Breytt innskráning í Íslandsbankaappið


Búið er að uppfæra kortaappið í nýtt Íslandsbankaapp en í nýja appinu ertu með yfirlit yfir öll kort og greiðslur á einum stað og getur sinnt öllum helstu bankaviðskiptum hvar og hvenær sem er.

Innskráning


Eftir uppfærsluna þurfa allir að skrá sig inn með tveggja þátta auðkenningu með rafrænum skilríkjum eða með notendanafni, lykilorði og SMS auðkennisnúmeri.

Ég er ekki með rafræn skilríki


Ef þú er ekki með rafræn skilríki þá hvetjum við þig til að mæta á næsta afgreiðslustað Auðkennis eða í næsta útibú Íslandsbanka með símann þinn og gild skilríki (ökuskírteini eða vegabréf) og ráðgjafi aðstoðar þig við að virkja skilríkin.

Þegar þú hefur virkjað skilríkin getur þú á einfaldan hátt skráð þig inn í nýja appið á eftirfarandi hátt:

  1. Uppfærir nýja appið ef það gerist ekki sjálfkrafa.
  2. Skráir þig inn með rafrænum skilríkjum.
  3. Um leið og innskráning tekst getur þú byrjað að nota appið.

Annað


Ef þú ert ekki með rafræn skilríki né notandanafn og lykilorð til þess að geta skráð þig inn í appið þá getur þú gert eftirfarandi:

  1. Þú opnar rafræn skjöl í netbanka þíns viðskiptabanka og þar finnur þú skjal frá Íslandsbanka sem ber heitið ,,Innskráning í nýtt app Íslandsbanka". Skjalið inniheldur nýtt notandanafn og lykilorð og 4 stafa öryggisnúmer.
  2. Nú getur þú skráð þig inn í nýja appið með notandanafni og lykilorði og smellir síðan á SMS hnappinn. Í kjölfarið færð þú sent SMS auðkennisnúmer á það símanúmer sem þú ert með skráð
  3. Þú getur byrjað að nota appið um leið og innskráning tekst.

Símanúmerið mitt er ekki skráð


Ef símanúmerið þitt er ekki skráð þá getur þú skráð það á Mínum kortasíðum undir stillingar og velur að skrá farsíma undir persónuupplýsingar

Þú getur einnig valið að koma í næsta útibú Íslandsbanka með gild skilríki (ökuskírteini eða vegabréf) og óskað eftir því að símanúmerið þitt sé skráð