Hafa samband
Við tökum ávallt vel á móti þér, hvort sem þú vilt koma í ráðgjöf eða koma á framfæri ábendingum, hrósi eða kvörtun. Hér getur þú kynnt þér ýmsar leiðir til að hafa samband við okkur.
Við tökum ávallt vel á móti þér, hvort sem þú vilt koma í ráðgjöf eða koma á framfæri ábendingum, hrósi eða kvörtun. Hér getur þú kynnt þér ýmsar leiðir til að hafa samband við okkur.
Það er einfalt að koma í ráðgjöf hjá okkur
Í samtali við ráðgjafa getur þú fengið fjölbreyttar upplýsingar sem henta þínum þörfum, t.d. um húsnæðislán.
Veldu dagsetningu og tíma sem hentar þér og vertu velkomin(n) í ráðgjöf. Flóknara er það ekki.
Ráðgjafaver er opið í síma frá kl. 9-16 og í netspjalli frá 9-16, alla virka daga. Í ráðgjafaverinu geta einstaklingar og fyrirtæki fengið alla almenna bankaþjónustu.
Íslandsbanki lítur misferli mjög alvarlegum augum. Við hvetjum þig til að láta vita ef þú hefur vitneskju eða grun um hugsanlegt misferli sem tengist starfsemi bankans á einhvern hátt.
Við höfum sett okkur stefnu um meðhöndlun kvartana í þeim tilgangi að stuðla að gagnsæju og skilvirku verklagi við meðhöndlun og úrvinnslu þeirra. Markmið okkar í samskiptum við viðskiptavini er að tryggja að kvartanir, ábendingar og önnur sambærileg erindi fái skjóta, skilvirka og sanngjarna afgreiðslu.
Kvörtunum er unnt að koma á framfæri með ýmsum samskiptaleiðum, s.s. með tölvupósti, bréfleiðis, með símtali eða á fundi. Jafnframt er hægt að senda kvörtun og ábendingu með rafrænum hætti hér. Við höldum skrá um kvartanir og meðhöndlun þeirra.
Kvörtunum er svarað eins fljótt og mögulegt er, en eigi síðar en innan fjögurra vikna. Ef ekki er talið tilefni til að bregðast við kvörtun er það rökstutt sérstaklega.
Hér eru nokkur atriði sem gætu svarað þínum spurningum. Þú getur líka rætt við ráðgjafa á netspjallinu eða hringt í ráðgjafaver. Við svörum um hæl.