Sjálfbærni­stefna og mark­mið

Íslandsbanki stefnir að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og að bankinn sé hreyfiafl til góðra verka

Sjálfbærnistefna Íslandsbanka


Stefna Íslandsbanka um sjálfbærni miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi út frá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS).

Íslandsbanki stefnir á að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu.

Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að víðtæku samstarfi um ábyrga viðskiptahætti sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs og styðja við aðgerðaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum og um leið heimsmarkmið SÞ.

Rekstur verði til fyrirmyndar


Markmið Íslandsbanka er að rekstur hans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi.Íslandsbanki horfir því ekki einungis til fjárhagslegra markmiða sem tengjast arðsemi og hagkvæmni, heldur einnig til UFS-viðmiða í rekstri sínum:

  • Umhverfisleg viðmið fjalla um hvernig Íslandsbanki gætir að umhverfislegum áhrifum í starfsemi sinni og styður m.a. við heimsmarkmið SÞ um aðgerðir í loftslagsmálum.
  • Félagsleg viðmið lúta að því hvernig bankinn kemur fram við starfsfólk, birgja, viðskiptavini og samfélagið sem hann starfar í og styður þannig m.a. við heimsmarkmið SÞ um menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna og nýsköpun og uppbyggingu.
  • Stjórnarháttaviðmið snúa að stjórn bankans og stjórnendum, innra eftirliti og réttindum hluthafa.

Íslandsbanki sem hreyfiafl til góðra verka


Íslandsbanki vill sýna gott fordæmi með því að láta verkin tala og ávinna sér og viðhalda þannig trausti viðskiptavina. Bankinn leitast eftir virkum samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila um ábyrga viðskiptahætti sem er ein af lykilforsendum þess að bankinn sé hreyfiafl til góðra verka.

Einingar bankans koma að setningu tímasettra og mælanlegra markmiða ásamt aðgerðaráætlun

Sjálfbærnimarkmið til 2025

Undirmarkmið fyrir árið 2022

Tenging við Heimsmarkmið SÞ

Kolefnishlutleysi að fullu fyrir árið 2040*

40% lækkun á kolefnisspori tengdu rekstri bankans frá 2019-2022

Kynna opinberlega staðfest vísindaleg markmið heildarútblásturs til skamms- og meðallangs-tíma

Aðgerðir í loftlagsmálum

Bjóða upp á sjálfbært vöruframboð

Lána 40 ma.kr. til viðbótar í sjálfbær lán

Auka aðgengi og þekkingu viðskiptavina á sjálfbærum sparnaðarmöguleikum

Menntun fyrir alla

Jafnrétti kynjanna

Nýsköpun og uppbyggingu

Aðgerðir í loftslagsmálum

Hvetja til fjölbreytileika og þátttöku allra með vöruframboði**

Greina tækifæri til að valdefla konur og jaðarsetta hópa með vörum, fræðslu og annarri þjónustu

Greina lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem falla undir jafnréttisflokk sjálfbærs fjármálaramma

Jafnrétti kynjanna

Fjölbreytileiki og þátttaka allra á vinnustað**

Stofna jafnréttisráð og halda a.m.k. átta fræðslufundi með áherslu á fjölbreytileika og þátttöku allra

Stefnt er að hlutfall kvenna í fjárfestingarbanka verði 25% og 30% í upplýsingatækni

Menntun fyrir alla

Jafnrétti kynjanna

Samstarf við birgja og samstarfsaðila sem beita sér fyrir sjálfbærni

Hitta a.m.k. 10 mikilvæga birgja og ræða sjálfbærni og loftlagsmarkmið

Tryggja að frammistaða á sviði sjálfbærni vegi a.m.k. 10% í ákvörðunartöku í formlegum útboðsferlum

Menntun fyrir alla

Jafnrétti kynjanna

Nýsköpun og uppbyggingu

Aðgerðir í loftslagsmálum

Mæla sjálfbærniáhættu, skilgreina ábyrgð á málaflokk og auka við upplýsingagjöf

Upplýsingagjöf um heildarkolefnisspor bankans 2021 til verkefnisins Carbon Disclosure Project (CDP)

Hækka hlutfall UFS áhættumetinnar útlánaáhættu úr 34% í 70% (að undanskildum lánum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja sem ekki er stefnt að því að meta)

Menntun fyrir alla

Jafnrétti kynjanna

Nýsköpun og uppbyggingu

Aðgerðir í loftslagsmálum

Styðja við fjögur af heimsmarkmiðum SÞ

Áframhaldandi dagskrá fræðsluviðburða og vinnustofa í tengslum við sjálfbærnidagatal bankans

Stefnt að >60% þátttöku í Hjálparhönd og hvetja til tengingar við heimsmarkmiðin

Menntun fyrir alla

Jafnrétti kynjanna

Nýsköpun og uppbyggingu

Aðgerðir í loftslagsmálum

*Uppfært markmið samþykkt af stjórn í apríl 2021

**Uppfærð markmið fyrir 2025 sem endurspegla aukna áherslu á vöru og þjónustuframboð sem hvetur til fjölbreytileika og þátttöku allra