Hús­næð­is­lán

Hér finnur þú allt um húsnæðislánin sem við bjóðum upp á ásamt fróðleik sem aðstoðar þig við val á láni.

Við veitum húsnæðislán til kaupa eða endurfjármögnunar á húsnæði til eigin nota.

Lánaframboð


Hér finnur þú allt um eðli og eiginleika mismunandi lánsforma

  • Verðtryggt, óverðtryggt eða blandað
  • Fastir vextir og breytilegir vextir
  • Jafnar greiðslur og jafnar afborganir 

Þjón­usta sem hent­ar þér


Á ýmsum tímamótum í lífinum er gott að skoða hvaða leiðir eru í boði.

Hægt er að ráðstafa séreignasparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán og þeir sem huga að íbúðarkaupum geta fengið séreign útborgaða skattfrjálst upp í fyrstu greiðslu. Lesa nánar um skattfrjálsa ráðstöfun

Breyting lána

Við bjóðum upp á breytingar á lánum, svokallaðar skilmálabreytingar en einnig er hægt að endurfjármagna núverandi lán yfir í annað lánsform, allt eftir þörfum hvers og eins.

    Nánar um að breytingu lána

    Fæðingarorlof

    Við bjóðum upp á greiðslufrest á húsnæðislánum í allt að 12 mánuði ef þú átt von á barni og á leiðinni í fæðingarorlof. Til að sækja um þarftu að senda okkur greiðsluáætlun frá Fæðingarorlofssjóði.

      Sækja um greiðslufrest

      Húsnæðisvernd

      Lánalíftrygging ætluð þeim sem taka húsnæðislán hjá bankanum og vilja tryggja sínum nánustu fjárhagslegt öryggi við andlát.

        Nánar um húsnæðisvernd

        Get ég sótt um húsnæðislán?


        • Einstaklingar sem vilja kaupa fasteign til eigin nota eða endurfjármagna núverandi lán á lögheimili geta sótt um húsnæðislán hjá okkur.
        • Lánað er gegn fyrsta veðrétti eða samfelldri veðröð frá og með fyrsta veðrétti.
        • Hver umsókn um lán er metin með tilliti til lánshæfis og virði íbúðarhúsnæðis. Sérstakar reglur gilda um lánveitingar umfram 75 m.kr.
        • Áður en lánsumsóknir eru samþykktar þurfa viðskiptavinir að standast lánshæfis- og greiðslumat hjá bankanum.
        • Sérstakar reglur gilda um hlutfall mánaðarlegra greiðslna af húsnæðisláni af útborguðum launum, mánaðarlegar greiðslur af húsnæðisláni mega ekki fara umfram 35% af útborguðum launum, 40% hjá fyrstu kaupendum. Við þennan útreikning á hámarksgreiðslubyrði er miðað við lágmarksvexti og ákveðinn lánstíma, 3% fyrir verðtryggð lán og hámark 25 ára lánstíma og 5,5% fyrir óverðtryggð lán og hámark 40 ára lánstíma.
        • Húsnæðislán eru veitt gegn fullbúnu húsnæði sem hafa náð byggingarstigi 7. Ef um nýbyggingu er að ræða er hægt að sækja um húsnæðislán þegar fasteign hefur náð fullnægjandi byggingarstigi.
        • Hámarkslán má ekki vera hærra en 10 milljónir yfir samtölu brunabótamats og lóðarmats eignar.

        Græn húsnæðislán


        Við bjóðum hagstæðari kjör á húsnæðislánum við fjármögnun á vistvænu húsnæði sem hefur hlotið viðurkennda umhverfisvottun.

        Ekkert lántökugjald er innheimt vegna grænna húsnæðislána og þar að auki veitum við 0,10% vaxtaafslátt af húsnæðislánakjörum ef eignin er vistvottuð.

        Bóka tíma hjá ráðgjafa


        Stundum er gott að tala við einhvern og fá ráðgjöf. Veldu dagsetningu og tíma sem hentar þér.

        Reiknaðu dæmið


        Hvað getur þú keypt dýra eign og hvaða lán hentar best?

        Bráðabirgðagreiðslumat

        Hér getur þú kannað þína greiðslugetu og hvað þú getur keypt dýra eign.

          Opna bráðabirgðagreiðslumatið

          Húsnæðislánareiknivél

          Hér getur þú reiknað út mánaðarlegar greiðslur, afborganir eða kostnað ólíkra tegunda húsnæðislána.

            Opna húsnæðislánareiknivél

            Spurt og svarað

            Það er eðlilegt að ýmsar spurningar vakni við val á húsnæðislánum. Hérna svörum við algengum spurningum sem tengjast húsnæðislánum.