Stjórnar­hættir

Góðir stjórnarhættir stuðla að bættum vinnubrögðum og samskiptum sem eykur traust milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. Stjórn Íslandsbanka hefur það að markmiði að vera stöðugt að þróa og styrkja góða stjórnarhætti innan bankans og fylgja alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum um bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta.

Góðir stjórnarhættir


Stjórnarhættir Íslandsbanka eru í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti eftirlitsskyldra aðila ásamt viðeigandi lögum og reglum. Íslandsbanki fylgir viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ ICELAND og Samtökum atvinnulífsins.

Íslandsbanki hefur sett sér stefnur, reglur og verklag til að stuðla að góðum stjórnarháttum og tryggja eftirfylgni við þau lög og reglur sem um starfsemi bankans gilda. Nálgast má umfjöllun um viðeigandi stefnur, reglur og verklag bankans hér á vefsíðu bankans.

Stjórnarháttayfirlýsing

Samþykktir Íslandsbanka


Samþykktir Íslandsbanka voru samþykktar á aðalfundi bankans þann 16. mars 2023.

Tilnefningarnefnd


Samkvæmt samþykktum Íslandsbanka skal bankinn hafa starfandi tilnefningarnefnd sem hefur það hlutverk að tilnefna einstaklinga í stjórnarsetu í félaginu á aðalfundi félagsins, eða eftir atvikum á hluthafafundi þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Nefndarmenn tilnefningarnefndar skulu vera þrír og skulu þeir kjörnir af stjórn til eins árs í senn. Nefndin skal vera sjálfstæð í störfum sínum og skal meirihluti nefndarmanna vera óháður félaginu og stjórnendum þess.

Í tilnefningarnefnd bankans sitja eftirtaldir aðilar:

  • Helga Valfells, formaður
  • Finnur Árnason
  • Tómas Már Sigurðsson

Ásamt tilnefningarnefnd bankans starfrækir Bankasýsla ríkisins sérstaka þriggja manna valnefnd sem tilnefnir aðila fyrir hönd ríkisins sem rétt hafa til setu fyrir hönd ríkisins í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar.

Samkvæmt samningi milli Íslandsbanka og Bankasýslu ríkisins skulu tilnefningarnefnd bankans og valnefnd Bankasýslunnar tryggja að þegar kjósa skal í stjórn, séu í framboði til stjórnar hópur sem uppfylli á hverjum tíma ákvæði laga um samsetningu, bæði hvað breidd þekkingar og kynjahlutfall.

Starfsreglur tilnefningarnefndar

Netfang nefndarinnar er tilnefningarnefnd@islandsbanki.is.

Regluverk

Íslandsbanki er fjármálafyrirtæki og starfar í samræmi við viðeigandi lög og reglur á sviði fjármálamarkaða sem ramma inn stjórnarhætti hans.

    Nánar um regluverk

    Samkeppni og eignarhlutir

    Á þessari síðu er hægt að lesa nánar um eftirfarandi atriði:

    - Eignarhlutir

    - Samkeppnisréttaráætlun

    - Sáttir

      Nánar um samkeppni og eignarhluti