Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Stuðningur norrænna forstjóra við alþjóðleg TCFD viðmið

Stuðningnum er ætlað að hvetja önnur norræn fyrirtæki til að innleiða slík viðmið.


Samtök norrænna forstjóra um sjálfbæra framtíð hafa, ásamt kauphöllinni í Osló og fjármálaráðuneyti Noregs, lýst yfir stuðningi við alþjóðleg TCFD viðmið.

TCFD er skammstöfun fyrir Task Force on Climate-related Financial Disclosures sem eru alþjóðlegar leiðbeiningar fyrir fyrirtæki sem hyggjast meta og greina frá áhættum og tækifærum tengdum loftslagsmálum í sínum rekstri.

Stuðningnum er ætlað að hvetja önnur norræn fyrirtæki til að innleiða slík viðmið og hafa að því tilefni verið útbúnar leiðbeiningar (á ensku) sem byggja á reynslu þeirra við innleiðingu viðmiðanna.

Tilkynninguna í heild sinni má lesa á vef samtakanna.