Séreignarsparnaður
Framtíðarauður er séreignarsparnaður Íslandsbanka. Séreignarsparnaður er ein verðmætasta eign okkar við starfslok og jafnframt hagkvæmasta sparnaðarleiðin sem er í boði í dag.
Framtíðarauður er séreignarsparnaður Íslandsbanka. Séreignarsparnaður er ein verðmætasta eign okkar við starfslok og jafnframt hagkvæmasta sparnaðarleiðin sem er í boði í dag.
Hér sérðu yfirlit yfir nafnávöxtun á öllum fjárfestingarleiðum Framtíðarauðs.
Þú leggur 2-4% af launum í séreignarsparnað og vinnuveitandi leggur til 2% mótframlag, samkvæmt kjarasamningi. Það er ígildi 2% launahækkunar.
Íslandsbanki hf. er vörsluaðili séreignarsparnaðar og tekur á móti viðbótarlífeyrissparnaði og öðrum séreignargreiðslum viðskiptavina samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 undir heitinu Framtíðarauður.
Hér má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar vegna skila á skilagreinum og iðgjaldagreiðslum.
Viltu vita hver inneign þín verður í séreignarsparnaði þegar þú hættir að vinna? Útreikningurinn byggir á þeim forsendum sem þú setur inn og skal aðeins hafður til viðmiðunar.
Hægt er að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán og þeir sem huga að íbúðarkaupum geta fengið séreign útborgaða skattfrjálst upp í fyrstu greiðslu.
Við 60 ára aldur er séreignarsparnaður laus til úttektar. Hér á starfslokasíðu okkar má finna fróðleik sem aðstoðar þig við fjármálin á lífeyrisaldri.
Hér getur þú nálgast umsóknir og eyðublöð sem tengjast séreignarsparnaði.
Ertu með spurningar? Hafðu samband við okkur.
Almennur fyrirvari vegna séreignarsparnaðar
Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á lítilli eða engri ávöxtun eða að höfuðstóll tapist. Ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts þegar við á. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.
Framtíðarauður er séreignarsparnaður samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Íslandsbanki er vörsluaðili Framtíðarauðs. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér vel reglur Framtíðarauðs og fjárfestingarstefnu mismunandi fjárfestingarleiða.
Upplýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Íslandsbanki hf. ber enga ábyrgð á fjárfestingarákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga á síðunni. Upplýsingarnar byggja á heimildum sem eru taldar áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast nákvæmni né réttmæti þeirra. Áskilinn er réttur til leiðréttinga.
Gengisþróun og ávöxtun
Tekið er tillit til umsýslugjalds við daglegan útreikning á gengi fjárfestingarleiða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Ávöxtun styttri tímabila er ekki umreiknuð á ársgrundvöll heldur er um gengisbreytingu að ræða. Uppreikningur ávöxtunar miðast við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt hverrar fjárfestingarleiðar.