Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki gefur út fyrstu sjálfbæru skuldabréfaútgáfu íslensks banka

Íslandsbanki hefur í dag gefið út fyrsta sjálfbæra skuldabréf bankans að fjárhæð 300 milljónir evra til 3 ára. Bréfið ber 0,5 % fasta vexti sem jafngildir 100 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum.


Útgáfan er jafnframt fyrsta sjálfbæra útgáfa íslensks banka og markar því mikil og ánægjuleg tímamót. Viðtökurnar voru mjög góðar þar sem umframeftirspurn var rúmlega þreföld og seldist útgáfan til breiðs hóps evrópskra fjárfesta.  

Stefnt er að skráningu bréfanna í kauphöllina á Írlandi þann 20. nóvember 2020 og verður útgáfan gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans. Andvirði útgáfunnar mun verða notað til lánveitinga sem uppfylla skilyrði sem sett eru fram í sjálfbærum fjármálaramma Íslandsbanka sem gefinn var út nýlega.

Frekari upplýsingar má nálgast hér.

Umsjónaraðilar útboðsins voru ABN AMRO, Barclays, Goldman Sachs og UBS Investment Bank.

Það er afar ánægjulegt að geta nú í fyrsta sinn boðið fjárfestum sjálfbær skuldabréf útgefin af Íslandsbanka. Skuldabréfaútgáfan er mikilvægur þáttur í vegferð okkar að frekari sjálfbærni og byggir á sjálfbærum fjármálaramma sem bankinn gaf út nýlega. Útgáfan hvetur vonandi fleiri útgefendur til að bæta enn frekar við úrval grænna og sjálfbærra fjárfestingarkosta. Við erum ánægð með þessa miklu eftirspurn sem sýnir mikið traust fjárfesta til Íslandsbanka og íslensks efnahagslífs.

Jón Guðni Ómarsson,
Fjármálastjóri Íslandsbanka

Nánari upplýsingar veita


Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir

Fjárfestatengsl


Senda tölvupóst
844-4033

Edda Hermannsdóttir

Samskiptastjóri


Senda tölvupóst
844-4005