Áreiðanleikakönnun
Allir sem eiga í bankaviðskiptum þurfa að sanna að þetta séu þau í raun og veru og að peningur sem lagður er inn eða tekinn út af af bankareikning sé notaður í löglegum tilgangi.
Þess vegna þurfa viðskiptavinir að framvísa skilríkjum eða skrá sig inn með rafrænum skilríkjum ásamt því að svara ákveðnum spurningum og veita upplýsingar um í hvaða landi viðkomandi greiðir skatta.
Seðlaviðskipti
Viðskiptavinir, bæði einstaklingar og lögaðilar, sem koma með seðla yfir ákveðinni upphæð þurfa að skila inn gögnum með góðum skýringum sem sanna uppruna fjármuna áður en seðlar eru lagðir inn á reikning. Ef viðskiptavinur getur ekki sýnt fram á gögn eða skýringar er ekki tekið við seðlum. Viðskiptavinum verður því í einhverjum tilvikum vísað til gjaldkera eða ráðgjafa áður en innlögn er framkvæmd.
Verklag þetta er í samræmi við kröfur í lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.