Stjórnar­hættir

Góðir stjórnarhættir stuðla að bættum vinnubrögðum og samskiptum sem eykur traust milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila.

Stöðug þróun


Stjórn Íslandsbanka hefur það að markmiði að vera stöðugt að þróa og styrkja góða stjórnarhætti innan bankans og fylgja alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum um bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta.

Stjórnarhættir


Stjórnarhættir Íslandsbanka eru í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti eftirlitsskyldra aðila ásamt viðeigandi lögum og reglum. Meðal þeirra laga sem um starfsemi bankans gilda eru lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007lög um hlutafélög nr. 2/1995 og samkeppnislög nr. 44/2005 sem ásamt samþykktum bankans mynda grunninn að starfsemi bankans. Viðeigandi löggjöf má nálgast á vefsíðu Alþingis. Bankinn fer enn fremur eftir reglum og tilmælum Fjármálaeftirlitsins og reglum NASDAQ OMX Iceland hf. sem aðgengilegar eru á vefsíðum þeirra.

Samkvæmt 3. mgr. 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 ber bankanum að fylgja viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Stjórn bankans fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem voru endurútgefnar í maí 2015 (5. útg.) af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ ICELAND og Samtökum atvinnulífsins.

Ákvarðanatökulykillinn


Stjórn bankans hefur innleitt stefnu um góða stjórnarhætti sem nefnist Ákvarðanatökulykill fyrir starfsemi bankans. Ákvarðanatökulykillinn kortleggur allar meiri háttar ákvarðanir sem hugsanlegt væri að bankinn vilji grípa til við ákveðnar aðstæður og skilgreinir rétt ferli við töku þeirra. Ákvarðanatökulykillinn setur ákveðin skilyrði fyrir töku allra meiri háttar ákvarðana og skilgreinir hver sé best fallinn til ákvarðanatökunnar og að þær séu teknar á grundvelli bestu fáanlegu upplýsinga á hverjum tíma. Aðferðafræði ákvarðanatöku

Ákvarðanatökulykillinn skilgreinir eftirfarandi aðferðafræði við töku ákvarðana:

  • Ákvarðanir bankans þjóna hagsmunum bankans og hagsmunaaðila hans í samræmi við gildandi lög, reglur, samþykktir bankans, stefnuskjöl og samningsskyldur hans.
  • Ákvarðanir eru teknar af aðilum (hluthöfum, stjórnarmönnum, yfirmönnum, stjórnendum eða starfsmönnum) sem hæfastir eru til þess, með áhrifaríkum og skilvirkum hætti, m.t.t. til starfsskyldna þeirra, ábyrgðar- og áhugasviðs, sérþekkingar, kunnáttu og aðgangs að viðeigandi upplýsingum.
  • Ákvarðanir eru teknar á grundvelli bestu fáanlegra upplýsinga á hverjum tíma í kjölfar tilhlýðilegrar skoðunar.

Stjórnarháttayfirlýsing


Árlega gerir Íslandsbanki úttekt á því hvort stjórnarhættir bankans séu í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Hér er hægt að nálgast stjórnarháttayfirlýsingu Íslandsbanka 5 ár aftur í tímann:

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2018

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2017

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2016

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2015

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2014

Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja

Stefna um hæfi stjórnar, bankastjóra og lykilstarfsmanna


Stjórn Íslandsbanka hefur samþykkt stefnu um hæfi stjórnar, bankastjóra og lykilstarfsmanna. Markmið stefnunnar er að stjórn, bankastjóri og lykilstarfsmenn bankans uppfylli á hverjum tíma viðeigandi hæfiskilyrði og umgjörð um skipun og/eða ráðningar þeirra sé í samræmi við viðeigandi lagakröfur sem gerðar eru til starfsemi bankans. Stefnan er liður í skuldbindingu bankans um góða stjórnarhætti og ætlað að takmarka rekstrar- og orðsporsáhættu bankans.

Regluverk


Íslandsbanki er fjármálafyrirtæki og starfar í samræmi við viðeigandi regluverk á sviði fjármálamarkaða sem rammar inn stjórnarhætti hans. Helstu lög sem um starfsemi bankans gilda eru lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.

Samkeppni og eignarhlutir


Á þessari síðu er hægt að lesa nánar um eftirfarandi atriði:

  • Eignarhlutir
  • Samkeppnisáætlun
  • Sáttir