Lánaframboð

Við veitum verðtryggð, óverðtryggð eða blönduð húsnæðislán til kaupa eða endurfjármögnunar á húsnæði til eigin nota.

Gott er að prófa sig áfram með húsnæðislánareiknivél til að sjá hvernig dæmið lítur út. Þannig færðu skýra mynd af því hvernig lánsformin virka og góða vísbendingu um hver heildarkostnaður lánsins er eftir mismunandi tegundum.

Lánin okkar

  • Óverðtryggð húsnæðislán lánstími til  allt að 40 ára og  verðtryggð húsnæðislán til 25 ára.
    Fyrstu kaupendum stendur jafnframt til boða allt að 40 ára lánstími á verðtryggðum lánum.

  • Þú getur valið á milli jafnra afborgana af höfuðstól og jafnra greiðslna (annuitet).

  • Við endurfjármögnun lánar bankinn 70% af fasteignamati.

  • Þú getur greitt inn á lánin eða greitt lánin upp í netbanka. Sjá leiðbeiningar

  • Við veitum fyrstu kaupendum stuðning alla leið og bjóðum upp á sérstakt aukalán að hámarki 3.000.000 kr. fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn. Sjá nánar fyrstu kaup

Verðtryggt, óverðtryggt eða blandað lán


Eðli og eiginleikar mismunandi lánsforma

Óverðtryggt

Verðtryggt

Blandað lán

Eignamyndun er yfirleitt hraðari vegna þess að fjármagnskostnaður er að fullu greiddur á hverjum gjalddaga.

Eignamyndun er yfirleitt hægari vegna þess að hluti fjármagnskostnaðar bætist við höfuðstól lánsins og kemur til greiðslu á lánstímanum.

Með blönduðu láni getur þú sameinað kosti ólíkra lánategunda.

Tvær tegundir lána, annars vegar með breytilegum vöxtum og hins vegar með föstum vöxtum fyrstu 3/5 ár lánstímans.

Tvær tegundir lána, annars vegar með breytilegum vöxtum og hins vegar með föstum vöxtum út lánstíma, þar sem vextir eru endurskoðaðir á 5 ára fresti.

Þú getur haft hluta af fjármögnuninni á breytilegum vaxtakjörum og hluta með föstum vöxtum fyrstu ár lánstímans.

Greiðslubyrði lánsins er þyngri í upphafi en af verðtryggðum lánum.

Greiðslubyrði lánsins er léttari í upphafi en af óverðtryggðum lánum.

Þú getur skipt lánsfjárhæðinni upp í tvö eða fleiri lánsform. Þannig getur þú ráðið hlutfalli verðtryggðra og óverðtryggðra lána í þinni húsnæðisfjármögnun.

Hægt er að festa vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum til 3ja eða 5 ára með svokallaðri skilmálabreytingu.

Verðbætur eru eins og vextir sem leggjast við höfuðstól lánsins.

Með blönduðu húsnæðisláni má því dreifa vaxtaáhættu og velja bæði breytilega og tímabundna fasta vexti.

Óverðtryggð húsnæðislán

Eignamyndun er yfirleitt hraðari á óverðtryggðum lánum. Greiðslubyrðin er því þyngri í upphafi en af verðtryggðum lánum. Kynntu þér þessar leiðir hér neðar til þess að halda greiðslubyrðinni nokkuð stöðugri.

Hægt er að festa vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum til 3ja eða 5 ára með svokallaðri skilmálabreytingu, en þá helst greiðslubyrðin nokkuð stöðug. Eftir þann tíma ber lánið breytilega vexti skv. vaxtatöflu en þú getur alltaf óskað eftir því að festa vexti á ný með skilmálabreytingu. Kostnaður við skilmálabreytingu er skv. verðskrá bankans hverju sinni.

Fastir vextir eða breytilegir vextir?


Það getur verið snúið að velja hvort lánið eigi að bera fasta vexti eða breytilega.

Fastir vextir.

Breytilegir vextir.

Greiðslubyrði nokkuð stöðug.

Greiðslubyrði breytileg í samræmi við gildandi vexti á hverjum tíma.

Fastir vextir á óverðtryggðum lánum gilda í 3/5 ár frá útborgunardegi láns. Eftir þann tíma ber lánið breytilega vexti skv. vaxtatöflu.

Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum taka meðal annars mið af fjár­mögnunar­kostnaði bankans og aðstæðum á markaði.

Fastir vextir á verðtryggðum lánum eru endurskoðaðir á 5 ára fresti.

Breytilegir vextir á verðtryggðum lánum taka meðal annars mið af fjár­mögnunar­kostnaði bankans og aðstæðum á markaði.

Uppgreiðslu­gjald er á lánum á meðan það ber fasta vexti. Á þessu fastvaxtatímabili er þó hægt að greiða allt að 1.000.000 kr. aukalega inn á húsnæðislán á hverju ári án uppgreiðslugjalds.

Hægt er að greiða lánið upp hvenær sem er án uppgreiðslugjalds.

Veðhlutföll og lánsfjárhæð


Við veitum grunnlán sem nemur allt að 70% af fasteignamati. Lántakendum stendur einnig til boða að taka viðbótarlán upp í 80% af kaupverði íbúðarhúsnæðis. Sérstakar reglur gilda fyrir lán umfram 75 m.kr.

Við bjóðum upp á sérstakt aukalán að hámarki 3.000.000 kr. fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn. Lánið kemur til viðbótar við hefðbundna 80% húsnæðisfjármögnun af kaupverði en þó að hámarki að 85% af kaupverði íbúðarhúsnæðis.

Við endurfjármögnun lánum við 70% af fasteignamati.

Jafnar greiðslur eða jafnar afborganir?


Jafnar greiðslur

Jafnar afborganir

Greiðum um það bil sömu heildarupphæð í hverjum mánuði

Greiðum sömu upphæð beint á höfuðstólinn í hverjum mánuði

Mánaðarlegar greiðslur eru lægri í upphafi

Mánaðarlegar greiðslur eru hærri í upphafi

Græn húsnæðislán


Við bjóðum hagstæðari kjör á húsnæðislánum við fjármögnun á vistvænu húsnæði sem hefur hlotið viðurkennda umhverfisvottun.

Ekkert lántökugjald er innheimt vegna grænna húsnæðislána og þar að auki veitum við 0,10% vaxtaafslátt af húsnæðislánakjörum ef eignin er vistvottuð.

Spurt og svarað

Það er eðlilegt að ýmsar spurningar vakni við val á húsnæðislánum. Hérna svörum við algengum spuringum sem tengjast húsnæðislánum.

Bóka tíma hjá ráðgjafa


Stundum er gott að tala við einhvern og fá ráðgjöf. Veldu dagsetningu og tíma sem hentar þér.