Reykja­víkur­maraþon

Íslandsbanki hefur verið stoltur stuðningsaðili Reykjavíkurmaraþons frá árinu 1997. Næst fer hlaupið fram þann 24. ágúst 2019.

Skráning er hafin á rmi.is

Reykja­víkur­maraþon Íslandsbanka


Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi. Hlaupurum gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni og fer áheitasöfnun fram á hlaupastyrkur.is.

Skráning

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á rmi.is. Hægt er að velja um að hlaupa maraþon (42,2 km), hálfmaraþon (21,1 km), 10 km, 3 km eða 600 m skemmtiskokk. Því ættu allir að finna vegalengd við sitt hæfi. Það er engin ástæða til að hlaupa ekki!

Skemmtiskokk


Um árabil hefur þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka boðist að hlaupa í skemmtiskokki og hefur það notið mikilla vinsælda. Hægt er að velja um að hlaupa 3 km sem hentar öllum aldurshópum eða 600 m sem er hugsað fyrir yngstu kynslóðina

Skráning er hafin!


Undirbúningur - Settu þér markmið

Það er í mörg horn að líta þegar þú undirbýrð þig fyrir hlaup. Til þess að ná árangri í æfingunum er gott að hafa æfingaáætlun og er nauðsynlegt að hafa áætlunina raunhæfa og miða við núverandi líkamsform.

Nálgastu hlaupaplan hér á síðunni og settu þér markmið fyrir 24. ágúst. Stöðugleiki í æfingum og hæg stigmögnun í álagi skiptir öllu máli þegar kemur að árangri í hlaupum. Mestur árangur næst hjá þeim sem fara ekki of hratt af stað og lágmarka þeir á sama tíma hættu á meiðslum. Að sjálfsögðu er einnig mikilvægt að huga að hollu mataræði, nægum svefni og að skóbúnaður sé við hæfi.

Náðu þér í hlaupaplan:

Hlauparáð Arnars Péturssonar


Arnar Pétursson, margfaldur verðlaunahafi í langhlaupi, fer yfir góð ráð fyrir hlaup


Allir þátttakendur sem nýta sér hlaupaplan frá Arnari Péturssyni gera það á eigin ábyrgð. Íslandsbanki hf. ber ekki ábyrgð á heilsu þátttakenda á æfingunum, hvorki á meðan þeim stendur né í tengslum við þær. Þá ábyrgist Íslandsbanki ekki beint eða óbeint tjón, hvorki líkamlegt, andlegt né fjárhagslegt, sem þátttakendur verða fyrir vegna þátttöku