Stefna Íslandsbanka

Saman erum við hreyfiafl til góðra verka svo þú náir árangri. Framtíðarsýn bankans er að vera #1 þjónustu og er hún höfð að leiðarljósi í starfsemi bankans.

Úr stefnupíramída í stefnuhús


Með nýrri stefnu bankans er stefnupíramídinn leystur af með stefnuhúsi. Nýr sameiginlegur tilgangur bankans í samfélaginu hefur nú verið skilgreindur sem „saman erum við hreyfiafl til góðra verka svo þú náir árangri“ eða í stuttu máli „hreyfiafl til góðra verka.“

Einnig hafa ný gildi verið valin fyrir bankann sem eru kjarni fyrirtækjamenningar og móta hegðun og hugarfar starfsmanna:

  • eldmóður
  • fagmennska
  • samvinna

Starfsfólk valdi hinsvegar í kosningu á stefnumótunardeginum í mars 2019 að viðhalda sömu framtíðarsýn Íslandsbanka um að vera #1 í þjónustu og er hún höfð að leiðarljósi í daglegri starfsemi bankans.