Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Norræni fjárfestingabankinn og Íslandsbanki hafa undirritað lánasamning

Norræni fjárfestingabankinn og Íslandsbanki hf. hafa undirritað lánasamning að andvirði 87 milljón USD (um það bil 78,7 milljón EUR) til að lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja og umhverfisverkefna á Íslandi.


Íslandsbanki er með sterka markaðsstöðu í fjármögnun til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landinu og er fyrsti bankinn á Íslandi til að búa til sjálfbæran fjármögnunarramma fyrir sjálfbær lán. Að minnsta kosti 70% af láni NIB mun fara til umhverfisverkefna sem uppfylla skilyrði rammans.

Lítil og meðalstór fyrirtæki eru nauðsynleg til að auka  framleiðni, sérstaklega í löndum eins og Íslandi þar sem slík fyrirtæki knýja efnahagskerfið áfram. Lán okkar til Íslandsbanka gerir okkur kleift að styðja við minni fyrirtæki og umhverfisverkefni sem við gætum annars ekki fjármagnað með beinum hætti.“ segir André Küüsvek, formaður og framkvæmdastjóri Norræna fjárfestingabankans.

André Küüsvek, formaður og framkvæmdastjóri Norræna fjárfestingabankans.

Íslandsbanki hefur verið leiðandi á sviði lítilla og meðalstórra fyrirtækja á íslenskum markaði. Skilgreint hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka og er samstarf og uppbygging með viðskiptavinum þar veigamikill þáttur. Samningur bankans við Norræna fjárfestingabankann mótar tímamót í þeirra vegferð okkar og við erum spennt að taka þátt í sjálfbærum og framsýnum verkefnum.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Íslandsbanki hf. er meðal fremstu alhliða banka á Íslandi. Bankinn veitir alhliða bankaþjónustu á sviði einstaklinga, fyrirtækja og fjárfestingaþjónustu.

Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Norræni fjárfestingarbankinn fær hæstu mögulega lánshæfiseinkunn, AAA/aaa, hjá leiðandi matsfyrirtækjum, Standard & Poor’s og Moody’s.