Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Sjálfbærniuppgjör Íslandsbanka 2019

Íslandsbanki birtir i fyrsta skipti ítarlegar upplýsingar um áhrif starfsemi sinnar á umhverfið, félagsmál og stjórnarhætti (UFS).


Mælingin er gerð í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið CIRCULAR Solutions og skoðar samspil allra þessara þátta við efnahag bankans í samræmi við leiðbeiningar Nasdaq ESG, viðeigandi mælikvarða GRI, leiðbeiningar UN Global Compact og tengsl við heimsmarkmið SÞ. Þá gengur bankinn lengra og birtir fleiri mælikvarða sem snúa sérstaklega að starfsemi fjármálastofnana.

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á starfsemi bankans, bæði í virðiskeðju og á fjárfestingar bankans. Bankinn hefur einnig bein og óbein áhrif á loftslagsbreytingar í gegnum starfsemi sína og í gegnum þær fjármálaafurðir sem bankinn býður upp á.

Við útreikning á kolefnisspori bankans er allur útblástur gróðurhúsalofttegunda (GHL) vegna starfsemi hans skoðaður, hvort sem það er beinn útblástur frá ferlum hans eða útblástur vegna starfsmanna, birgja, verktaka eða viðskiptavina.

Útblæstri er skipt upp í umfang 1, 2 og 3 þar sem umfang 1 er beinn útblástur frá bankanum, það er frá verkferlum hans, útblástur frá farartækjum bankans  o.fl. Einnig tilheyrir binding kolefnis á vegum bankans s.s. í skógi og landgræðslu umfangi 1.

Umfang 2 inniheldur orkunotkun hans, bæði hita og rafmagn. Haldið er utan um þessa liði sérstaklega þar sem þeir geta verið mjög stórir, einkum þegar ekki er um endurnýjanlega orkugjafa að ræða.

Umfang 3 eru svo óbein áhrif s.s. flugferðir starfsmanna, ferðir starfsmanna til og frá vinnu, ferðir birgja með vörur til fyrirtækisins, útblástur viðskiptavinar vegna þjónustu/vöru fyrirtækisins o.s.frv. Útblæstrinum er skipt svona niður til að tvítalning verði ekki á útblæstri á samfélaginu í heild.

Áhrifa bankans á félagslega þætti gætir þá mest þegar kemur að mannauði bankans og félagslegum áhrifum vegna vöruframboðs hans. Þá er mikilvægt að bankinn leggi mikla áherslu á að stjórnarhættir séu til fyrirmyndar og að stafræn öryggismál og ferlar séu eins og best verði á kosið. Markmið bankans er að skilja þessa þætti til hlítar í gegnum alla sína virðiskeðju og stýra þeim til að lágmarka áhættu í rekstri sínum.

Umhverfi


Félagslegir þættir


Stjórnarhættir