Stjórnarhættir
Góðir stjórnarhættir stuðla að bættum vinnubrögðum og samskiptum sem eykur traust milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. Stjórn Íslandsbanka hefur það að markmiði að vera stöðugt að þróa og styrkja góða stjórnarhætti innan bankans og fylgja alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum um bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta.