Tilnefningarnefnd
Samkvæmt samþykktum Íslandsbanka skal bankinn hafa starfandi tilnefningarnefnd sem hefur það hlutverk að tilnefna einstaklinga í stjórnarsetu í félaginu á aðalfundi félagsins, eða eftir atvikum á hluthafafundi þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Nefndarmenn tilnefningarnefndar skulu vera þrír og skulu þeir kjörnir af stjórn til eins árs í senn. Nefndin skal vera sjálfstæð í störfum sínum og skal meirihluti nefndarmanna vera óháður félaginu og stjórnendum þess.
Í tilnefningarnefnd bankans sitja eftirtaldir aðilar:
- Helga Valfells, formaður
- Linda Jónsdóttir
- Hilmar Garðar Hjaltason
Ásamt tilnefningarnefnd bankans starfrækir Bankasýsla ríkisins sérstaka þriggja manna valnefnd sem tilnefnir aðila fyrir hönd ríkisins sem rétt hafa til setu fyrir hönd ríkisins í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar.
Samkvæmt samningi milli Íslandsbanka og Bankasýslu ríkisins skulu tilnefningarnefnd bankans og valnefnd Bankasýslunnar tryggja að þegar kjósa skal í stjórn, séu í framboði til stjórnar hópur sem uppfylli á hverjum tíma ákvæði laga um samsetningu, bæði hvað breidd þekkingar og kynjahlutfall.
Starfsreglur tilnefningarnefndar
Netfang nefndarinnar er tilnefningarnefnd@islandsbanki.is.