Húsnæðislán

Við veitum húsnæðislán til kaupa eða endurfjármögnunar á húsnæði til eigin nota.

Við lánum allt að 80% af kaupverði íbúðarhúsnæðis en fyrstu kaupendum stendur til boða sérstakt viðbótarlán upp á 3.000.000, en þó að hámarki 90% af kaupverði.

Við endurfjármögnun er lánað allt að 70% af verðmati eða fasteignamati.

Næstu skref

Fyrsta skrefið er að sækja um greiðslumat og kanna hvaða möguleikar eru í boði.

Kynntu þér allt um húsnæðislán


Hér fyrir neðan getur kynnt þér allt um húsnæðislán bankans

Reiknaðu dæmið


Hvað getur þú keypt dýra eign og hvaða lán hentar best?

Hús­næð­is­lána­reikni­vél

Hér getur þú reiknað út greiðslubyrði, afborganir eða kostnað ólíkra tegunda húsnæðislána.

Opna húsnæðislánareiknivél

Bóka tíma hjá ráðgjafa

Við tökum vel á móti þér og förum yfir stöðuna með þér en áður en þú kemur þarftu að panta tíma hér fyrir neðan.

Bóka tíma

Bráða­birgða­greiðslu­mat

Hér getur þú kannað þína greiðslugetu og hvað þú getur keypt dýra eign.

Opna bráðabirgðagreiðslumat

Greiðslumat

Nú getur þú fengið greiðslumat á aðeins nokkrum mínútum. Greiðslumat gefur skýra mynd af því hver greiðslugeta þín er og hversu hátt lán þú getur tekið.

Sækja um greiðslumat

Húsnæðisvernd


Lánalíftrygging ætluð þeim sem taka húsnæðislán hjá bankanum og vilja tryggja sínum nánustu fjárhagslegt öryggi við andlát.

Þjónusta sem hentar þér


Á ýmsum tímamótum í lífinum er gott að skoða hvaða leiðir eru í boði

Fyrstu kaup

Hér getur þú farið yfir ferlið sem fylgir því að kaupa sína fyrstu eign. Allt frá því hvernig best er að byrja spara fyrir fasteign til afhendingar.

Skoða nánar fyrstu kaup

Endurfjármögnun

Viltu eignast fasteignina hraðar eða lækka greiðslubyrði af lánum?

Endurfjármögnun lána getur þá komið sér vel og það tekur aðeins nokkrar mínútur að sækja um.

Nánar um endurfjármögnun

Ertu á leiðinni í fæðingarorlof?

Við bjóðum upp á greiðslufrest á húsnæðislánum í allt að 9 mánuði ef þú átt von á barni og á leiðinni í fæðingarorlof.

Til að sækja um greiðslufrest vegna fæðingaorlofs þarftu að hafa samband og senda okkur greiðsluáætlun frá fæðingarorlofssjóði. Við skoðum svo málið og látum þig svo vita þegar þú getur mætt til okkar og skrifað undir skilmálabreytingu á láninu.

Kostnaður vegna skilmálabreytingar er samkvæmt verðskrá bankans hverju sinni. 

Hafa samband

Greiðsluvandi

Allir geta lent í tímabundnum erfiðleikum á lífsleiðinni og er mikilvægt að bregðast strax við. Hægt er að hafa sambandvið ráðgjafa okkar til að fara yfir stöðuna.

Ef greiðsluvandi stafar af tímabundnum erfiðleikum, s.s. vegna atvinnuleysis, veikinda, slysa eða öðrum ófyrirséðum ástæðum er hægt að sækja um greiðslufrest á lánum.

Nánar um greiðsluvanda