Hækkun á heildartekjum milli ára
- Heildartekjur hækkuðu um 7,8% milli ára og námu 48,5 ma. kr. á árinu sem skýrist aðallega af hærri vaxta- og þóknanatekjum.
- Hreinar vaxtatekjur voru 33,7 ma. kr. og jukust um 5,6% milli ára sem skýrist aðallega af útlánavexti. Vaxtamunur var 2,8% (2018: 2,9%). Þess er vænst að vaxtamunur haldist rétt undir 3,0% til skamms og meðallangs tíma.
- Hreinar þóknanatekjur voru 13,4 ma. kr. samanborið við 12,2 ma. kr. á sama tímabili í fyrra sem er hækkun um 9,8% milli ára. Skýrist þetta meðal annars af hærri þóknanatekjum hjá dótturfyrirtækjum bankans sem og meiri umsvifum í gjaldeyris- og verðbréfamiðlun sem og fyrirtækjaráðgjöf.
- Tekjur af grunnstarfsemi (hreinar vaxta- og þóknanatekjur) mynduðu 97% af heildarrekstrartekjum fyrir árið 2019. Bankinn leggur áfram ríka áherslu á að viðhalda sterkum grunntekjum og stöðugu tekjustreymi til lengri tíma.
- Hrein fjármagnsgjöld voru 817 m.kr. á árinu 2019, samanborið við 962 m. kr. á árinu 2018. Helstu þættir gjaldfærslu á árinu 2019 voru tap á veltubók verðbréfa og niðurfærsla eigna í fjárfestingarbók.
- Aðrar rekstrartekjur námu 2,1 ma. kr. á árinu 2019, samanborið við 1,8 ma. kr. árið 2018 og eru aðallega tilkomnar vegna samkomulags bankans við gamla Byr vegna ágreinings um virði hluta útlánasafns þess síðarnefnda við yfirtöku Íslandsbanka á Byr árið 2011. Einnig var bakfært áður gjaldfært framlag vegna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda (TIF) þar sem bankinn telur að hann sé ekki skyldugur til að greiða skuldbindingu vegna ársins 2010.