Húsnæðislán

Húsnæðislánaþjónustan okkar er staðsett í Norðurturni, Kópavogi. Við tökum vel á móti þér en áður en þú kemur þarftu að bóka tíma hjá okkur.

Fjölbreytt úrval


Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval verðtryggðra og óverðtryggðra húsnæðislána en það er einnig hægt að blanda þessum tveimur lánsformum saman. Kynntu þér ólíka eiginleika lánanna til að meta hvað hentar þér best.

Húsnæðislána­reiknivél


Hér getur þú reiknað út greiðslubyrði, afborganir eða kostnað ólíkra tegunda húsnæðislána.

Skoða húsnæðislánareiknivél

Greiðslumat

Hversu dýra eign getur þú keypt?

Hvað er greiðslumat?

Greiðslumat segir til um greiðslugetu þína á mánuði og hversu mikið þú getur greitt af nýju láni. Í sinni einföldustu mynd er útreikningurinn á greiðslumatinu tekjur mínus útgjöld samkvæmt opinberum gögnum.

Húsnæðislánaráðgjöf

Húsnæðislánaþjónusta Íslandsbanka er í Norðurturni, Kópavogi

Hér getur þú bókað tíma í húsnæðisráðgjöf og við förum yfir stöðuna með þér

  • Hvernig virkar greiðslumat
  • Verðtryggð eða óverðtryggt?
  • Kostnaður við lántöku
  • Endurfjármögnun
  • Fyrstu kaup

Endurfjármögnun

Flytja lánið eða endurfjármagna?

Er kominn tími til að stækka eða minnka við sig? Þá borgar sig að fara yfir húsnæðislánin og skoða þá möguleika sem í boði eru.

Hvers vegna endurfjármögnun?

  • Ef aðstæður á markaði hafa breyst
  • Ef vextir lækka getur verið hagstætt að endurfjármagna
  • Lækka greiðslubyrði
  • Auka eignamyndun

Húsnæðisvernd


Lánalíftrygging ætluð þeim sem taka húsnæðislán hjá bankanum og vilja tryggja sínum nánustu fjárhagslegt öryggi við andlát.

Fyrstu kaup


Hér getur þú farið yfir ferlið sem fylgir því að kaupa sína fyrstu eign. Allt frá því hvernig best er að byrja spara fyrir fasteign til afhendingar.

Ertu á leiðinni í fæðingarorlof?

Við bjóðum upp á greiðslufrest á húsnæðislánum ef þú átt von á barni og á leiðinni í fæðingarorlof.

Til að sækja um greiðslufrest þarftu að hafa samband og senda okkur greiðsluáætlun frá fæðingarorlofssjóði. Við látum þig svo vita þegar þú getur mætt til okkar og skrifað undir skilmálabreytingu á láninu. Kostnaður vegna skilmálabreytingar er samkvæmt verðskrá bankans hverju sinni.