Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Nýtt hreyfiafl í haftengdum fjárfestingum með tilkomu IS Haf fjárfestingar slhf.

Íslandssjóðir hafa stofnað sjóðinn IS Haf fjárfestingar slhf. sem fjárfestir í haftengdri starfsemi á breiðum grunni. Sjóðurinn er 10 milljarðar að stærð, að fullu fjármagnaður og hefur þegar tekið til starfa. Stærstu fjárfestarnir í sjóðnum eru íslenskir lífeyrissjóðir ásamt Brim hf. og Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. sem er kjölfestufjárfestir í sjóðnum.


Ísland spilar leiðandi hlutverk á heimsvísu í sjávarútvegi bæði út frá tækniþróun tengdri greininni, sjálfbærni og arðsemi fiskveiða sem skýrist meðal annars af fjárfestingu og nýsköpun í fiskveiðum og vinnslu síðastliðnu áratugi. Fullnýting sjávarafurða á Íslandi er einsdæmi og mikil tækifæri liggja í þeim rannsóknum og þekkingu sem býr að baki nýsköpunar í sjávarlíftækni.

Aðgengi að fjárfestingum í sjávarútvegi hefur í gegnum tíðina verið takmarkað. Sjóðurinn opnar aðgengi fyrir lífeyrissjóði og aðra fjárfesta að hröðum vexti í haftengdri starfsemi. Sjóðurinn sem er 10 milljarðar að stærð er með aukinn slagkraft þar sem fjárfestum sjóðsins verður boðið að meðfjárfesta (co-invest) samhliða sjóðnum í einstökum fjárfestingarverkefnum. Samsetning fjárfestingarteymis sjóðsins, fjárfestingaráðs og hluthafahóps hans tryggir að greining fjárfestingatækifæra, öflun og úrvinnsla er unnin af kostgæfni.

Íslandssjóðir hafa stofnað sjóðinn IS Haf fjárfestingar slhf. sem fjárfestir í haftengdri starfsemi á breiðum grunni. Sjóðurinn er 10 milljarðar að stærð, að fullu fjármagnaður og hefur þegar tekið til starfa. Stærstu fjárfestarnir í sjóðnum eru íslenskir lífeyrissjóðir ásamt Brim hf. og Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. sem er kjölfestufjárfestir í sjóðnum.

Fjölbreytt fjárfestingartækifæri í hröðum vexti lykilgreinar þjóðarinnar

Ísland spilar leiðandi hlutverk á heimsvísu í sjávarútvegi bæði út frá tækniþróun tengdri greininni, sjálfbærni og arðsemi fiskveiða sem skýrist meðal annars af fjárfestingu og nýsköpun í fiskveiðum og vinnslu síðastliðnu áratugi. Fullnýting sjávarafurða á Íslandi er einsdæmi og mikil tækifæri liggja í þeim rannsóknum og þekkingu sem býr að baki nýsköpunar í sjávarlíftækni.

Aðgengi að fjárfestingum í sjávarútvegi hefur í gegnum tíðina verið takmarkað. Sjóðurinn opnar aðgengi fyrir lífeyrissjóði og aðra fjárfesta að hröðum vexti í haftengdri starfsemi. Sjóðurinn sem er 10 milljarðar að stærð er með aukinn slagkraft þar sem fjárfestum sjóðsins verður boðið að meðfjárfesta (co-invest) samhliða sjóðnum í einstökum fjárfestingarverkefnum. Samsetning fjárfestingarteymis sjóðsins, fjárfestingaráðs og hluthafahóps hans tryggir að greining fjárfestingatækifæra, öflun og úrvinnsla er unnin af kostgæfni.

Fjárfestingum verður dreift meðal fimm flokka innan haftengdrar starfsemi, allt frá útgerðum og fiskeldi yfir í hátækni, innviðauppbyggingu, markaðssetningu og sjávarlíftækni.

