Svip­mynd af Íslandsbanka

Svip­mynd af Íslandsbanka

Saman erum við hreyfiafl til góðra verka svo þú náir árangri

Með hlutverkið „saman erum við hreyfiafl til góðra verka svo að þú náir árangri” og framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjú viðskiptasvið þétt saman til þess að tryggja góð sambönd við viðskiptavini bankans.

 • Íslandsbanki er leiðandi fjármálafyrirtæki á Íslandi.
 • Heildareignir að fjárhæð 1.199 milljarðar króna.
 • Eiginfjárhlutfall sem nam 22,4% í árslok 2019.
 • Markaðshlutdeild á bilinu 25-40% á innanlandsmarkaði í árslok 2019.

Ávörp


Ávarp bankastjóra

Umhverfi banka er sífellt að þróast í nýjar áttir sem felur í sér spennandi tækifæri en jafnframt ógnir sem vert er að huga að.

  Lesa ávarp bankastjóra

  Ávarp stjórnarformanns

  Árið 2019 einkenndist af varnarbaráttu fyrir íslenskt efnahagslíf eftir uppgangstíma undanfarinna ára.

   Lesa ávarp stjórnarformanns

   Efnahagságrip

   Eftir gjöfult hagvaxtarskeið er hafinn aðlögunartími í íslensku hagkerfi

   Góðu heilli eru fjölmargar stoðir íslenska hagkerfisins býsna sterkar um þessar mundir og er útlit fyrir að aðlögunin verði fremur léttbær og lífskjör þorra landsmanna haldi áfram að vera eins og best gerist meðal landa heims.

   Íslandsbanki sem hreyfiafl


   Með samvinnu erum við #1 í þjónustu

   Einstaklingar

   “Á árinu 2019 sáum við mikla aukningu í notkun á stafrænum lausnum bankans en við höfum í samvinnu við viðskiptavini

   hannað lausnir sem nýtast í daglegri bankaþjónustu. Nýtt app og húsnæðislausn hafa fengið frábærar móttökur, auk þess að stuðla að sjálfbærari rekstri og betri þjónustu. Vegferðin heldur áfram á nýju ári en innan skamms geta viðskiptavinir endurfjármagnað stafrænt og skráð sig í verðbréfaviðskipti með einföldum hætti. Á árinu lögðum við mikla áherslu á upplifun barna í útibúum og hættum að gefa plastgjafir en þetta er í samræmi við þau heimsmarkmið sem bankinn fylgir. Við erum spennt fyrir nýju ári þar sem við munum halda áfram að veita bæði persónulega og stafræna þjónustu í takt við okkar viðskiptavini.“

   Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir Framkvæmdastjóri Einstaklinga

    Viðskiptabanki

    „Það er ánægjulegt að enn eitt árið er Íslandsbanki að mælast hæstur í Fyrirtækjavagni Gallup. Við erum afgerandi þegar kemur að þjónustu ográðgjöf, mælumst með hæstu meðmælavísitöluna (NPS) og erum í forystu þegar spurt er um hver sé í fararbroddi á fyrirtækjamarkaði. Vöxtur útlána var vel viðunandi á árinu þrátt fyrir ýmsar áskoranir í efnahagslífinu, sem einkenndist af áföllum í ferðaþjónustu, samdrætti í bílasölu og óvissu í kjaraviðræðum. Væntingavísitala fyrirtækja var í samræmi við þetta fyrri part árs en eftir því sem leið á árið fundum við fyrir meiri þrótti og bjartsýni. Með frumkvöðlastarfi og nýsköpun eru lítil og meðalstór fyrirtæki drifkraftur sköpunar og um leið nýrra starfa og nýrra tækifæra. Frumkvöðlastarf og nýsköpun er því lykillinn að frekari framþróun í efnahagslífinu sem við ætlum að styðja við með góðri, persónulegri og stafrænni þjónustu í hraðvaxandi samkeppnisumhverfi á fjármálamarkaði.“

    Una Steinsdóttir, Framkvæmdastjóri Viðskiptabanka

     Fyrirtæki og fjárfestar

     „Fyrirtæki og fjárfestar leggja áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu og sinna öllum þörfum viðskiptavina á einum stað. Á tímum þar sem útlánavexti eru frekari skorður settar en áður er aldrei mikilvægara að standa með sínum viðskiptavinum. Við finnum fyrir aukinni áherslu á efnahagslega, félagslega og umhverfislega sjálfbærni meðal viðskiptavina okkar og hlökkum til að taka næstu skref með viðskiptavinum okkar á þessu sviði. Traust langtímasambönd viðgóða viðskiptavini er forsenda fyrir arðsömum rekstri til framtíðar. “

     Ásmundur Tryggvason, Framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta

      Íslandssjóðir hf.

