Lánaframboð
Við veitum verðtryggð, óverðtryggð eða blönduð húsnæðislán til kaupa eða endurfjármögnunar á húsnæði til eigin nota.
Gott er að prófa sig áfram með húsnæðislánareiknivél til að sjá hvernig dæmið lítur út. Þannig færðu skýra mynd af því hvernig lánsformin virka og góða vísbendingu um hver heildarkostnaður lánsins er eftir mismunandi tegundum.