Stuðningur norrænna forstjóra við alþjóðleg TCFD viðmið

Stuðningnum er ætlað að hvetja önnur norræn fyrirtæki til að innleiða slík viðmið.


Samtök norrænna forstjóra um sjálfbæra framtíð hafa, ásamt kauphöllinni í Osló og fjármálaráðuneyti Noregs, lýst yfir stuðningi við alþjóðleg TCFD viðmið.

TCFD er skammstöfun fyrir Task Force on Climate-related Financial Disclosures sem eru alþjóðlegar leiðbeiningar fyrir fyrirtæki sem hyggjast meta og greina frá áhættum og tækifærum tengdum loftslagsmálum í sínum rekstri.

Stuðningnum er ætlað að hvetja önnur norræn fyrirtæki til að innleiða slík viðmið og hafa að því tilefni verið útbúnar leiðbeiningar (á ensku) sem byggja á reynslu þeirra við innleiðingu viðmiðanna.

Tilkynninguna í heild sinni má lesa á vef samtakanna.