Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki styrkir 15 frumkvöðlaverkefni um 40 milljónir króna

Styðja verkefni sem stuðla að þeim heimsmarkmiðum sem Íslandsbanki leggur sérstaka áherslu á.


Fimmtán fyrirtæki hlutu í dag styrki frá 1,0 til 5,0 milljónum króna í árvissri úthlutun Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka. Heildarupphæð styrkjanna nam 40 milljónum króna. 

Sjóðnum berast ávallt margar umsóknir en að þessu sinni voru þær 90. Frá stofnun hefur sjóðurinn nú styrkt margvísleg verkefni um 165 milljónir króna. 

Markmið Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja við bakið á frumkvöðlaverkefnum sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur valið að leggja sérstaka áherslu á. Markmiðin eru Menntun fyrir alla, Jafnrétti kynjanna, Nýsköpun og uppbygging og Aðgerðir í loftslagsmálum. Þá er rekstur sjóðsins í samræmi við samfélagsstefnu Íslandsbanka sem sett hefur sér að vera hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu.

Gaman er að sjá þá miklu grósku sem til staðar er í íslensku frumkvöðlastarfi og endurspeglast í þeim fjölda umsókna sem við fáum á hverju ári um styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Verkefnin eru afar fjölbreytt en eiga sammerkt að vera afar spennandi, ríkur vilji í að bæta heiminn og taka þátt í framtíðarhagvexti íslensk samfélags.  Afar ánægjulegt er að geta með þessum hætti stutt framgang íslensks hugvits.
Una Steinsdóttir
Framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka er fjármagnaður með 0,1% mótframlagi Íslandsbanka af innstæðum Vaxtasprota sparnaðarreikninga á ársgrundvelli. Stjórn sjóðsins er óbreytt á milli ára, en hana skipa Ari Kristinn Jónsson, forstjóri AwareGO  og fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, og Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.  

Verkefnin sem Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkti í ár eru: