Fjármögnun bankans
Bankinn er fyrst og fremst fjármagnaður með innlánum en á síðustu árum hefur verið aukin áhersla á fjölbreytni í fjármögnunarleiðum bankans.
Bankinn er fyrst og fremst fjármagnaður með innlánum en á síðustu árum hefur verið aukin áhersla á fjölbreytni í fjármögnunarleiðum bankans.
Bankinn er fyrst og fremst fjármagnaður með innlánum en á síðustu árum hefur verið aukin áhersla á fjölbreytni í fjármögnunarleiðum bankans.
Við erum einn stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa hér á landi. Einng gefum við út reglulega óveðtryggð skuldabréf á innlendum markaði.
Við gefum út skuldabréf í erlendri mynt í samræmi við útgáfuramma fyrir skuldabréf í erlendri mynt (Euro Medium Term Note Programme –EMTN). Fyrsta útgáfan undir EMTN skuldabréfarammanum var í desember 2013.
Íslandsbanki er með 4,0 ma. evra fjármögnunarramma fyrir sértryggð skuldabréf. Bréfin eru gefin út samkvæmt lögum nr. 11/2008 um sértryggð skuldabréf þar sem strangar kröfur eru gerðar til útgefenda. Fjármálaeftirlitið hefur sérstakt eftirlit með útgáfunni, auk þess sem sjálfstæður skoðunarmaður sinnir eftirliti.
Fjármögnunarramminn er skráður í kauphöllina á Írlandi. Grunnlýsinguna má finna hér að neðan ásamt viðaukum.
Íslandsbanki er með staðfesta grunnlýsingu fyrir útgáfu skuldabréfa á innlendum markaði. Samkvæmt henni er bankanum gert kleift að gefa út ýmsar tegundir óveðtryggðra skuldabréfa.
Íslandsbanki er með 2,5 milljarða bandaríkjadala fjármögnunarramma vegna útgáfu skuldabréfa í erlendri mynt (Euro Medium Term Note Programme – EMTN). Fjármögnunarramminn er skráður í kauphöllina á Írlandi.
Íslandsbanki hefur skilgreint ramma utan um þau lán og fjárfestingar í eignasafni sínu sem flokkast sem sjálfbær og samanstendur hann af grænum flokki fyrir umhverfismál, bláum flokki fyrir sjálfbærar fiskveiðar og rauðum flokki fyrir félagslega uppbyggingu.
Ramminn hefur fengið jákvætt ytra álit frá Sustainalytics og byggir á svokölluðum „Green og Social Bond Principles“sem eru alþjóðleg viðmið gefin út af ICMA, og byggja á eftirfarandi fjórum stoðum: