Tilgreind séreign

Tilgreind séreign er tegund séreignarsparnaðar sem varð til í kjölfar kjarasamninga á milli ASÍ og SA. Þeir sem eiga rétt á tilgreindri séreign geta ráðstafað allt að 3,5% af mótframlagi launagreiðanda í tilgreinda séreign.

Næstu skref

Sæktu um séreignarsparnað. Það tekur aðeins örfáar mínútur.

Íslandsbanki tekur á móti tilgreindri séreign


Íslandsbanki tekur á móti tilgreindri séreign í fjárfestingarleiðina Stýring A.

Tilgreind séreign er tegund séreignarsparnaðar sem varð til í kjölfar kjarasamninga á milli ASÍ og SA. Þeir sem eiga rétt á tilgreindri séreign geta ráðstafað allt að 3,5% af mótframlagi launagreiðanda í tilgreinda séreign.

Helstu staðreyndir um tilgreinda séreign:

  • Erfist að fullu
  • Ekki aðfararhæf við gjaldþrot
  • Útgreiðsla fer eftir reglum samtryggingarsjóðs viðkomandi viðskiptavinar
  • Ekki hægt að nýta tilgreinda séreign fyrir útborgun á húsnæðiskaupum eða inn á lán

Móttaka tilgreindrar séreignar

Mikilvægt er að þú ákveðir hvernig þú vilt ráðstafa þinni tilgreindu séreign. Sjálfkrafa er tilgreindu séreigninni ráðstafað í samtryggingarsjóð en þér er frjálst að óska eftir því að tilgreindu séreigninni verði ráðstafað til þess vörsluaðila sem þú kýst, rétt eins og með annan séreignarsparnað.

Útgreiðsla tilgreindrar séreignar

Um útborgun tilgreindrar séreignar sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 129/1997 gilda sömu reglur og gilda myndi fyrir séreignarhlutann í þeim lífeyrissjóði sem viðskiptavinur greiðir samtryggingarhluta iðgjalds síns til, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 391/1998.

Ef þú ert með séreignarsparnað hjá Íslandsbanka

Ef þú ert með samning um séreignarsparnað við Íslandsbanka getur þú óskað eftir því að tilgreindu séreigninni verði ráðstafað til Framtíðarauðs  með því að undirrita viðauka við samninginn þess efnis og skila í næsta útibú.

Ef þú ert ekki með séreignarsparnað hjá Íslandsbanka

Ef þú ert ekki með samning um séreignarsparnað við Íslandsbanka en vilt ráðstafa tilgreindu séreigninni til Framtíðarauðs með þá geturðu sótt um bæði séreignarsparnað og tilgreinda séreign með rafrænum hætti.

Vegna frekari fyrirspurna getur þú haft samband við ráðgjafa okkar í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu í síma 440 4900, eða sent tölvupóst á sereign@islandsbanki.is.