Húsnæðislánareiknivél
Hér getur þú reiknað út mánaðarlegar greiðslur, afborganir eða kostnað ólíkra tegunda húsnæðislána.
Húsnæðislánareiknivél sýnir greiðslubyrði lána samkvæmt vöruframboði. Sérstakar reglur gilda um hlutfall mánaðarlegra greiðslna af húsnæðisláni af útborguðum launum, mánaðarlegar greiðslur af húsnæðisláni mega ekki fara umfram 35% af útborguðum launum, 40% hjá fyrstu kaupendum. Við þennan útreikning á hámarksgreiðslubyrði er miðað við lágmarksvexti og ákveðinn lánstíma, 3% fyrir verðtryggð lán og hámark 25 ára lánstíma og 5,5% fyrir óverðtryggð lán og hámark 40 ára lánstíma. Vextir sem birtir eru miðast við nýjustu breytingu hverju sinni eins og þær birtast í vaxtatöflu bankans.