Reykja­víkur­maraþon

Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 18. september, hefur verið aflýst en við hvetjum hlaupara til að hlaupa sína leið og halda áfram að safna áheitum.

Einnig er hægt er að styrkja öll góðgerðafélögin með beinum framlögum með því að senda SMS skilaboð í númerið 1900. 

Nánari upplýsingar inn á rmi.is

Styrktu gott málefni

Hlauptu þína uppáhalds hlaupaleið og styrktu gott málefni.

Hlauptu til góðs


Þó svo ekki sé hægt að halda maraþonið í ár hvetjum við hlaupara til að hlaupa sína leið og halda áfram að safna áheitum. Einnig er hægt er að styrkja öll góðgerðafélögin með beinum framlögum með því að senda SMS skilaboð.

Hlauptu það borgar sig


Hlauptu þína leið og styrktu gott málefni á hlaupastyrkur.is

Undirbúningur - settu þér markmið


Það er í mörg horn að líta þegar þú undirbýrð þig fyrir hlaup. Til þess að ná árangri í æfingunum er gott að hafa æfingaáætlun og er nauðsynlegt að hafa áætlunina raunhæfa og miða við núverandi líkamsform.

Nálgastu hlaupaplan hér á síðunni og settu þér markmið fyrir 18. september. Stöðugleiki í æfingum og hæg stigmögnun í álagi skiptir öllu máli þegar kemur að árangri í hlaupum. Mestur árangur næst hjá þeim sem fara ekki of hratt af stað og lágmarka þeir á sama tíma hættu á meiðslum. Að sjálfsögðu er einnig mikilvægt að huga að hollu mataræði, nægum svefni og að skóbúnaður sé við hæfi.

Náðu þér í hlaupaplan:

Allir þáttakendur sem nýta sér hlaupaplan frá Arnari Péturssyni gera það á eigin ábyrgð. Íslandsbanki hf. ber ekki ábyrgð á heilsu þátttakenda á æfingunum, hvorki á meðan þeim stendur né í tengslum við þær. Þá ábyrgist Íslandsbanki ekki beint eða óbeint tjón, hvorki líkamlegt, andlegt né fjárhagslegt, sem þátttakendur verða fyrir vegna þátttöku