Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Ný stefna og herferð

Ný stefna Íslandsbanka leit dagsins ljós í síðustu viku þar sem ný stefnuverkefni og framtíðarsýn voru kynnt.


Samkvæmt stefnunni er tilgangur Íslandsbanka áfram að vera hreyfiafl til góðra verka og framtíðarsýnin er að skapa virði til framtíðar, með því að veita framúrskarandi þjónustu. Settar hafa verið fjórar stefnuáherslur fyrir árin 2023-2025: Þjónusta, gögn, sjálfbærni og starfsfólk. Yfirskrift tímabilsins er jafnframt sókn og vöxtur sem vísar m.a. til þess að við ​​​​​​​séum opin fyrir ytri vexti.

Frá stofnun bankans hefur Íslandsbanki lagt mikla áherslu á stefnumótun og hefur starfsfólk bankans tekið virkan þátt í mótun stefnunnar þar sem árlegir stefnufundir hafa leikið lykilhlutverk. Starfsumhverfi banka er að taka miklum breytingum og því mikilvægt að endurskoða stefnu bankans reglulega til að tryggja samkeppnishæfni hans í til framtíðar. Því var þemað á stefnufundi bankans í Fífunni árið 2023 þar sem ný stefna var kynnt Horft til framtíðar. Stefnan var unnin með mikilli og ómetanlegri aðkomu starfsfólks og annarra hagaðila ásamt aðstoð frá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu McKinsey.

Samhliða stefnunni var ný auglýsingaherferð bankans kynnt þar sem horft er til framtíðar með viðskiptavinum. Yfirskrift herferðarinnar er Ísland 2050 og hverjar vonir og væntingar eru um framtíðina. Bankinn ætlar að vera hreyfiafl til góðra verka og taka þátt í þeirri vegferð með viðskiptavinum sínum því framtíðin er nær en við höldum.

Ísland 2050 (myndband)