Húsnæð­islán

Ertu að kaupa húsnæði eða viltu endurfjármagna eldra íbúðarlán? Íslandsbanki býður upp á fjölbreytt úrval húsnæðislána.

Bókaðu tíma hjá sérfræðingum okkar í húsnæðislánum í Norðurturni.

Fjöl­breytt úrval


Við bjóðum bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð húsnæðislán. Einnig er hægt að blanda þessum tveimur lánsformum saman. Kynntu þér ólíka eiginleika lánanna til að meta hvað hentar þér best.

Húsnæðislána­reiknivél


Ný húsnæðislánareiknivél er í vinnslu. Í millitíðinni er hægt að skoða húsnæðilánareiknivélina í eldra viðmóti. Takk fyrir þolinmæðina á meðan við klárum vefinn.

Skoða húsnæðislánareiknivél

Greiðslumat


Hvað er greiðslumat?

Greiðslumat segir til um hversu mikið þú getur greitt af íbúð. Greiðslumat tekur tillit til annarra útgjalda, til dæmis vegna reksturs bifreiðar, daglegar neyslu eða annarra lána.

Hvernig fæ ég greiðslumat?

Með því að slá inn þínar forsendur getur þú fengið bráðabirgðaútreikning á greiðslugetu innan 5 mínútna. Þú getur svo lokið ferlinu á netinu og fengið fullgilt greiðslumat, án þess að mæta í útibú.

Bráðabirgðagreiðslumat

Sækja um greiðslumat

Það er einfalt að koma í ráðgjöf hjá okkur


Í samtali við ráðgjafa færðu margvíslegar upplýsingar um húsnæðislán út frá þínum þörfum. Veldu dagsetningu og tíma sem hentar þér best og við tökum á móti þér. Flóknara er það ekki! Í viðtali við ráðgjafa í húsnæðisþjónustu gefst meðal annars kostur á að fá upplýsingar um:

  • Hvernig greiðslumat virkar 
  • Lánstegundir sem eru í boði og muninn á þeim
  • Kostnað við lántöku
  • Endurfjármögnun lána
  • Aðra þjónustu Íslandsbanka tengda húsnæðismálum sem er sniðin að þínum þörfum 

Skipt um húsnæði


Þegar kominn er tími til að skipta um húsnæði er gott að fara yfir lánamálin. Sumum nægir að flytja lánið yfir á nýju eignina á meðan aðrir þurfa viðbótarfjármögnun.

Af hverju að endurfjármagna?

  • Ef aðstæður á markaði hafa breyst
  • Ef vextir lækka getur verið hægstætt að endurfjármagna
  • Lækka greiðslubyrði
  • Auka eignamyndun

Húsnæð­isvernd


Lánalíftrygging ætluð þeim sem taka húsnæðislán hjá bankanum og vilja tryggja sínum nánustu fjárhagslegt öryggi við andlát.

Húsnæð­is­lána­vextir


Vextir á húsnæðislánum Íslandsbanka taka mið af bæði innri og ytri þáttum. Vextirnir taka meðal annars mið af breytingum á fjármögnunarkostnaði (lánskjörum) bankans, rekstrarkostnaði, opinberum álögum og/eða öðrum ófyrirséðum kostnaði, stýrivöxtum Seðlabanka Íslands, breytingum á vísitölu neysluverðs o.s.frv.

Sjá nánar

Viltu vita meira?

Hér eru nokkur atriði sem gætu svarað þínum spurningum. Þú getur líka rætt við þjónustufulltrúa á netspjallinu eða hringt í þjónustuverið. Við svörum um hæl.