Stefna Íslandsbanka

Saman erum við hreyfiafl til góðra verka svo þú náir árangri. Framtíðarsýn bankans er að vera #1 þjónustu og er hún höfð að leiðarljósi í starfsemi bankans.

Hlutverk, gildi og framtíðarsýn


Vorið 2019 mótuðu starfsmenn sameiginlega hlutverk og gildi bankans. Hlutverk okkar er að vera hreyfiafl til góðra verka svo þú náir árangri. Gildi bankans eru kjarni fyrirtækjamenningar og móta þau hegðun og hugarfar starfsmanna. Gildi bankans eru:

  • ELDMÓÐUR
  • FAGMENNSKA
  • SAMVINNA

Framtíðarsýn bankans er að vera #1 í þjónustu. Þessi sýn er höfð að leiðarljósi í allri starfsemi bankans. Árið 2018 mældist Íslandsbanki hæst íslenskra fjármálafyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni. Bankinn hefur verið efstur á bankamarkaði í Íslensku ánægjuvoginni frá árinu 2013.