Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Norrænir forstjórar birta leiðarvísi um fjölbreytileika og þátttöku allra

Í samræmi við norræn gildi um jafnrétti, fjölbreytileika og þátttöku ólíkra aðila, hafa Samtök norrænna forstjóra um sjálfbæra framtíð gefið út nýjan leiðarvísi, um það hvernig stuðla megi að fjölbreyttari vinnustað og þátttöku allra.


Í samræmi við norræn gildi um jafnrétti, fjölbreytileika og þátttöku ólíkra aðila, hafa Samtök norrænna forstjóra um sjálfbæra framtíð gefið út nýjan leiðarvísi, um það hvernig stuðla megi að fjölbreyttari vinnustað og þátttöku allra. Í leiðarvísinum má finna hagnýt dæmi um aðgerðir sem fyrirtæki um allan heim geta tileinkað sér, auk ákalls um aðgerðir stjórnvalda á Norðurlöndum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, eiga aðild að samtökunum.

Í ljósi þess að endurnýjað átak þarf til að ná fram Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, þá sérstaklega því markmiði sem snýr að jafnrétti kynjanna, leggja norrænu forstjórarnir metnað sinn í að hraða framförum ýmissa þátta tengdum fjölbreytileika og þátttöku á vinnustað. 

Titill leiðarvísisins, „Frá kynjajafnvægi til þátttöku allra”, er til marks um að kynjabilið, sem Norðurlönd hafa verið leiðandi í að jafna, rúmist innan viðfangsefna á hinu breiða sviði fjölbreytileikans. Forstjórarnir þrettán leggja áherslu á að Norðurlöndin verði áfram leiðandi afl og öðrum fyrirmynd er kemur að því að skapa fjölbreytta vinnustaði, með kynjajafnrétti að leiðarljósi. 

Forstjórarnir vonast eftir því að þessi sameiginlega skuldbinding þeirra og hinn nýi leiðarvísir veiti öðrum fyrirtækjum innblástur til þess að leita leiða til að auka fjölbreytileika og stuðla að aukinni þátttöku allra.

Samtök norrænna forstjóra um sjálfbæra framtíð kalla jafnframt eftir því að norræn stjórnvöld leiði frekari framfarir á sviði fjölbreytileika á Norðurlöndunum með aukinni áherslu á kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna með frumkvæði og hvetjandi aðgerðum. Það er sameiginlegt markmið forstjóranna að fólk standi jafnt og upplifi jafnrétti.

Hér má nálgast leiðarvísinn um fjölbreytileika og þátttöku allra.