Stjórnar­hættir

Góðir stjórnarhættir stuðla að bættum vinnubrögðum og samskiptum sem eykur traust milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila.

Stöðug þróun


Stjórn Íslandsbanka hefur það að markmiði að vera stöðugt að þróa og styrkja góða stjórnarhætti innan bankans og fylgja alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum um bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta.

Stjórnarhættir


Stjórnarhættir Íslandsbanka eru í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti eftirlitsskyldra aðila ásamt viðeigandi lögum og reglum. Meðal þeirra laga sem um starfsemi bankans gilda eru lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007lög um hlutafélög nr. 2/1995 og samkeppnislög nr. 44/2005 sem ásamt samþykktum bankans mynda grunninn að starfsemi bankans. Viðeigandi löggjöf má nálgast á vefsíðu Alþingis. Bankinn fer enn fremur eftir reglum og tilmælum Fjármálaeftirlitsins og reglum NASDAQ OMX Iceland hf. sem aðgengilegar eru á vefsíðum þeirra.

Samkvæmt 3. mgr. 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 ber bankanum að fylgja viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Stjórn bankans fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem voru endurútgefnar í maí 2015 (5. útg.) af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ ICELAND og Samtökum atvinnulífsins.

Ákvarðanatökulykill


Stjórn bankans hefur samþykkt svokallaðan ákvarðanatökulykill fyrir starfsemi bankans. Ákvarðanatökulykillinn kortleggur allar meiri háttar ákvarðanir sem hugsanlegt er að bankinn vilji grípa til við ákveðnar aðstæður og skilgreinir rétt ferli við töku þeirra. Ákvarðanatökulykillinn setur ákveðin skilyrði fyrir töku allra meiri háttar ákvarðana og skilgreinir hver sé best fallinn til ákvarðanatökunnar og að þær séu teknar á grundvelli bestu fáanlegu upplýsinga á hverjum tíma. Það er grundvallaratriði í góðum stjórnarháttum bankans að allir þeir aðilar sem viðkomandi ákvörðun snertir séu upplýstir tímanlega um efni ákvörðunar og komi með viðeigandi hætti að ákvarðanatöku ef við á. Í ákvarðanatökulyklinum er reynt að festa hendur á æskilegri aðkomu viðkomandi aðila og nánar tilgreint með hvaða hætti það skuli gert.

Stjórnarháttayfirlýsing


Árlega gerir Íslandsbanki úttekt á því hvort stjórnarhættir bankans séu í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Hér er hægt að nálgast stjórnarháttayfirlýsingu Íslandsbanka 5 ár aftur í tímann:

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2019

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2018

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2017

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2016

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2015

Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja

Regluverk


Íslandsbanki er fjármálafyrirtæki og starfar í samræmi við viðeigandi regluverk á sviði fjármálamarkaða sem rammar inn stjórnarhætti hans. Helstu lög sem um starfsemi bankans gilda eru lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.

Samkeppni og eignarhlutir


Á þessari síðu er hægt að lesa nánar um eftirfarandi atriði:

  • Eignarhlutir
  • Samkeppnisáætlun
  • Sáttir