Samstarfsaðilar

Víðtæk þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi er lykillinn að því að ná sem mestum árangri. Íslandsbanki hefur í gegnum tíðina álitið það mikilvægt að taka þátt í alþjóðlegum skuldbindingum sem og styðja við innlendan samstarfsvettvang á sviði sjálfbærni.

United Nations Global Compact


Íslandsbanki hefur fylgt meginreglum Sameinuðu þjóðanna, UN Global Compact, um samfélagslega ábyrgð síðan 2009. Reglurnar sem eru 10 talsins á sviði mannréttinda, starfsmannamála, umhverfismála og aðgerða gegn spillingu, setja ákveðinn ramma utan um starfsemi bankans og skilar bankinn árlega framvinduskýrslu til SÞ.

Fara á vef United Nations Global Compact

TCFD

Task Force on Climate-related Financial Disclosures


Íslandsbanki gerðist á árinu 2020 fyrsti íslenski stuðningsaðilinn við Task Force on Climate-related Financial Disclosures (TCFD). Í áhættuskýrslu bankans (Pillar 3) fyrir árið 2020 er í fyrsta sinn sérstakur kafli um sjálfbærni- og loftlagsáhættu sem fylgir alþjóðlegum TCFD viðmiðum.

Fara á vef TCFD

Principles for Responsible Investment

Viðmið Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (Íslandssjóðir)


UN PRI eru samtök fjárfesta, sjóðafyrirtækja og greinenda sem hafa það að markmiði að innleiða umhverfis- og samfélagssjónarmið, auk góðra stjórnarhátta, í ákvarðanatöku við fjárfestingarákvarðanir. Íslandssjóðir hafa verið aðili að UN PRI síðan desember 2017.

Fara á vef Principles for Responsible Investment

CFO Coalition for the SDGs

UN Global Compact


Fjármálastjóri bankans tekur þátt í samtalsvettvangi annarra fyrirtækja víðsvegar um heiminn um strauma og stefnur í sjálfbærum fjármálum. Vettvangurinn er á vegum Global Compact og hefur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Fara á vef UN Global Compact

Iceland SIF

samtök um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi


Íslandsbanki var einn af stofnaðilum IcelandSIF árið 2017. Tilgangur samtakanna er að efla þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga og auka umræður um slíkar fjárfestingar.

Fara á vef Iceland SIF

Principles for Responsible banking

Viðmið Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi


Íslandsbanki hefur samþykkt að fylgja nýjum viðmiðum SÞ um ábyrga bankastarfsemi. Þessi viðmið voru þróuð af 30 alþjóðlegum bönkum í samvinnu við United Nations Environmental Programme - Financial Initiative (UNEF - FI) og eru þau sex talsins: fylgni, áhrif og markmið, viðskiptavinir, hagsmunaaðilar, stjórnarhættir og menning, gagnsæi og ábyrgðarskylda. Bankinn mun leitast við að innleiða viðmiðin í starfsemi sinni og skýrslugjöf. Ennfremur verður alþjóðlegt samstarf skoðað á þessu sviði.

Fara á vef Principles for Responsible Banking

PCAF

Partnership for Carbon Accounting Financials


Bankinn tilkynnti á haustmánuðum 2020 að hann muni taka þátt í alþjóðlegu verkefni nefnt PCAF (e. Partnership for Carbon Accounting Financials) sem miðar að því að búa til loftslagsmæli sem er sérsniðinn að fjármálafyrirtækjum og er ætlað að gera þeim kleift að mæla og greina frá kolefnislosun í lána- og eignasafni þeirra. Með þátttöku skuldbindur bankinn sig til að mæla og birta opinberlega innan þriggja ára upplýsingar um útblástur gróðurhúsalofttegunda sem rekja má til starfsemi lántaka bankans. PCAF byggir á vísindalegum mælingum og setur upp mælikvarða sem eru sambærilegir á alþjóðavettvangi.

Fara á vef Carbon Accounting Financials (PCAF).

Nordic CEOs

for a Sustainable Future


Samtök norrænna forstjóra um sjálfbæra framtíð voru stofnuð árið 2018. Tilgangur þeirra er að hvetja til sameiginlegrar forystu og aðgerða í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum. Samtökin eiga virkt samtal við forsætisráðherra Norðurlanda um sjálfbærni og aðgerðir því tengt. Forstjórar þeirra fyrirtækja sem eiga aðild að samtökunum eru í forsvari fyrir fyrirtæki sem velta yfir 115 milljörðum evra. Hjá þeim starfa rúmlega 170 þúsund manns.

Í júlí 2020 funduðu forstjórarnir í gegnum fjarfundarbúnað með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands og Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs. Fyrirtækin kynntu skuldbindingar sínar og aðgerðir í loftslagsmálum, jafnréttismálum og fjölbreytileika og ræddu tækifæri til samstarfs. Einnig voru ræddar tillögur fyrirtækjanna um hvað stjórnvöld geta gert til að flýta fyrir aukinni sjálfbærnivæðingu. Samtalið var framhald af fyrri fundi aðilanna frá ágúst 2019 í Reykjavík. Þar var rætt um sameiginlegar áskoranir ríkjanna og fyrirtækja um sjálfbærni, aðgerðir í loftslagsmálum og mikilvægi fjölbreytileika í atvinnulífinu með jafnrétti að leiðarljósi og mikilvægi þess að uppfylla heimsmarkmið SÞ með bættum viðskiptaháttum og auknu samstarfi einkageirans og hins opinbera.

Fara á vef Nordic CEO's

Festa

miðstöð um samfélagsábyrgð


Festa var stofnuð árið 2011 af Íslandsbanka, Landsbankanum, Landsvirkjun, Rio Tinto Alcan á Íslandi, Símanum og Össuri. Hlutverk Festu er að auka þekkingu á samfélagsábyrgð fyrirtækja og stofnana til að tileinka sér samfélagslega ábyrga starfshætti og stuðla að aukinni sjálfbærni. Þá hefur bankinn undirritað loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar frá árinu 2015.

Fara á vef Festu

Net-Zero Banking Alliance

Alþjóðlegt samstarf banka um kolefnishlutleysi


Íslandsbanki var í apríl 2021 stofnaðili alþjóðlegs samstarfs banka sem sett hafa sér markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2050 (e. Net Zero Bank Alliance). Í árslok 2021 voru yfir 100 bankar frá 40 löndum aðilar að samstarfinu, en þessir bankar standa að baki rúmlega 40% eigna banka í heiminum.

Fara á vef Net-Zero Banking Alliance