Fjármögnun bankans

Bankinn er fyrst og fremst fjármagnaður með innlánum en á síðustu árum hefur verið aukin áhersla á fjölbreytni í fjármögnunarleiðum bankans.

Fjármögnun


Bankinn er fyrst og fremst fjármagnaður með innlánum en á síðustu árum hefur verið aukin áhersla á fjölbreytni í fjármögnunarleiðum bankans. Við erum einn stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa hér á landi. Einng gefum við út reglulega óveðtryggð skuldabréf á innlendum markaði. Við gefum út skuldabréf í erlendri mynt í samræmi við útgáfuramma fyrir skuldabréf í erlendri mynt (Global Medium Term Note Programme –GMTN). Fyrsta útgáfan undir GMTN skuldabréfarammanum var í desember 2013.

Sértryggð skuldabréf

Íslandsbanki var fyrsti bankinn til að gefa út verðbréf í íslensku kauphöllinni, Nasdaq Iceland, eftir hrun fjármálakerfisins. Þar með var stigið mikilvægt skref í að auka breidd í fjármögnun bankans, en innlán hafa verið undirstaða fjármögnunar hans frá stofnun í október 2008. Íslandsbanki hefur sett upp 170 ma. kr. fjármögnunarramma fyrir sértryggð skuldabréf. Bréfin eru gefin út samkvæmt lögum nr. 11 frá 2008 um sértryggð skuldabréf þar sem strangar kröfur eru gerðar til útgefenda. Fjármálaeftirlitið hefur sérstakt eftirlit með útgáfunni, auk þess sem sjálfstæður skoðunarmaður sinnir eftirliti.


Næstu útgáfur

Áætluð útgáfa sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka verður á bilinu 25-30 ma. kr. króna á árinu 2019.  Stefnt er að því að útboð sértryggðra skuldabréfa verði mánaðarleg og verða útboð tilkynnt í fréttaveitu Nasdaq Iceland. Til greina kemur að auka við hámarksstærð útistandandi flokka sem og að bæta við nýjum flokkum á árinu. Meðfylgjandi listi sýnir áætlaðar útboðsdagsetningar sértryggðra skuldabréfa á árinu.

 • Vika 5
 • Vika 9
 • Vika 14
 • Vika 20
 • Vika 24
 • Vika 29
 • Vika 33
 • Vika 37
 • Vika 41
 • Vika 46
 • Vika 50

Íslandsbanki áskilur sér allan rétt til að breyta ofangreindri áætlun þ.m.t. fella niður, fjölga eða breyta útboðsdögum, breyta áætlaðri útgáfufjárhæð og gera aðrar breytingar eins og þörf er á, án fyrirvara.


Næstu útgáfur

Íslandsbanki verður að jafnaði með mánaðarleg útboð á víxlum. Heildarútgáfa er óákveðin og mun ráðast af markaðsaðstæðum.

Tilkynnt verður um víxlaútboð í fréttaveitu Nasdaq Iceland.

Global Medium Term Notes - GMTN


Íslandsbanki, í samstarfi við Bank of America Merrill Lynch, hefur fengið staðfesta grunnlýsingu vegna útgáfu skuldabréfa í erlendri mynt (Global Medium Term Note Programme – GMTN). Ramminn gefur Íslandsbanka færi á að gefa út jafnvirði 2,500 milljónir bandaríkjadala í mismunandi myntum á föstum og fljótandi vöxtum

Fjármögnunarramminn hefur lánshæfiseinkunn frá S&P sem er hin sama og lánshæfismat bankans. Hafa skal í huga að lánshæfiseinkunnin er bundin við fjármögnunarrammann en ekki einstaka útgáfur gefnar út undir rammanum nema það sé sérstaklega tiltekið.  Þeir erlendu bankar sem eru skráðir miðlarar með skuldabréf útgefin skv. útgáfurammanum eru:

 • Barclays Bank Plc
 • Citigroup Global Markets Limited
 • Deutsche Bank AG, London Branch
 • Goldman Sachs International
 • J.P.Morgan Securities plc
 • Merrill Lynch International
 • Morgan Stanley & Co. International plc.
 • Nomura International plc
 • UBS Limited