Sjálfbærnistefna og markmið
Íslandsbanki stefnir að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og að bankinn sé hreyfiafl til góðra verka
Íslandsbanki stefnir að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og að bankinn sé hreyfiafl til góðra verka
Stefna Íslandsbanka um sjálfbærni miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi útfrá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS).
Íslandsbanki stefnir á að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu.
Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að víðtæku samstarfi um ábyrga viðskiptahætti sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs og styðja við aðgerðaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum og um leið heimsmarkmið SÞ.
Markmið Íslandsbanka er að rekstur hans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi.Íslandsbanki horfir því ekki einungis til fjárhagslegra markmiða sem tengjast arðsemi og hagkvæmni, heldur einnig til UFS-viðmiða í rekstri sínum:
Íslandsbanki vill sýna gott fordæmi með því að láta verkin tala og ávinna sér og viðhalda þannig trausti viðskiptavina. Bankinn leitast eftir virkum samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila um ábyrga viðskiptahætti sem er ein af lykilforsendum þess að bankinn sé hreyfiafl til góðra verka.
Einingar bankans koma að setningu tímasettra og mælanlegra markmiða ásamt aðgerðaráætlun
Sjálfbærnimarkmið til 2025 | Undirmarkmið fyrir árið 2021 | Tenging við Heimsmarkmið SÞ |
Kolefnishlutleysi í rekstri bankans | 33% lækkun á kolefnisspori tengdu rekstri bankans frá 2019-2021 (50% lækkun frá 2019-2024). Klára fyrstu umferð í mati á „fjármögnuðum útblæstri“ byggt á fyrirliggjandi gögnum í samræmi við PCAF staðal . | Aðgerðir í loftlagsmálum |
Bjóða upp á sjálfbært vöruframboð | Klára flokkun á núverandi lánasafni út frá sjálfbærum fjármálaramma, markmið sett um aukningu. Markaðssetja a.m.k. 3 nýjar sjálfbærar vörur, þar af 2 á fyrstu 6 mánuðum ársins. | Menntun fyrir alla Jafnrétti kynjanna Nýsköpun og uppbyggingu Aðgerðir í loftslagsmálum |
Jafnari kynjahlutföll | Tryggja að hlutfall karla eða kvenna verði ekki undir 40% í stjórnendateymi bankans. Aðgerðaáætlun og mælanleg markmið um fjölgun kvenna í fjárfestingarbanka og í UT. | Jafnrétti kynjanna |
Fjölbreytileiki og þátttaka allra | Leggja mat á fjölbreytileika með Equileap mælitækinu í samstarfi við Nordic CEO´s. Gera í kjölfar mælinga aðgerða- og fræðsluáætlun um fjölbreytileika og þátttöku allra. | Menntun fyrir alla Jafnrétti kynjanna |
Samstarf við birgja | Hitta 20 stóra birgja árlega og auka áherslu á sjálfbærnikröfur jafnt og þétt. Ferlar mótaðir til að tryggja fylgni við siðareglur birgja og bregðast við atvikum sem koma upp. | Menntun fyrir alla Jafnrétti kynjanna Nýsköpun og uppbyggingu Aðgerðir í loftslagsmálum |
Mæla sjálfbærniáhættu, skilgreina ábyrgð á málaflokk og auka við upplýsingagjöf | Sjálfbærniáhættumat út frá UFS viðmiðum inn í formlegt verklag við veitingu stærri útlána. Birta sjálfbærniupplýsingar vegna ársins 2020 í samræmi við TCFD viðmið. | Menntun fyrir alla Jafnrétti kynjanna Nýsköpun og uppbyggingu Aðgerðir í loftslagsmálum |
Styðja við fjögur af heimsmarkmiðum SÞ | Innleiðing á sjálfbærnidagatali sem styðja við heimsmarkmiðin og >60% þátttaka í Hjálparhönd. Úthlutun úr Frumkvöðlasjóði og uppfærsla á styrkjastefnu taki mið af heimsmarkmiðum SÞ. | Menntun fyrir alla Jafnrétti kynjanna Nýsköpun og uppbyggingu Aðgerðir í loftslagsmálum |