Leiðbeiningar: Frysta kort

Hér má sjá nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að frysta kort í appinu


  1. Opnaðu appið með því að stimpla inn öryggisnúmerið þitt.
  2. Efst á skjánum sérðu kortin sem þú hefur skráð í appinu. Með því að draga til hægri eða vinstri getur þú valið það kort sem þú vilt frysta.
  3. Þegar þú hefur fundið kortið sem þú vilt frysta, veldu þá rauða hnappinn fyrir neðan myndina af kortinu til hægri „Skoða kort“.
  4. Neðst á skjánum sérðu þrjá möguleika. Veldu þann sem er lengst til hægri, punktana þrjá. Og þar á eftir velur þú „Frysta kort“.
  5. Þá kemur gluggi með tveimur möguleikum „Frysta kort“ eða „Hætta við“. Veldu „Frysta kort“ ef þú vilt frysta kortið.
  6. Þá hefur þú fryst kortið.

Frysta kort í appinu


Ef þú glatar kortinu þínu er einfaldast að fara í appið og frysta kortið. Þá getur þú opnað fyrir kortið ef það finnst aftur.
ATH. - ársgjald er ennþá innheimt þó að kort sé fryst. Ef þú vilt loka korti endanlega er best að hafa samband í gegnum netspjall.

Leiðbeiningar: Opna fyrir fryst kort

Hér má sjá nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að opna fryst kort í appinu


Ferlið er í raun það sama og hvernig þú frystir kort appinu.

  1. Opnaðu appið í símanum með því að stimpla inn öryggisnúmerið þitt.
  2. Efst á skjánum sérðu þau kort sem þú hefur skráð, þar getur þú dregið til hægri eða vinstri þangað til kortið sem þú vilt opna er fundið. Það er merkt „Frosið kort“.
  3. Þá velur þú rauða hnappinn, rétt fyrir neðan kortin, til hægri, „Skoða kort“.
  4. Neðst á skjánum sérðu þrjá möguleika. Veldu þann sem er lengst til hægri, punktana þrjá. Og þar á eftir velur þú „Affrysta kort“.
  5. Þá kemur gluggi með tveimur valmöguleikum „Affysta kort“ eða „Hætta við“. Veldu „Affrysta kort“ ef þú vilt affrysta kortið.
  6. Þá hefur þú opnað kortið aftur.

Opna kort sem hefur verið fryst


Ef þú hefur fryst kortið getur þú á auðveldan máta opnar kortið aftur í appinu.