Borgaðu með Apple Payᵀᴹ

Það er einfalt og öruggt að borga með Apple Pay hjá Íslandsbanka. Tengdu Íslandsbankakortin þín við Apple Wallet og sveiflaðu símanum eða snjallúrinu að næsta posa.

Hvað er Apple Pay?


Apple Pay er einföld, hraðvirk og örugg leið til að borga í verslunum, öppum og á netinu með iPhone, Apple Watch, iPad og Mac.

Er þetta alveg öruggt?

Þegar greiðslukort er tengt við Apple Pay stofnast sýndarnúmer og þar af leiðandi er kortanúmerið þitt ekki vistað á tækinu eða á netþjónum Apple. Til að tryggja öryggi viðskipta geymir Apple Pay engar upplýsingar um viðskiptin sem hægt er að rekja né deilir þeim upplýsingum með þriðja aðila.

Nánari upplýsingar um Apple Pay á vef Apple

Hvernig tengi ég kortið mitt við Apple Pay?


Þú getur tengt kortin þín við Apple Pay í Íslandsbankaappinu eða beint í gegnum Apple Wallet. Athugaðu að þú þarft að vera með nýjustu útgáfu appsins.

Leiðbeiningar


Íslandsbankaappið

Apple Wallet

Apple Watch

Opnaðu Íslandsbankaappið. Veldu kort og ýttu á „Bæta korti í Apple Wallet“

Fylgdu virkjunarferlinu og samþykktu skilmálana

Opnaðu Wallet á símanum þínum.

Veldu plúsmerkið og fylgdu leiðbeiningunum.

Skráðu kortið þitt handvirkt eða með myndavélinni. Það gerir þú með því að staðsetja kortið innan rammans sem birtist á skjánum.

Staðfestu kortið, skilmála og öryggisþætti og veldu Næsta/Next.

Nú getur þú borgað með Apple Pay!

Þú getur tengt kortið þitt við Apple Watch.

Opnaðu Apple Watch appið í símanum, veldu „Wallet & Apple Pay“ smelltu á „Add Credit or Debit Card“.

Hvernig borga ég með Apple Pay?


Þú getur borgað með Apple Pay með andlitsskanna, fingrafaraskanna eða Apple Watch.

Til að borga með andlitsskanna (Face ID) tvísmellir þú á hliðarhnappinn, horfir á skjáinn og heldur símanum svo upp að posanum.

Til að borga með fingrafaraskanna (Touch ID) heldur þú símanum upp við posann og styður með fingrinum á fingrafaraskanna á símanum.

Til að borga með Apple Watch tvísmellir þú á hliðarhnappinn og leggur úrið að posanum.

Hvar get ég notað Apple Pay?

Í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur, bæði innanlands og erlendis. Þú getur líka borgað með Apple Pay á vefsíðum og í forritum sem merkt eru Apple Pay.

Spurt og svarað