Frumkvöðlasjóður

Búið er að úthluta úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka fyrir árið 2019.

Alls voru veittar 30,5 milljónir króna til níu verkefna. Sjóðnum bárust alls 140 umsóknir um styrki.

Við úthlutun styrkja var horft til verkefna sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur ákveðið að starfa eftir.

Nánar um stykþega ársins 2019 hér.

Heimsmarkmiðin fjögur

  • Aðgerðir í loftslagsmálum

  • Jafnrétti kynjanna

  • Menntun fyrir alla

  • Nýsköpun og uppbygging

Markmið sjóðsins


Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja við bakið á frumkvöðlaverkefnum sem stuðla að ofangreindum heimsmarkmiðum sem bankinn vinnur eftir. Íslandsbanki greiðir 0,1% mótframlag í sjóðinn af innstæðu Vaxtasprota innlánsreikninga bankans á ársgrundvelli.

Stjórn sjóðsins er tilnefnd af bankastjóra Íslandsbanka og ber ábyrgð á að móta og taka ákvörðun um fjárfestingastefnu sjóðsins.

Stjórn sjóðsins


  • Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
  • Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð
  • Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka 

Úthlutunarreglur Frumkvöðlasjóðs voru samþykktar á stjórnarfundi haustið 2019. 

Sjóðsstjórn mun úthluta fé einu sinni  á ári til verkefna og auglýsir eftir umsóknum samkvæmt úthlutunarreglum.

Íslandsbanki leggur til stofnframlag og greiðir 0,1% mótframlag af innstæðu á Vaxtarsprota, reikningum bankans á ársgrundvelli.

Fyrirspurnir sendist á netfangið: frumkvodlasjodur@islandsbanki.is.