Stefna Íslandsbanka

Bankinn starfar í dag eftir stefnu sem samþykkt var af stjórn í upphafi árs 2019 í kjölfar víðtækrar vinnu með aðkomu viðskiptavina, starfsmanna og annarra hagaðila

Úr stefnupíramída í stefnuhús


Samkvæmt stefnunni er tilgangur Íslandsbanka að vera hreyfiafl til góðra verka og framtíðarsýnin er að veita viðskiptavinum ávallt bestu bankaþjónustuna. Til þess að styðja við þann árangur sem bankinn ætlar sér með nýrri stefnu voru jafnframt skilgreindar sjö stefnuáherslur til fimm ára sem skiptast í tvo flokka: Annars vegar að skerpa fókusinn og ná fram einföldun og aukinni skilvirkni og hins vegar að hugsa stórt og þannig tryggja samkeppnisforskot til framtíðar.