Borgaðu með Apple Pay®

Það er einfalt og öruggt að borga með Apple Pay® hjá Íslandsbanka. Tengdu Íslandsbankakortin þín við Apple Wallet® og sveiflaðu símanum eða snjallúrinu að næsta posa.

Hvað er Apple Pay®?


Apple Pay® er einföld, hraðvirk og örugg leið til að borga í verslunum, öppum og á netinu með iPhone®, Apple Watch®, iPad® og Mac®.

Er þetta alveg öruggt?

Þegar greiðslukort er tengt við Apple Pay® stofnast sýndarnúmer og þar af leiðandi er kortanúmerið þitt ekki vistað á tækinu eða á netþjónum Apple®. Til að tryggja öryggi viðskipta geymir Apple Pay® engar upplýsingar um viðskiptin sem hægt er að rekja né deilir þeim upplýsingum með þriðja aðila.

Nánari upplýsingar um Nánar um Apple Pay®

Hvernig tengi ég kortið mitt við Apple Pay®?


Þú getur tengt kortin þín við Apple Pay® í Íslandsbankaappinu eða beint í gegnum Apple Wallet®. Athugaðu að þú þarft að vera með nýjustu útgáfu appsins.

Leiðbeiningar


Íslandsbankaappið

Apple Wallet®

Apple Watch®

Opnaðu Íslandsbankaappið. Veldu kort og ýttu á „Bæta korti í Apple Wallet®“

Fylgdu virkjunarferlinu og samþykktu skilmálana

Opnaðu Wallet á símanum þínum.

Veldu plúsmerkið og fylgdu leiðbeiningunum.

Skráðu kortið þitt handvirkt eða með myndavélinni. Það gerir þú með því að staðsetja kortið innan rammans sem birtist á skjánum.

Staðfestu kortið, skilmála og öryggisþætti og veldu Næsta/Next.

Nú getur þú borgað með Apple Pay®!

Þú getur tengt kortið þitt við Apple Watch®.

Opnaðu Íslandsbankaappið. Veldu kort og ýttu á „Bæta korti í Apple Wallet®“

Fylgdu virkjunarferlinu, veldu Apple® úrið og samþykktu skilmálana

Hvernig borga ég með Apple Pay®?


Þú getur borgað með Apple Pay® með andlitsskanna, fingrafaraskanna eða Apple Watch®.

Til að borga með andlitsskanna (Face ID®) tvísmellir þú á hliðarhnappinn, horfir á skjáinn og heldur símanum svo upp að posanum.

Til að borga með fingrafaraskanna (Touch ID®) heldur þú símanum upp við posann og styður með fingrinum á fingrafaraskanna á símanum.

Til að borga með Apple Watch® tvísmellir þú á hliðarhnappinn og leggur úrið að posanum.

Hvar get ég notað Apple Pay®?

Í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur, bæði innanlands og erlendis. Þú getur líka borgað með Apple Pay® á vefsíðum og í forritum sem merkt eru Apple Pay®

Spurt og svarað