Aðalfundir

Aðalfundir Íslandsbanka hf. eru haldnir eftir að bankinn hefur kynnt ársuppgjör sitt, sem er oftast í mars eða apríl ár hvert.


Á hluthafafundum fara hluthafar með æðsta vald í málefnum bankans.

Aðalfundir Íslandsbanka hf. eru haldnir eftir að bankinn hefur kynnt ársuppgjör sitt, sem er oftast í mars eða apríl ár hvert.

Á aðalfundi er m.a. kosið í stjórn bankans, endurskoðendur valdir, ársreikningur liðins árs lagður fram til samþykktar og starfskjarastefna lögð fram til samþykktar sem og ákvörðun um arðgreiðslur, auk breytinga á samþykktum bankans, þegar við á.

Heimild til setu á hluthafafundum hafa hluthafar eða fulltrúar þeirra, auk ráðgjafa. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri krónu í hlutafé og er það afl atkvæða sem ræður, nema öðruvísi sé fyrir mælt í landslögum eða samþykktum bankans. Aðalfundur er haldinn á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrri aðalfundir

Hér má finna þau gögn sem lögð hafa verið fram á aðalfundum bankans undanfarin ár.

Aðrir hluthafafundir

Fundargerðir hluthafafunda síðustu ár, utan Aðalfundar, má finna í neðangreindri töflu. Heimild til setu á hluthafafundum hafa hluthafar eða fulltrúar þeirra, auk ráðgjafa. Á hluthafafundum fylgir almennt eitt atkvæði hverjum hlut og ræður fjöldi atkvæða nema öðruvísi sé fyrir mælt í samþykktum bankans eða landslögum.