Áreiðanleikakönnun


Allir viðskiptavinir sem eiga í viðskiptum við banka þurfa að sanna á sér deili með því að framvísa skilríkjum eða skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Þá ber bankanum einnig að spyrja ákveðinna spurninga um viðskiptasambandið og gera áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum sínum. Að lokum þurfa allir aðilar sem eiga reikning hjá íslenskum bönkum að veita upplýsingar um hvar þeir hafi skattalegt heimilisfesti.