Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki færir sex góðgerðarfélögum gjöf

Í aðdraganda jóla fékk starfsfólk bankans tækifæri til að kjósa um hvaða góðgerðarfélög fengju peningagjöf


Starfsfólk Íslandsbanka leggur sig fram við að vera hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Nú í desember verður sex góðgerðarfélögum færð rausnarleg peningagjöf í von um að sem flestum verði kleift að halda góða og fallega hátíð. Auk þess veitir bankinn 18 félögum til viðbótar minni styrk. 

Félögin sem um ræðir eru Alzheimersamtökin, Barnahús, Barnaspítalinn, Kvennaathvarfið, Geðhjálp og Píeta samtökin.  

Í aðdraganda jóla fékk starfsfólk bankans tækifæri til að kjósa um hvaða góðgerðarfélög fengju gjöf og urðu ofangreind félög fyrir valinu. 

Nánar um markmið Íslandsbanka um að vera hreyfiafl til góðra verka.