Styrkir

Íslandsbanki vill vera jákvætt hreyfiafl í nærsamfélagi sínu og styður við verkefni sem stuðla að heimsmarkmiðunum fjórum sem bankinn vinnur eftir. Þau eru: aðgerðir í loftslagsmálum, jafnrétti kynjanna, menntun fyrir alla og nýsköpun og uppbygging.


Styrkjanefnd bankans afgreiðir allar styrkumsóknir en aðrar styrkveitingar eru auglýstar sérstaklega:

Námsstyrkir

Íslandsbanki veitir námsstyrki einu sinni á ári og er tekið við umsóknum frá 1.mars til 1.maí.

Frumkvöðlasjóður

Íslandsbanki veitir styrki árlega á haustin til frumkvöðla og styður þannig við uppbyggingu á fjölbreyttu atvinnulífi.

Samstarf

Íslandsbanki styður við uppbyggingu atvinnulífs með sérstakri áherslu á sjálfbærni í sjávarútvegi og endurnýjanlega orkugjafa. Bankinn er í samstarfi og styður við eftirtalin félög:

  • Íslenski ferðaklasinn
  • Íslenski jarðvarmaklasinn
  • Íslenski sjávarklasinn
  • Konur í sjávarútvegi
  • Startup Tourism

Góð­gerða­mál

Íslandsbanki er aðal stuðningsaðili Reykjavíkurmaraþons og fór af stað með Hlaupastyrk þar sem góðgerðarfélög geta safnað áheitum. Þetta er stærsta góðgerðarsöfnun landsins þar sem hátt í tvö hundruð félög safna áheitum árlega.

Starfsfólk Íslandsbanka hefur undanfarin ár tekið þátt í Hjálparhönd en þá veitir hver starfsmaður góðgerðarfélagi aðstoð einn dag á ári en um 400 starfsmenn bankans taka þátt á hverju ári.  

Umsókn um styrk

Íslandsbanki styður valin verkefni sem efla samfélagið og vernda umhverfið með því að styrkja fólk, félagasamtök og fyrirtæki sem stuðla að jákvæðri samfélagsþróun.

Nokkur atriði sem ber að hafa í huga áður en sótt er um styrk:

  • Bankinn styrkir ekki félög, fyrirtæki eða einstaklinga til ferðalaga, hvort heldur sem er innanlands eða til útlanda.
  • Bankinn styrkir ekki stjórnmálasamtök eða einstök framboð, hvorki á vegum samtaka né einstaklinga.
  • Íslandsbanki kostar vefinn www.hlaupastyrkur.is og leggur góðgerðafélögum gott lið með því starfi. Vill styrktarnefnd Íslandsbanka hvetja góðgerðafélög í landinu til að safna hlaupurum til að hlaupa í sínu nafni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, og safna áheitum á vef Hlaupastyrks.

Vegna fjölda umsókna sem berast bankanum gefst því miður ekki færi á að svara þeim öllum. Ef svar berst ekki innan 5 vikna hefur beiðni þinni verið hafnað.

Umsókn um styrk

Fylltu út formið hér að neðan.