Sjálfbærni­stefna og mark­mið

Íslandsbanki stefnir að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og að bankinn sé hreyfiafl til góðra verka

Sjálfbærnistefna Íslandsbanka


Stefna Íslandsbanka um sjálfbærni miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi út frá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS).

Íslandsbanki stefnir á að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu.

Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að víðtæku samstarfi um ábyrga viðskiptahætti sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs og styðja við aðgerðaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum og um leið heimsmarkmið SÞ.

Rekstur verði til fyrirmyndar


Markmið Íslandsbanka er að rekstur hans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi.Íslandsbanki horfir því ekki einungis til fjárhagslegra markmiða sem tengjast arðsemi og hagkvæmni, heldur einnig til UFS-viðmiða í rekstri sínum:

  • Umhverfisleg viðmið fjalla um hvernig Íslandsbanki gætir að umhverfislegum áhrifum í starfsemi sinni og styður m.a. við heimsmarkmið SÞ um aðgerðir í loftslagsmálum.
  • Félagsleg viðmið lúta að því hvernig bankinn kemur fram við starfsfólk, birgja, viðskiptavini og samfélagið sem hann starfar í og styður þannig m.a. við heimsmarkmið SÞ um menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna og nýsköpun og uppbyggingu.
  • Stjórnarháttaviðmið snúa að stjórn bankans og stjórnendum, innra eftirliti og réttindum hluthafa.

Íslandsbanki sem hreyfiafl til góðra verka


Íslandsbanki vill sýna gott fordæmi með því að láta verkin tala og ávinna sér og viðhalda þannig trausti viðskiptavina. Bankinn leitast eftir virkum samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila um ábyrga viðskiptahætti sem er ein af lykilforsendum þess að bankinn sé hreyfiafl til góðra verka.

Einingar bankans koma að setningu tímasettra og mælanlegra markmiða ásamt aðgerðaráætlun

Sjálfbærnimarkmið til 2025

Undirmarkmið fyrir árið 2023

Tenging við Heimsmarkmið SÞ

Kolefnishlutleysi að fullu fyrir árið 2040

Birta markmið um samdrátt í kolefnisspori fyrir fleiri atvinnugreinar í lánasafni bankans – sjávarútveg, landbúnað og byggingariðnaði

Halda að minnsta kosti 25 fundi með viðskiptavinum fyrirtækja til þess að ræða sjálfbærni og kolefnishlutleysi

Aðgerðir í loftlagsmálum

Bjóða upp á sjálfbært vöruframboð

Auka hlut sjálfbærra fyrirtækjalána í lánasafninu í 15%

Markaðssetja a.m.k. tvær nýjar sjálfbærar vörur fyrir einstaklinga

Menntun fyrir alla

Jafnrétti kynjanna

Nýsköpun og uppbyggingu

Aðgerðir í loftslagsmálum

Hvetja til fjölbreytileika og þátttöku allra með vöruframboði*

Huga sérstaklega að jafnrétti og þátttöku allra á fundum og fræðslu fyrir viðskiptavini

Kynna til leiks vegferðir fyrir einstaklinga sem eru að flytja erlendis frá

Jafnrétti kynjanna

Fjölbreytileiki og þátttaka allra á vinnustað*

Jafnréttisráð að fullu starfhæft. Aðgerðaráætlun og markmið sett og fylgt eftir af framkvæmdarstjórn

Stefnt er að hlutfall kvenna í fjárfestingarbanka verði 35% og 30% í upplýsingatækni

Menntun fyrir alla

Jafnrétti kynjanna

Samstarf við birgja og samstarfsaðila sem beita sér fyrir sjálfbærni

Birgjamat framkvæmt á 30 stærstu birgjum á sviði upplýsingatækni

Siðareglur birgja uppfærðar og hlutfall birgja sem hafa skrifað undir siðareglurnar (eða sett sér sambærilegar reglur) hækkað úr 45% í >75%

Menntun fyrir alla

Jafnrétti kynjanna

Nýsköpun og uppbyggingu

Aðgerðir í loftslagsmálum

Mæla sjálfbærniáhættu, skilgreina ábyrgð á málaflokk og auka við upplýsingagjöf

Framkvæma og birta frummat á áhættum og tækifærum tengdum líffræðilegum fjölbreytileika

Þróa áfram og innleiða UFS-áhættumat á lántakendum. Meta öll stærri fyrirtæki fyrir árslok og gera ESG áhættumat að skyldu fyrir öll ný fyrirtækjalán >150m.kr.

Menntun fyrir alla

Jafnrétti kynjanna

Nýsköpun og uppbyggingu

Aðgerðir í loftslagsmálum

Styðja við fjögur af heimsmarkmiðum SÞ

Aukin áhersla á fræðslu þvert á bankann í tengslum við heimsmarkmiðin og sjálfbær fjármál

Stuðningur við menntun fyrir alla með því að gefa tölvubúnað til að minnsta kosti 5 frjálsra félagasamtaka / menntastofnana

Menntun fyrir alla

Jafnrétti kynjanna

Nýsköpun og uppbyggingu

Aðgerðir í loftslagsmálum

*Uppfærð markmið fyrir 2025 sem endurspegla aukna áherslu á vöru og þjónustuframboð sem hvetur til fjölbreytileika og þátttöku allra