Úthlutunarreglur fyrir Frumkvöðlasjóð


 

  1. Úthlutanir skulu vera í samræmi við tilgang og markmið sjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að styrkja frumkvöðlaverkefni og nýsköpun í íslensku samfélagi sem hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi
  2. Sjóðurinn auglýsir eftir umsóknum um styrki og úthlutar einu sinni á ári.
  3. Í auglýsingu styrkja skal koma fram: a. Upplýsingar um tilgang og stefnu sjóðsins b. Úthlutunardagur c. Umsóknarfrestur d. Upphæðir sem hægt er að sækja um e. Að umsóknareyðublöð verði aðgengileg á www.islandsbanki.is
  4. Umsókn skal vera á rafrænum eyðublöðum sjóðsins. Með umsóknum skal fylgja, eftir því sem við á, greinargóð lýsing á verkefninu, verk- og tímaáætlun, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun), upplýsingar um aðra fjármögnun verkefnis, ársreikningur og upplýsingar um eignarhald og rekstrarform.
  5. Stjórn sjóðsins er heimilt að skipa úthlutunarnefnd sem fer yfir umsóknir og gerir tillögur til stjórnar um úthlutun styrkja. Stjórn sjóðsins hefur heimild til að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsækjendum svo sem um viðskiptasögu, auk þess sem sjóðnum er heimilt að kanna stöðu umsækjenda í vanskilaskrá. Ávallt skal þó afla skriflegs samþykkis frá umsækjanda áður en staða hans í vanskilaskrá er könnuð. Úthlutunarnefnd eða stjórn sjóðsins skal, eftir því sem tilefni er til, bera umsóknir undir sérfræðinga á því sviði sem sótt er um. Stjórn sjóðsins er heimilt að hafna öllum umsóknum, ef verkefni sem sótt er um styrk fyrir, falla ekki innan tilgangs eða markmiðs sjóðsins eða uppfylli að öðru leyti ekki þær kröfur sem gerðar eru til verkefna.
  6. Umsækjandi ábyrgist að fullnægjandi leyfi séu fyrir þeirri starfsemi sem styrkumsóknin nær til.
  7. Heimilt er að greiða hluta styrks við undirritun samnings eða við framlagningu framvinduskýrslu (áfangaskýrslu) en lokagreiðsla fer fram þegar lokaskýrsla hefur borist og hún samþykkt. Nánar skal kveða á um fyrirkomulag greiðslu í samningi.