Gott að vita

  • Til þess að stofna til viðskipta á netinu er nauðsynlegt að vera með rafræn skilríki.

  • Stofnaður er aðgangur að netbanka og appi þegar vara er keypt ef aðgangur er ekki til fyrir.

  • Þú getur stofnað debetkortareikning (launareikning) með eða án debetkorts.

  • Það er alltaf hægt að bæta við fleiri vörum og skoða þær vörur sem hafa verið keyptar í gegnum ferlið.

Spurt og svarað


Bóka tíma hjá ráðgjafa


Öll erum við með mismunandi áskoranir þegar kemur að persónulegum fjármálum. Við bjóðum upp á alhliða ráðgjöf og förum yfir þína fjármálastöðu – þér að kostnaðarlausu. Sparaðu þér tíma og pantaðu símtal. Við hringjum á þeim tíma sem hentar þér best með þínar niðurstöður að leiðarljósi. Við tökum líka á móti þér í útibúum okkar ef það hentar betur.

Skiptiþjónusta og flutningur upplýsinga


Samkvæmt lögum nr. 5/2023

Lögin tryggja að allir þeir neytendur, sem hafa lögmæta búsetu á Evrópska efnahagssvæðinu, eiga rétt á að stofna og nota almennan greiðslureikning með grunneiginleikum hjá lánastofnun. Markmiðið er einnig að auðvelda neytendum að skipta um greiðslureikning, þ.e. flytja greiðslureikning frá einum greiðsluþjónustuveitanda til annars.

Neytendur geta óskað eftir skiptiþjónustu hjá Íslandsbanka með því að senda beiðni hér. 

Skiptiþjónustan er gjaldfrjáls.

Komi upp ágreiningur um skiptiþjónustu Íslandsbanka er hægt að koma kvörtun áleiðis hér. Auk þess getur neytandi borið ágreining um skiptiþjónustu undir Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, www.nefndir.is 

Viltu vita meira um viðskipti Íslandsbanka?

Hér eru nokkur atriði sem gætu svarað þínum spurningum. Þú getur líka rætt við ráðgjafa á netspjallinu eða hringt í ráðgjafaverið. Við svörum um hæl.