Hús­næð­is­lán

Hér finnur þú allt um húsnæðislánin sem við bjóðum upp á ásamt fróðleik sem aðstoðar þig við val á láni.

Við veitum húsnæðislán til kaupa eða endurfjármögnunar á húsnæði til eigin nota.

Næstu skref

Hvort sem þú ert búin að sækja um greiðslumat eða ekki getur þú smellt á sækja um lán

Hvað segja viðskiptavinir um þjónustuna?

Fékk ótrúlega góða ráðgjöf og þjónustu frá ykkur og vil þakka innilega fyrir að gera þetta ferli auðvelt fyrir mig

Desember 2021

Með betri þjónustu sem ég hef fengið í banka, eigið allt hrós skilið fyrir frábæra þjónustu

Desember 2021

Þetta gekk allt saman vel og súper þjónusta

Nóvember 2021

Lánaframboð


Hér finnur þú allt um eðli og eiginleika mismunandi lánsforma

  • Verðtryggt, óverðtryggt eða blandað
  • Fastir vextir og breytilegir vextir
  • Jafnar greiðslur og jafnar afborganir 

Þjón­usta sem hent­ar þér


Á ýmsum tímamótum í lífinum er gott að skoða hvaða leiðir eru í boði.

Hægt er að ráðstafa séreignasparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán og þeir sem huga að íbúðarkaupum geta fengið séreign útborgaða skattfrjálst upp í fyrstu greiðslu. Lesa nánar um skattfrjálsa ráðstöfun

Viltu festa vextina?

Hægt er að festa vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum til 3ja eða 5 ára með svokallaðri skilmálabreytingu, en þá helst greiðslubyrðin nokkuð stöðug. Kostnaður við skilmálabreytingu er skv. verðskrá bankans hverju sinni.

Nánar um að festa vexti

Húsnæðisvernd

Lánalíftrygging ætluð þeim sem taka húsnæðislán hjá bankanum og vilja tryggja sínum nánustu fjárhagslegt öryggi við andlát.

Nánar um húsnæðisvernd

Ertu á leið í fæðingarorlof?

Við bjóðum upp á greiðslufrest á húsnæðislánum í allt að 12 mánuði ef þú átt von á barni og á leiðinni í fæðingarorlof.

Til að sækja um greiðslufrest vegna fæðingaorlofs þarftu að senda okkur greiðsluáætlun frá Fæðingarorlofssjóði. Við skoðum svo málið og látum þig svo vita þegar þú getur mætt til okkar og skrifað undir skilmálabreytingu á láninu. Kostnaður vegna skilmálabreytingar er samkvæmt verðskrá bankans hverju sinni. 

Get ég sótt um húsnæðislán?


  • Einstaklingar sem vilja kaupa fasteign til eigin nota eða endurfjármagna núverandi lán á lögheimili geta sótt um húsnæðislán hjá okkur.
  • Lánað er gegn fyrsta veðrétti eða samfelldri veðröð frá og með fyrsta veðrétti.
  • Hver umsókn um lán er metin með tilliti til lánshæfis og virði íbúðarhúsnæðis. Sérstakar reglur gilda um lánveitingar umfram 75 m.kr.
  • Áður en lánsumsóknir eru samþykktar þurfa viðskiptavinir að standast lánshæfis- og greiðslumat hjá bankanum. Alla jafna er horft til þess að greiðslubyrði húsnæðislána fari ekki yfir 35% af útborguðum tekjum.
  • Húsnæðislán eru veitt gegn fullbúnu húsnæði sem hafa náð byggingarstigi 7. Ef um nýbyggingu er að ræða er hægt að sækja um húsnæðislán þegar fasteign hefur náð fullnægjandi byggingarstigi.

Græn húsnæðislán


Við bjóðum hagstæðari kjör á húsnæðislánum við fjármögnun á vistvænu húsnæði sem hefur hlotið viðurkennda umhverfisvottun.

Ekkert lántökugjald er innheimt vegna grænna húsnæðislána og þar að auki veitum við 0,10% vaxtaafslátt af húsnæðislánakjörum ef eignin er vistvottuð.

Bóka tíma hjá ráðgjafa


Stundum er gott að tala við einhvern og fá ráðgjöf. Veldu dagsetningu og tíma sem hentar þér.

Bóka tíma

Útibúum á höfuðborgarsvæðinu hefur verð lokað en þú getur bókað tíma hér og við aðstoðum þig símleiðis. Ef erindið krefst afgreiðslu í útibúi bókum við fund í kjölfar símtalsins.

Sæki þjónustur…

Reiknaðu dæmið


Hvað getur þú keypt dýra eign og hvaða lán hentar best?

Bráðabirgðagreiðslumat

Hér getur þú kannað þína greiðslugetu og hvað þú getur keypt dýra eign.

Opna bráðabirgðagreiðslumatið

Húsnæðislánareiknivél

Hér getur þú reiknað út greiðslubyrði, afborganir eða kostnað ólíkra tegunda húsnæðislána.

Opna húsnæðislánareiknivél

Spurt og svarað


Það er eðlilegt að ýmsar spurningar vakni við val á húsnæðislánum. Hérna svörum við algengum spurningum sem tengjast húsnæðislánum.

Skoða spurt og svarað