Fjárfestatengsl

Fjárfestatengsl leitast við að tryggja að fjárfestar, greiningaraðilar og aðrir hagsmunaaðilar hafi á hverjum tíma aðgang að nýjustu upplýsingum um Íslandsbanka. Markmið okkar er byggja upp traust viðskiptasamband við hagsmunaaðila á opinn og gagnsæjan hátt.

Allt sem þú þarft að vita


Hér finnur þú helstu upplýsingar er varða afkomu, fjármögnun, lánshæfismat, aðalfundi, eignarhald og fjárhagsdagatal fyrir Íslandsbanka.

Óskir þú eftir frekari upplýsingum bendum við þér á að hafa samband við starfsfólk í fjárfestatengslum.

Afkoma og tilkynn­ingar

Uppgjörsdagsetningar næstu árshlutauppgjöra má finna í fjárhagsdagatali neðar á þessari síðu.

Skjöl

Tilkynningar

Kynningarefni

Fjárhagsbækur

Áhættuskýrslur

1. ársfjórðungur

2. ársfjórðungur

3. ársfjórðungur

Kauphallar­fréttir


Tilkynningar Íslandsbanka til Kauphallar má nálgast á fjölmiðlatorginu okkar.

Skoða nánar

Fjármögnun


Bankinn er fyrst og fremst fjármagnaður með innlánum en á síðustu árum hefur aukin áhersla verið lögð á fjölbreytni í fjármögnunarleiðum bankans.

Lánshæfismat


Lánshæfi Íslandsbanka er metið af S&P Global Ratings og er það BBB / A-2.

Hluthafar Íslandsbanka


Samkvæmt 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki er Íslandsbanka skylt að tilgreina á vefsíðu sinni nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár í bankanum á hverjum tíma. Sé lögaðili eigandi hlutafjár umfram 1% skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar eru raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila. Með raunverulegum eiganda er átt við einstakling eða einstaklinga sem eiga beina eða óbeina hlutdeild í félagi sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti eða aðra hlutdeild sem gerir honum eða þeim kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags.

Upplýsingar um hluthafa og stærð eignarhlutar byggja á yfirliti Nasdaq verðbréfamiðstöðvar sem hlutaskrá bankans og upplýsingar um raunverulega eigendur byggja á fáanlegum upplýsingum frá opinberum aðilum. Upplýsingarnar eru unnar og settar fram af ýmsum aðilum m.a. af kerfinu Monitor frá Modular Finance AB og  Morningstar. Íslandsbanki hefur fjóra daga til þess að uppfæra vefsíðuna frá því að eignarhald á hlut breytist. Athugið, í tilfelli sjóðstýringafélaga/rekstrarfélaga þá er raunverulegur eigandi félagsins ekki endilega raunverulegur eigandi undirliggjandi sjóða. Jafnframt eru upplýsingar um eignarhlut einstakra sjóða birtar sameiginlega undir nafni rekstrarfélags þeirra.

Í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, frá febrúar 2020, er m.a. fjallað um markmið ríkisins um eignarhald í fjármálafyrirtækjum og meginreglur eigandastefnu.

Eigendastefna ríkisins

Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa gert með sér samning á grundvelli e. liðar 4. gr. laga nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins.

Samningur Bankasýslu ríkisins og Íslandsbanka

Greinendur hlutabréfa

Greinendur hlutabréfa Íslandsbanka

Nánar um greinendur

Aðalfundir

Á hluthafafundum fara hluthafar með æðsta vald í málefnum bankans.

Nánar um aðalfundi

Um bankann

Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri

Nánar um bankann

Flagganir

Í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti skulu skulu einstaklingar og lögaðilar tilkynna Fjármálaeftirlitinu og Íslandsbanka banka um eignarhlut sinn þegar atkvæðisréttur nær, hækkar yfir eða lækkar niður fyrir ákveðin mörk, í kjölfar þess að hlutabréfa í bankanum er aflað eða ráðstafað með öðrum hætti.

Nánar um flagganir

Fjárhagsdagatal


Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjörs á neðangreindum dagsetningum.

  • Árshlutauppgjör 4F / ársuppgjör 2021 – 10. febrúar 2022
  • Aðalfundur 2022 – 17. mars 2022
  • Árshlutauppgjör 1F2022 – 5. maí 2022
  • Árshlutauppgjör 2F2022 – 28. júlí 2022
  • Árshlutauppgjör 3F2022 – 27. október 2022

Vinsamlega athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Þögult tímabil

Frá og með tuttugu og einum almanaksdögum fyrir birtingu árshluta- og ársuppgjörs mun Íslandsbanki ekki fjalla um eða svara spurningum um áður óbirta fjárhagslega afkomu né horfur á afkomu bankans á fundum með fjárfestum, greiningaraðilum og/eða öðrum markaðsaðilum. Eins mun bankinn, á ofangreindu tímabili, ekki flytja erindi á fjármálaráðstefnum eða taka þátt í umræðum eða símafundum með fjárfestum, greiningaraðilum og/eða öðrum markaðsaðilum þar sem óbirt fjárhagsleg afkoma og horfur í rekstri bankans eru til umræðu.

Allar upplýsingar um afkomu bankans má sjá hér ofar í umfjöllun um afkomu og tilkynningar.

Vegna aðalfundar

Hluthafar skulu leggja fram mál og/eða tillögur sem taka á til meðferðar á fundinum eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn í samræmi við 88. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund í samræmi við 63. gr. a. sömu laga.

Póstlisti


Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér að neðan. Hægt er að afskrá sig af listanum með auðveldum hætti.

Skrá mig á póstlista

Hafðu samband


Fjárfestatengsl


Senda Póst