Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Atvinnu- og nýsköpunarsetrið Skóp opnar með stuðningi Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka.

Þann 19 mars síðastliðin var atvinnu- og nysköpunarsetrið SKÓP formlega opnað í Kópavogi. Í boði er skapandi og hvetjandi umhverfi fyrir frumkvöðla sem eru í leit að þekkingu og lausnum.


Sérstaklega verður horft til þess að styðja einstaklinga sem eru í atvinnuleit og hjálpa þeim að koma sínum viðskiptahugmyndum í framkvæmd og skapa sér þannig sín eigin atvinnutækifæri. Verkefnið hefur farið vel af stað og nú þegar eru 25 þátttakendur byrjaðir að vinna að sínum viðskiptahugmyndum sem eru bæði fjölbreyttar og áhugaverðar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verða höfð að leiðarljósi í starfsemi setursins.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-. iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Helga Hauksdóttir formaður stjórnar Markaðsstofu Kópavogs klipptu á borða til marks um formlega opnun SKÓP.

Frumkvæði að stofnun SKÓP kemur frá Markaðsstofu Kópavogs og hefur Kópavogsbær ásamt atvinnulífinu í bænum stutt við stofnun setursins. Má þar sérstaklega nefna að verkefnið fékk veglegan styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka og varð sú styrkveiting smiðshöggið til að hrinda verkefninu af stað, segir Björn Jónsson hjá Markaðsstofu Kópavogs og erum við mjög þakklát fyrir þann stuðning og það traust sem frumkvöðlasjóðurinn sýndi okkur.