Borgaðu með Google Payᵀᴹ
Það er einfalt og þægilegt að borga með Google Pay. Tengdu Íslandsbankakortin þín við Google Wallet og borgaðu með Android símanum í næstu verslun hérlendis og erlendis.
Það er einfalt og þægilegt að borga með Google Pay. Tengdu Íslandsbankakortin þín við Google Wallet og borgaðu með Android símanum í næstu verslun hérlendis og erlendis.
Google Wallet er alþjóðleg greiðslulausn sem er einföld, hraðvirk og örugg leið til að borga í verslunum með snjalltækjum. Við veljum samstarf við Google Wallet til þess að tryggja Android notendum betri og stöðugri lausn í snertilausum viðskiptum.
Þú tengir Íslandsbankakortið þitt við Google Wallet appið og greiðir því áfram með korti þínu enda er Google Wallet appið eingöngu að sjá um samskipti milli korts og posa.
Þegar greiðslukort er tengt við Google Wallet stofnast sýndarnúmer og þar af leiðandi er kortanúmerið þitt ekki vistað á tækinu eða á netþjónum Google.
Þú getur tengt kortin þín við Google Pay beint í gegnum Google Wallet.
Íslandsbankaappið | Google Wallet | Snjallúr |
Hnappur í Íslandsbankaappið bætist við vonbráðar þar sem verður hægt að bæta kortum við Google Wallet beint úr Íslandsbanka appinu. Þangað til geta allir bætt þeim við beint í Google Wallet appinu. Allar aðgerðir korts, kortayfirlit og notkun er áfram aðgengilegt í Íslandsbankaappinu og því best að breyta og skoða allt um kort áfram þar í gegn. | Opnaðu Google Wallet í símanum þínum. Veldu "Add a card" og fylgdu leiðbeiningunum. Skráðu kortið þitt handvirkt. Staðfestu kortið, skilmála og aðra öryggisþætti. Staðfestu skráningu með númeri sent til þín með SMS. Nú er Google Wallet samskiptagreiðsluleiðin fyrir kortin þín á milli tækis og posa. | Þú getur tengt kortið þitt við Google Wallet svo framarlega sem það styður Wear OS útgáfu 2.0 stýrikerfisins eða hærri og er með NFC virkni. Ath. að setja gæti þurft upp Google Wallet í úrinu sé það ekki til staðar. |
Þú getur borgað með Google Wallet með Android, Wear OS eða iOS tækinu þínum með öryggisnúmeri, fingrafaraskanna eða andlitsskanna eftir því hvað þitt tæki styður.
Til að borga með fingrafaraskanna aflæsirðu tækinu og heldur tækinu upp við posann og styður með fingrinum á fingrafaraskanna á tækinu þegar Google Wallet biður um það.
Til að borga með snjallúri opnar þú úrið með þeim öryggisþætti sem valinn hefur verið og leggur úrið að posanum.
Hvar get ég notað Google Wallet?
Í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur, bæði innanlands og erlendis.
Google Wallet og Google Pay eru vörumerki Google LLC.