Yfirdráttar­heimild

Yfirdráttarheimild hentar vel til þess að mæta tímabundnum sveiflum í útgjöldum. Hægt er að sækja um yfirdráttarheimild án fyrirhafnar í Íslandsbankaappinu.

Hvers vegna að taka yfirdrátt?

  • Yfirdráttarheimild nýtist þeim sem þurfa lága fjárhæð í stuttan tíma

  • Sveigjanlegt og hagstætt skammtímalán þegar þér hentar

  • Þú getur sótt um, framlengt, breytt og fellt niður yfirdráttarheimildina í Íslandsbankaappinu án kostnaðar

  • Ekkert lántöku-, stimpil-, eða uppgreiðslugjald

  • Lán er veitt til allt að 12 mánaða í senn en hægt er að haga endurgreiðslum eftir þörfum hvers og eins

  • Vextir eru greiddir skv. vaxtatöflu bankans af þeirri fjárhæð sem nýtt er af heildarheimild

Svona sækir þú um í appinu


Yfirdráttarheimild


Lánsfjárhæð

Hámarksfjárhæð er einstaklingsbundinn og þarf viðskiptavinur að uppfylla  lánshæfisskilyrði bankans til þess að geta fengið yfirdráttarheimild.

Hverjir geta sótt um yfirdráttarheimild?

Viðskiptavinir sem eru 18 ára og eldri geta sótt um yfirdráttarheimild í gegnum Íslandsbankaappið.

Hvaða vextir eru á yfirdráttarheimildum?

Vextir eru samkvæmt verðskrá bankans hverju sinni.