Mannauðstefna Íslandsbanka í hnotskurn
Mannauðs píramídi Íslandsbanka endurspeglar mannauðsstefnu bankans og þá lykilþætti mannauðsstefnunnar í fjórum þrepum.
Starfskjör og hlunnindi: Samkeppnishæf kjör og hlunnindi eru ein af lykilforsendum þess að laða að, ráða og halda í gott og traust starfsfólk og er liður í því að skapa eftirsóknarverðan vinnustað.
Ráðningar og móttaka: Mikil áhersla er lögð á faglegt ráðningarferli og kemur mannauðssvið að öllum ráðningum bankans. Þegar nýtt starfsfólk hefur tekið til starfa fær það stuðning, fræðslu og öll úrræði til þess að komast vel og örugglega inn í starfið
Mannauðurinn: Stærsta auðlind bankans og því er lögð mikil áhersla á að efla starfsfólk til vaxtar og þróunar, stuðla að heilsu þess og vellíðan og skapa nútímalegt vinnuumhverfi með jákvæðri og uppbyggilegri vinnustaðarmenningu.
Helgun: Á sér stað þegar grunnþörfum starfsfólks hefur verið mætt. Ef vel er staðið að fyrstu þrepum píramídans má auka líkur á því að starfsfólk sé helgað vinnustaðnum og því líði vel.
Jafnrétti, fjölbreytni og mannréttindi ramma píramídann inn og eru grundvallaratriði í daglegum störfum Íslandsbanka. Ekki verður liðin hverskyns mismunun, einelti eða áreitni. Markmiðið er að skapa eftirsóknarverðan vinnustað og styðja við velferð alls starfsfólks bankans.
Yst í píramídanum má svo sjá gildi Íslandsbanka; framsækni, fagmennska og samvinna sem eru alltaf höfð að leiðarljósi í okkar vinnu.