Áreiðanleikakönnun


Áreiðanleikakönnun er ferli sem tilkynningaskyldir aðilar t.d. fjármálastofnanir framkvæma í þeim tilgangi að þekkja viðskiptavini sína og tryggja að viðskipti sem fara í gegnum bankann séu lögleg og örugg. Þetta er hluti af lögbundnum aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, samkvæmt lögum nr. 140/2018.

Íslandsbanka ber lagaleg skylda til að þekkja viðskiptavini sína. Svör þín í áreiðanleikakönnun eru nauðsynlegur hluti af því. Svara þarf áreiðanleikakönnun í upphafi viðskiptasambands og reglulega meðan á viðskiptasambandi stendur. Því eins og við vitum geta aðstæður geta breyst.

Sé áreiðanleikakönnun ekki svarað eða umbeiðnum gögnum ekki skilað, þá gæti komið til þess að við þurfum að takmarka aðgengi þitt að þjónustu bankans, t.d. að appi, kortum og reikningunum þínum.

Spurt og svarað