Með samhentu átaki upplýsingatækni og viðskiptaeininga var mögulegt að bregðast hratt og vel við nýjum aðstæðum og þróa stafrænar lausnir og úrræði til að mæta breyttum þörfum viðskiptavina. 

     Á árinu varð til ný stafræn stefna Íslands-banka. Nýja stefnan setur bankann í fremstu röð þegar kemur að opnum bankaheimi og skapar tækifæri fyrir áframhaldandi þróun og vöxt bankans. 

     Með reynslu ársins 2020 og nýja stafræna stefnu í farteskinu er Íslandsbanki tilbúinn fyrir áskoranir og tækifæri framtíðarinnar."

     Riaan Dreyer, Framkvæmdastjóri Upplýsingatækni

     Sjálfbær Íslandsbanki


     Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í. Með því að stuðla að sjálfbærni í sinni víðustu mynd höfum við jákvæð áhrif, því það er mikilvægt fyrir okkur og okkar viðskiptavini.

     Sjálfbærnisstefna

     Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í. Með því að stuðla að sjálfbærni í sinni víðustu mynd höfum við jákvæð áhrif, því það er mikilvægt fyrir okkur og okkar viðskiptavini.

      Lesa nánar um sjálfbærnisstefnu Íslandsbanka

      Sjálfbærnisuppgjör

      Íslandsbanki birtir i annað skipti ítarlegar upplýsingar um áhrif starfsemi sinnar á umhverfið, félagsmál og stjórnarhætti (UFS).

       Nánar um sjálfbærnisuppgjör Íslandsbanka

       Stjórnskipulag


       Stjórnun og yfirráð yfir Íslandsbanka skiptast á milli hluthafa, stjórnar og bankastjóra í samræmi við samþykktir bankans, önnur tilmæli stjórnar og viðeigandi lög og reglur.

       Efnahagságrip


       Kórónukreppan litaði árið 2020 sterkum litum en dró einnig fram aukinn viðnámsþrótt hagkerfisins og styrkari stoðir þess en áður. Breytt neyslumynstur, viðbrögð hagstjórnarinnar og sterk staða í upphafi faraldursins mýktu höggið umtalsvert. Horfur eru á að hagvöxtur glæðist eftir því sem líður á árið 2021

       Eitt lengsta og farsælasta vaxtarskeið í nútíma sögu Íslands rann sitt skeið á árinu 2020. Hagvöxturinn hafði grundvallast að miklu leyti á myndarlegum vexti ferðaþjónustu en öfugt við fyrri vaxtarskeið fylgdu góðærinu ekki verulegt efnahagslegt ójafnvægi eða skuldasöfnun hjá heimilum, fyrirtækjum eða hinu opinbera.

       Fjármál og fjár­mögnun


       "Arðsemi eigin fjár eftir skatta á ársgrundvelli var 3,7% fyrir árið 2020. Það er undir langtímamarkmiðum bankans en arðsemi síðari hluta ársins sýnirgott viðnám eftir það óvissutímabil sem hófst í upphafi árs.Þrátt fyrir miklar sveiflur á fjármálamörkuðum  gekk fjármögnun Íslandsbanka vel á árinu.  Góður vöxturvarí innlánum og hélst gott aðgengi að skuldabréfamörkuðum, innlendum sem erlendum. Má það að miklu leiti þakka sterkri stöðu íslensks efnahagslífs sem og hinu góða trausti sem Íslandsbanki hefur byggt upp hjá fjárfestum undanfarin ár. Íslandsbanki varð á árinufyrstur íslenskra banka til að gefa útsjálfbæran fjármálaramma og í kjölfarið var hann fyrsti íslenski bankinn til að gefa útsjálfbærog grænskuldabréf." 

       Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri

       Áhættustýring


       Skynsamlegt mat á áhættu og hæfileg verðlagning hennar eru lykilþættir í starfsemi Íslandsbanka. Umgjörð áhættustýringar byggir á þremur varnarlínum til að tryggja skýra og skilvirka ákvarðanatöku, virkt eftirlit og sterka áhættumenningu.

       Markmið áhættuskýrslu Íslandsbanka er að uppfylla lögbundnar kröfur um upplýsingagjöf og veita markaðsaðilum og öðrum áhugasömum upplýsingar sem ætlað er að auka skilning á áhættustýringu og eiginfjárstöðu bankans. Skýrslan er á ensku.

       Í ár er fjallað sérstaklega um sjálfbærni og svokallaða UFS-áhættu sem tengist umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum.

       Skoða áhættuskýrslu (pdf)

       Skoða fylgitöflur með áhættuskýrslu (excel)

       Áhrifaskýrsla fyrir sjálfbæran fjármálaramma bankans


       Áhrifaskýrslan veitir yfirlit yfir þau lán og fjárfestingar í eignasafni bankans sem uppfylla skilyrði sjálfbæra fjármálarammans og hafa verið flokkuð sem sjálfbær verkefni á þeim þremur mánuðum sem eru liðnir frá útgáfu sjálfbæra fjármálarammans. Þá er í skýrslunni að finna áhrifamælikvarða og áætluð jákvæð umhverfis- og samfélagsáhrif sem stafa af verkefnunum. Skýrslan er á ensku.