Stýring A

Stýring A hentar þeim sem vilja litlar sveiflur í ávöxtun á séreignarsparnaði sínum, til dæmis þeim sem eru komnir á seinni hluta starfsævinnar. Leiðin fjárfestir með dreifðum hætti í skuldabréfum og innlánum.

Næstu skref

Þú getur stofnað séreignarsparnað ef þú ert með rafræn skilríki

Nafnávöxtun

Fjárfestingartími

Sveiflur í ávöxtun

af 7

Mælikvarði á áhættu og sveiflur í ávöxtun

Helstu eiginleikar

  • Virk stýring og eignadreifing milli skuldabréfa og innlána

  • Sérfræðingar vakta tækifæri á markaði

  • Skattalegt hagræði

  • Stýring A tekur á móti iðgjöldum vegna tilgreindrar séreignar

Tegund
Stofnár
2010
Grunnmynt
ISK
Eignasamsetning
  • 96,7% Innlend skuldabréf
  • 3,3% Innlán

Síðast breytt: 31.08.2023

Markmið

Markmið þessarar leiðar er að skila stöðugri ávöxtun með góðri áhættudreifingu, sem fæst með fjárfestingum í innlánum fjármálafyrirtækja og fjárfestingum í verðtryggðum og óverðtryggðum skuldabréfum.

Í hverju fjárfestir sjóðurinn?

Fjárfest er í skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs, skuldabréfum bæjar- og sveitarfélaga og innlánum fjármálafyrirtækja. Stærsti hluti eignasafnsins er í ríkisskuldabréfum og er verðtryggingarhlutfall skuldabréfasafnsins á bilinu 20-90%. Þetta safn fjárfestir ekki í hlutabréfum.

Upplýsingablað

Gengisþróun


Berðu saman fjárfestingarleiðir


Þú getur skoðað yfirlit yfir nafnávöxtun á öllum fjárfestingarleiðum okkar. Við minnum á að árangur í fortíð er ekki ávísun á árangur í framtíð.

Skoða yfirlit fjárfestingarleiða

Skjöl og gögn


Upplýsingablað
PDF
Lykilupplýsingaskjal
PDF
Ávöxtun og eignasamsetning
PDF
Fjárfestingarstefna
PDF

Reglur um Framtíðarauð
PDF
Verðskrá verðbréfaþjónustu
PDF

Fyrir­varar


Almennur fyrirvari vegna séreignarsparnaðar

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á lítilli eða engri ávöxtun eða að höfuðstóll tapist. Ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts þegar við á. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.

Framtíðarauður er séreignarsparnaður samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Íslandsbanki er vörsluaðili Framtíðarauðs. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér vel reglur Framtíðarauðs og fjárfestingarstefnu mismunandi fjárfestingarleiða.

Upplýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Íslandsbanki hf. ber enga ábyrgð á fjárfestingarákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga á síðunni. Upplýsingarnar byggja á heimildum sem eru taldar áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast nákvæmni né réttmæti þeirra. Áskilinn er réttur til leiðréttinga.

Gengisþróun og ávöxtun

Tekið er tillit til umsýslugjalds við daglegan útreikning á gengi fjárfestingarleiða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Ávöxtun styttri tímabila er ekki umreiknuð á ársgrundvöll heldur er um gengisbreytingu að ræða. Uppreikningur ávöxtunar miðast við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt hverrar fjárfestingarleiðar.