Fjárfestingaráð sjóðsins er skipað fagaðilum úr greininni með breiðan bakgrunn og víðtæka reynslu úr rekstri útgerða, fiskeldis, haftengdri tækni og sjálfbærnismálum. Fjárfest verður að mestu í óskráðum félögum á Íslandi eða félögum sem hafa tengingu við Ísland. Fjárfestingartímabil sjóðsins er 4 ár og heildarlíftími sjóðsins er 9-11 ár.

Slagkraftur í sameinaðri fjárfestingu í virðiskeðju sjávarútvegs

Sjóðurinn leitast við að vera áhrifafjárfestir og styðja við vöxt og framþróun þeirra félaga sem fjárfest verður í og leggur sjóðurinn sterka áherslu á að hafa mælanleg áhrif á þætti sem varða umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS þætti) fyrirtækjanna.  

Ráðgjafasamningur er á milli Íslandssjóða, rekstraraðila sjóðsins og Útgerðarfélags Reykjavíkur sem kemur að öflun fjárfestingatækifæra.

Haftengd starfsemi á Íslandi er í hröðum vexti og tækifæri til aukins útflutnings mikil. Áhrif sjóðsins á þann vöxt verða veruleg þar sem um fjárfestingagetu upp á 30-50 milljarða er að ræða þegar tekið er tillit til meðfjárfestinga. Þörf er á að auka samlegð og ná fram frekari stærðarhagkvæmni auk þess að tryggja yfirfærslu á þekkingu meðal fyrirtækja í haftengdri starfsemi. Áfram er öflugt samspil sjávarútvegs- og tæknifyrirtækja forsenda fyrir forskoti Íslands í verðmætasköpun og vexti í greininni.

Kristrún Auður Viðarsdóttir
framkvæmdastjóri IS Haf fjárfestinga slhf.

Útgerðarfélag Reykjavíkur telur að gríðarleg tækifæri verði til staðar fyrir íslenskan sjávarútveg á næstu árum. Hafsjór tækifæra fyrir lykilatvinnuveg þjóðarinnar kallar á mikið fjármagn til að styðja við vöxt og nýtingu mögulegra tækifæra. Án fjármagns mun okkur Íslendingum ekki takast að virkja alla þá möguleika sem eru í boði. Sjóðurinn mun verða í lykilhlutverki við að brúa bilið milli fjármagns og vaxtatækifæra okkar allra.

Runólfur Viðar Guðmundsson
framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur hf.

Um Íslandssjóði

Íslandssjóðir hf. er elsta sjóðastýringarfyrirtæki á Íslandi, upprunalega stofnað árið 1994 og er í eigu Íslandsbanka. Félagið er með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum nr. 116/2021 og sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020.

Íslandssjóðir stýra 23 sjóðum fyrir almenna fjárfesta og 8 sérhæfðum sjóðum. Íslandssjóðir stýra eignum sem nema um 400 milljörðum króna og um 13.000 sparifjáreigendur og fjárfestar hafa valið að ávaxta eignir sínar í sjóðum félagsins.

Félagið starfrækir úrval hlutabréfasjóða og blandaðra sjóða og er stærst í rekstri skuldabréfasjóða á Íslandi bæði þegar horft er til fjölda sjóða og eigna í stýringu. Íslandssjóðir hafa auk þess sérhæft sig í fasteignasjóðum og framtakssjóðum.

Tilgangur sjóðanna er að opna leið fyrir einstaklinga og fagfjárfesta til þess að fjárfesta í áhugaverðum fyrirtækjum innan þeirra atvinnugreina sem eru í hvað mestum vexti, en um leið njóta þeirrar áhættudreifingar sem felst í því að fjárfesta í sjóðum.

Íslandssjóðir eru einn af stofnaðilum Samtaka um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi, IcelandSIF (Iceland Sustainable Investment Forum), sem voru stofnuð 13. nóvember 2017. Íslandssjóðir hf. undirritaði samstarfssamning við PRI (Principles for Responsible Investment) í desember 2017.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Kristrún Auður Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri IS Haf fjárfestinga slhf.  s. 844-4788, kristrun@islandssjodir.is