Fjárfestatengsl

Fjárfestatengsl leitast við að tryggja að fjárfestar, greiningaraðilar og aðrir hagsmunaaðilar hafi á hverjum tíma aðgang að nýjustu upplýsingum um Íslandsbanka. Markmið okkar er byggja upp traust viðskiptasamband við hagsmunaaðila á opinn og gagnsæjan hátt.

Allt sem þú þarft að vita


Hér finnur þú helstu upplýsingar er varða afkomu, fjármögnun, lánshæfismat, aðalfundi, eignarhald og fjárhagsdagatal fyrir Íslandsbanka.

Óskir þú eftir frekari upplýsingum bendum við þér á að hafa samband við starfsfólk í fjárfestatengslum.

Afkoma og tilkynn­ingar

Uppgjörsdagsetningar næstu árshlutauppgjöra má finna í fjárhagsdagatali neðar á þessari síðu.

Skjöl

Tilkynningar

Kynningarefni

Fjárhagsbækur

Áhættuskýrslur

1. ársfjórðungur

2. ársfjórðungur

Kauphallarfréttir


Tilkynningar Íslandsbanka til Kauphallar má nálgast á fjölmiðlatorginu okkar.

Skoða nánar

Fjármögnun


Bankinn er fyrst og fremst fjármagnaður með innlánum en á síðustu árum hefur aukin áhersla verið lögð á fjölbreytni í fjármögnunarleiðum bankans. Við erum einn stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa hér á landi. Einng gefum við reglulega út óveðtryggð skuldabréf á innlendum markaði. Við gefum út skuldabréf í erlendri mynt í samræmi við útgáfuramma fyrir skuldabréf í erlendri mynt (Global Medium Term Note Programme – GMTN). Fyrsta útgáfan undir GMTN skuldabréfarammanum var í desember 2013.

Lánshæfismat


Lánshæfi Íslandsbanka er metið af S&P Global Ratings og er það BBB+ / A-2.

Aðalfundir


Á hluthafafundum fara hluthafar með æðsta vald í málefnum bankans.

Aðalfundir Íslandsbanka hf. eru haldnir eftir að bankinn hefur kynnt ársuppgjör sitt sem er oftast í febrúar eða mars ár hvert.

Á aðalfundi er m.a. kosið í stjórn bankans, endurskoðendur valdir, ársreikningur liðins árs lagður fram til samþykktar og starfskjarastefna lögð fram til samþykktar sem og ákvörðun um arðgreiðslur, auk breytinga á samþykktum bankans, þegar við á.

Eignarhald


Íslandsbanki er í eigu íslenska ríkisins. Bankasýsla ríkisins fer með stjórn eignarhlutans.

Fjárhagsdagatal


Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjörs á neðangreindum dagsetningum.

  • Árshlutauppgjör 3F19 - 30. október 2019
  • Ársuppgjör 2019 - 12. febrúar 2020
  • Aðalfundur - 19. mars 2020
  • Árshlutauppgjör 1F20 - 6. maí 2020
  • Árshlutauppgjör 2F20 - 29. júlí 2020
  • Árshlutauppgjör 3F20 - 28. október 2020

Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Þögult tímabil

Frá og með tíu almanaksdögum fyrir birtingu árshluta- og ársuppgjörs mun Íslandsbanki ekki fjalla um eða svara spurningum um áður óbirta fjárhagslega afkomu né horfur á afkomu bankans á fundum með fjárfestum, greiningaraðilum og/eða öðrum markaðsaðilum. Eins mun bankinn, á ofangreindu tímabili, ekki flytja erindi á fjármálaráðstefnum eða taka þátt í umræðum eða símafundum með fjárfestum, greiningaraðilum og/eða öðrum markaðsaðilum þar sem óbirt fjárhagsleg afkoma og horfur í rekstri bankans eru til umræðu.

Allar upplýsingar um afkomu bankans má sjá hér ofar í umfjöllun um afkomu og tilkynningar.

Vegna aðalfundar

Hluthafar skulu leggja fram mál og/eða tillögur sem taka á til meðferðar á fundinum eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn í samræmi við 88. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund í samræmi við 63. gr. a. sömu laga.

Hafðu samband


Viltu vita meira um starfsemi Íslandsbanka? Hafðu samband við okkur á ir@islandsbanki.is.

Gunnar S. Magnússon


Fjárfestatengsl

Senda tölvupóst440 4665

Póstlisti


Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér að neðan. Hægt er að afskrá sig af listanum með auðveldum hætti.

Skrá mig á póstlista