Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki afhendir 35 milljónir króna í frumkvöðlastyrki

Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Alls voru veittar 35 milljónir króna til tólf verkefna. Hver styrkur nemur á bilinu 1 – 4 milljónum króna en sjóðnum bárust tæplega 130 umsóknir um styrki.


Alls hafa verið veittar um 125 milljónir króna úr Frumkvöðlasjóðnum á síðastliðnum tveimur árum. Sjóðurinn er mikilvægur þáttur í samfélagsstefnu Íslandsbanka en markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar. Við úthlutun styrkja er horft til frumkvöðlaverkefna sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur ákveðið að starfa eftir. Þau eru Menntun fyrir alla, Jafnrétti kynjanna, Nýsköpun og uppbygging og Aðgerðir í loftslagsmálum.

Stjórn Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka var óbreytt á milli ára. Hana skipa Ari Kristinn Jónsson, fv. rektor Háskólans í Reykjavík og núverandi forstjóri AwareGO, Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, og Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka fær á hverju ári vel yfir 100 umsóknir um styrki, sem er til marks um þá miklu og mikilvægu grósku sem á sér stað í nýsköpunarumhverfinu hér á landi. Það er ánægjulegt að sjá að meginþorri þessara verkefna felur í sér leiðir til að bæta samfélagið  um land allt með margvíslegum hætti.  Þeir styrkir sem Frumkvöðlasjóðurinn veitir í ár endurspegla ekki aðeins áherslur Íslandsbanka og þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur ákveðið að starfa eftir, heldur einnig þær fjölbreyttu lausnir og hugmyndir sem leynast víða í íslensku hugviti. Það er mikilvægt að geta lagt sitt af mörkum til að styðja við þær hugmyndir og vera þannig Hreyfiafl til góðra verka.

Una Steinsdóttir
Framkvæmdastjóri Viðskiptablaðs Íslandsbanka

Þau verkefni sem hljóta styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka í ár eru;