Rafræn skil­ríki á síma


Rafræn skilríki í farsíma eru auðveld og örugg leið til að skrá sig inn í netbankann eða appið. Að auki er hægt að undirrita ýmis skjöl með skilríkjunum.

Rafræn skilríki eru vistuð á SIM-kort símans og til að nota þau þarf einungis farsíma og PIN númer að eigin vali.

Til að athuga hvort SIM kortið þitt í símanum þínum sé af réttri tegund til þess að þú getir verið með rafræn skilríki þá er hægt að fara inná vef Auðkennis

Fara inná vef Auðkennis

Kostir rafrænna skil­ríkja


Rafræn skilríki virka í flestum farsímum, óháð stýrikerfi. Hér að ofan getur þú athugað hvort SIM kortið þitt uppfylli tæknilegar kröfur fyrir rafræn skilríki.

  • Einföld og örugg innskráning í Netbanka
  • Þarft ekki að muna mörg notendanöfn
  • Eitt PIN númer fyrir marga þjónustuvefi

Auðkenn­is­númer í SMS

Hægt er að skrá sig inn í Netbanka með því að fá auðkennisnúmer sent í farsíma með SMS skilaboðum.


Við þessa auðkenningarleið skráir notandi notandanafn sitt og lykilorð og þá sendist auðkennisnúmer sem notað er til auðkenningar í netbanka. Til að geta nýtt sér þessa leið þarf notandi að vera með farsímanúmer sitt skráð í netbanka.

  • Skrá GSM númer (þú færist á stillingarsíðu netbanka, krefst innskráningar)

Auðkennisnúmer í SMS virkar einnig í útlöndum, bæði fyrir íslensk og erlend farsímanúmer. Í öllum tilvikum kostar innskráning notandann ekki neitt, þ.e. eftir nk. áramót.

Þegar um íslensk farsímanúmer er að ræða þá þarf einfaldlega að skrá númerið sjálft. Erlend farsímanúmer eru skráð þannig að fyrst er skráð 00, svo landakóðinn (td. 44) og svo númerið sjálft (td. 987654321). Allt skráð í einni talnarunu; dæmi: 0044987654321.

Til að staðfesta farsímanúmer, skrá notendur fjögurra stafa öryggisnúmer sitt í netbanka.

Spurt og svarað