Rafræn skilríki á síma


Rafræn skilríki í farsíma eru auðveld og örugg leið til að skrá sig inn í netbankann eða appið. Að auki er hægt að undirrita ýmis skjöl með skilríkjunum.

Rafræn skilríki eru vistuð á SIM-kort símans og til að nota þau þarf einungis farsíma og PIN númer að eigin vali.

Þú getur athugað á vef Auðkennis hvort SIM kortið þitt í símanum þínum sé af réttri tegund til þess að þú getir verið með rafræn skilríki.

Ef SIM kortið uppfyllir kröfurnar má virkja skilríkin í næsta útibúi Íslandsbanka, bóka þarf tíma fyrst. Eða á einum af fjölmörgum afgreiðslustöðvum rafrænna skilríkja.

Þú getur auðkennt þig rafrænt hér

Hvernig fæ ég rafræn skilríki?


Til þess að virkja rafræn skilríki þarf að bóka símtal og í kjölfarið er bókaður tími í útibú. Þar þarf að framvísa gildu skilríki (vegabréf, ökuskirteini) og vera með SIM kort sem styður rafræn skilríki.

Foreldrar/forráðamenn geta sótt um skilríki fyrir einstaklinga yngri en 18 ára á vef auðkennis og þurfa því ekki að koma með umsækjanda í næsta útibú/afgreiðslustöð til að láta virkja skilríkin. Einstaklingar yngri en 18 ára þurfa að framvísa gildu skilríki (vegabréfi eða ökuskírteini) í útibúi/afgreiðslustöð þegar skilríkin eru virkjuð.

Ef foreldri/forráðamaður mætir í útibú/afgreiðslustöð með barninu þá þarf barnið að skrifa undir samning í viðurvist foreldra eða forsjáraðila. Foreldri eða forráðamaður þarf jafnframt að framvísa gildu skilríki og skrifa undir með umsækjandanum.

Kostir rafrænna skilríkja


Rafræn skilríki virka í flestum farsímum, óháð stýrikerfi. Athugaðu hvort SIM kortið þitt uppfylli tæknilegar kröfur fyrir rafræn skilríki.

  • Einföld og örugg innskráning í netbanka
  • Þarft ekki að muna mörg notendanöfn
  • Eitt PIN númer fyrir marga þjónustuvefi

Auðkennisnúmer í SMS

Hægt er að skrá sig inn í netbanka með því að fá auðkennisnúmer sent í farsíma með SMS skilaboðum.


Við þessa auðkenningarleið skráir notandi notandanafn sitt og lykilorð og þá sendist auðkennisnúmer sem SMS skilaboð í farsíma viðkomandi, sem notað er til auðkenningar í netbanka. Til að geta nýtt sér þessa leið þarf notandi að vera með farsímanúmer sitt skráð í netbanka.

  • Skrá GSM númer (þú færist á stillingarsíðu netbanka, krefst innskráningar)

Auðkennisnúmer í SMS virkar einnig í útlöndum, bæði fyrir íslensk og erlend farsímanúmer. Kostnaður við hverja auðkennningu er skv. verðskrá Íslandsbanka.

Þegar um íslensk farsímanúmer er að ræða þá þarf einfaldlega að skrá númerið sjálft. Erlend farsímanúmer eru skráð þannig að fyrst er skráð 00, svo landakóðinn (td. 44) og svo númerið sjálft (td. 987654321). Allt skráð í einni talnarunu; dæmi: 0044987654321.

Til að staðfesta farsímanúmer, skrá notendur fjögurra stafa öryggisnúmer sitt í netbanka.

Spurt og svarað