Sjálfbær Íslandsbanki

Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í. Með því að stuðla að sjálfbærni í sinni víðustu mynd höfum við jákvæð áhrif, því það er mikilvægt fyrir okkur og okkar viðskiptavini.

Íslandsbanki sem fyrirmynd og hreyfiafl


Íslandsbanki leggur áherslu á samþættingu sjálfbærnisjónarmiða í starfsemi sína til viðbótar við arðsemismarkmið sín. Auk þess að vera til fyrirmyndar þegar kemur að UFS viðmiðum í eigin rekstri þá ætlar bankinn að eiga frumkvæði að víðtæku samstarfi um ábyrga viðskiptahætti sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs. Því þannig erum við raunverulegt hreyfiafl

Hvað er bankinn að gera?


Sjálfbærnistefna og markmið

Stefna Íslandsbanka um sjálfbærni miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar og að bankinn sé hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Sjálfbærnimarkmið til ársins 2025 hafa verið samþykkt af stjórn út frá UFS viðmiðum.

Nánar um sjálfbærnistefnu og markmið

Tímalína sjálfbærni

Íslandsbanki hefur verið hreyfiafl í íslensku atvinnu- og efnahagslífi síðan 1875. Frá árinu 2014 hefur sjálfbærni verið ein af stefnuáherslum bankans en það skref sem tekið var í stefnumótunarvinnunni árið 2019 setti sjálfbærni og jákvæð samfélagsáhrif í enn meiri fókus sem helsta tilgang bankans.

Sjá tímalínu

Sjálfbærniuppgjör 2021


Íslandsbanki birtir i annað skipti ítarlegar upplýsingar um áhrif starfsemi sinnar á umhverfið, félagsmál og stjórnarhætti (UFS).

Samstarf og heimsmarkmið


Samstarf á sviði sjálfbærni

Íslandsbanki hefur í gegnum tíðina álitið það mikilvægt að taka þátt í alþjóðlegum skuldbindingum sem og að styðja við innlendan samstarfsvettvang á sviði sjálfbærni.

Meira um samstarf Íslandsbanka

Stuðningur við heimsmarkmiðin

Bankinn tekur þátt í stórum sem smáum verkefnum þar sem fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru höfð að leiðarljósi en þau eru: menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og uppbygging aðgerðir í loftslagsmálum.

Nánar um heimsmarkmiðin

Sjálfbær fjármálarammi


Íslandsbanki hefur fyrstur íslenskra banka skilgreint og birt sérstakan ramma utan um þau lán og fjárfestingar í eignasafni sínu sem flokkast sem sjálfbær. Birting og innleiðing rammans var stærsta framlag bankans á sviði sjálfbærni á árinu 2020.

Sjálfbært vöruframboð


Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í. Með því að stuðla að sjálfbærni í sinni víðustu mynd höfum við jákvæð áhrif, því það er mikilvægt fyrir okkur og okkar viðskiptavini.

Græn húsnæðislán

Við bjóðum betri vaxtakjör í formi grænna húsnæðislána.

Nánar um græn húsnæðislán

Sjálfbær lán til fyrirtækja

Við bjóðum sjálfbær lán til fyrirtækja og verkefna sem fela í sér jákvæð samfélagsleg áhrif.

Nánar um sjálfbær lán

Grænn sparnaður

Vertu hreyfiafl til góðra verka og láttu þinn sparnað hafa jákvæð áhrif á umhverfið.

Nánar um grænan sparnað

Græn bílafjármögnun

Við bjóðum græna fjármögnun á rafmagnsbílum, rafmagnshjólum eða öðrum rafknúnum ökutækjum.

Lesa nánar á vef Ergo

Góðir stjórnarhættir


Góðir stjórnarhættir stuðla að bættum vinnubrögðum og samskiptum sem eykur traust milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila.

Styrkir og frumkvöðlasjóður


Við viljum vera jákvætt hreyfiafl í nærsamfélaginu og styðja við verkefni sem stuðla að heimsmarkmiðunum fjórum sem bankinn vinnur eftir. Þau eru: aðgerðir í loftslagsmálum, jafnrétti kynjanna, menntun fyrir alla og nýsköpun og uppbygging.