      „Íslandssjóðir innleiddu á árinu 2019 nýja stefnu um ábyrgar fjárfestingar. Á meðan meginmarkmið okkar er að tryggja viðskiptavinum góða langtímaávöxtun, vitum við að umhverfismál, félagslegir þættir og stjórnarhættir hafa áhrif á velgengni fyrirtækja og þar með einnig áhættu og ávöxtun af fjárfestingum. Starfsfólkið okkar notar nú aðferðir ábyrgra fjárfestinga í allri eignastýringu, og erum við á þessu sviði meðal annars í samstarfi við norska eignastýringarfyrirtækið Storebrand, sem hefur stundað ábyrgar fjárfestingar í yfir aldarfjórðung“.

      Kjartan Smári Höskuldsson Framkvæmdastjóri Íslandssjóða hf.

       Stafrænir stórmeistarar


       „Tækifærin í upplýsingatækni banka felast ekki eingöngu í að sjálfvirknivæða hefðbundna ferla og vörur heldur ennfremur að geta boðið einstaklingsmiðaða þjónustu og tilboð byggð á vilja, þörfum og hegðun viðskiptavina. Gögn og gagnaleynd leika lykilhlutverk í að ná þeim markmiðum. Með það í huga höfum við skipulagt upplýsingatæknisvið sem einblínir á að byggja upp sveigjanlegar lausnir með viðskiptavininn í forgrunni. Þar nýtum við meðal annars skýjalausnir og samstarfsaðila innan öruggs umhverfis. Íslandsbanki hefur fjárfest í nýjustu öryggistækni til að tryggja að við getum átt gott samstarf við fjártæknifyrirtæki í bankakerfi framtíðar án þess að bregðast trausti viðskiptavina okkar.“

       Riaan Dreyer framkvæmdastjóri upplýsingatækni.

       Íslandsbanki sem fyrirmynd


       Stjórn Íslandsbanka samþykkti nýja sjálfbærnistefnu í lok árs 2019 sem styður við hlutverk bankans um að vera hreyfiafl til góðra verka. Stefnan miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi útfrá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS)

       Stefnan

       Ný stefna Íslandsbanka leggur áherslu á annars vegar að einfalda reksturinn og auka skilvirkni og hins vegar að hugsa stórt til þess að tryggja samkeppnisforskot til framtíðar

        Skoða stefnu Íslandsbanka

        Sjálfbærni

        Stjórn Íslandsbanka samþykkti nýja sjálfbærnistefnu í lok árs 2019 sem styður við hlutverk bankans um að vera hreyfiafl til góðra verka. Stefnan miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi útfrá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS)

         Skoða nánar

         Stjórnarhættir

         Stjórn Íslandsbanka hefur einsett sér að vera framúrskarandi í góðum stjórnarháttum og að stjórnarhættir bankans samræmist því regluverki sem um starfsemina gildir, alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum og bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta

          Lesa meira um stjórnarhætti

          UFS uppgjör Íslandsbanka

          Íslandsbanki birtir i fyrsta skipti ítarlegar upplýsingar um áhrif starfsemi sinnar á umhverfið, félagsmál og stjórnarhætti (UFS)

           Skoða UFS uppgjör nánar

           Fjármál og fjármögnun

           Farsælt ár á skuldabréfamörkuðum

           „Arðsemi af reglulegri starfsemi var6,6% og er það undir markmiðum ársins um 8-10% arðsemi, en ásættanlegt í ljósi aðstæðna í efnahagslífinu. Íslandsbanki gaf út fyrsta almenna skuldabréf bankans í íslenskum krónum að fjárhæð 3,6 ma. kr. við góðar viðtökur fjárfesta. Auk þess gaf bankinn út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 500m. SEK. Lausafjárstaða bankans stendur styrkum fótum, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum og keypti bankinn til baka skuldabréf í lok árs 2019. Eiginfjárhlutfall bankans var 22,4% í lok árs 2019 sem er töluvert umfram kröfur Seðlabankans (Fjármálaeftirlitsins). Árangur ársins endurspeglar hið góða traust sem Íslandsbanki hefur byggt upp hjá fjárfestum og er undirstaða sterks grunnrekstrar til framtíðar.“

           Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri

           Áhættu­stýr­ing


           Skynsamlegt mat á áhættu og hæfileg verðlagning hennar eru lykilþættir í starfsemi Íslandsbanka. Umgjörð áhættustýringar byggir á þremur varnarlínum til að tryggja skýra og skilvirka ákvarðanatöku, virkt eftirlit og sterka áhættumenningu.

           Markmið áhættuskýrslu Íslandsbanka er að uppfylla lögbundnar kröfur um upplýsingagjöf og veita markaðsaðilum og öðrum áhugasömum upplýsingar sem ætlað er að auka skilning á áhættustýringu og eiginfjárstöðu bankans. Skýrslan er á ensku.

           Í ár er fjallað sérstaklega um sjálfbærni og svokallaða UFS-áhættu sem tengist umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum.

           Skoða áhættuskýrslu (pdf)

           Skoða fylgitöflur með áhættuskýrslu (excel)