Viltu lækka greiðslu­byrðina?

Hægt er að endurfjármagna núverandi lán yfir í annað lánsform, allt eftir þörfum hvers og eins.

Fastar greiðslur


Léttu greiðslubyrðina í 12 mánuði

Fastar greiðslur henta þeim lántakendum sem eru með óverðtryggð húsnæðislán og vilja lækka greiðslubyrðina tímabundið í háu vaxtastigi.

  • Lántaki getur valið fjárhæð fastra greiðslna fyrir lánið sitt en þær skulu þó að lágmarki nema 5% vaxtagreiðslu af láninu (5,5% fyrir viðbótarlán). Lántaki getur því lækkað greiðslubyrði lánsins tímabundið miðað við sína greiðslugetu
  • Mismunur á föstu greiðslunni og upphæð sem hefði átt að greiða miðað við skilmála lánsins leggst við höfuðstól lánsins á tímabilinu. Sú fjárhæð sem bætist við höfuðstól lánsins á tímabilinu ber vexti með eftirstöðvum lánsins frá fyrsta degi eftir að tímabilinu lýkur.  
  • Þeir vextir sem leggjast við höfuðstól koma til greiðslu á þeim gjalddögum sem eftir eru af láninu (dreifast á lánstímann).
  • Fastar greiðslur henta þeim lántakendum sem vilja jafna greiðslubyrðina í háu vaxtastigi.

Sækja um fastar greiðslur

Nánar um fastar greiðslur

Fastar greiðslur henta þeim lántakendum sem vilja lækka greiðslubyrðina tímabundið í háu vaxtastigi.

Dæmi


Núverandi greiðsla

Fastar greiðslur

Lánsfjárhæð

35.000.000 kr.

35.000.000 kr.

Lánstími

40 ár

40 ár

Tegund afborgunar

Jafnar greiðslur

Jafnar greiðslur

Viðmiðunarvextir

10,25%

5%*

Greiðslubyrði á gjalddaga

304.216 kr.

168.899 kr.

*5% er sú viðmiðunarprósenta vaxta sem notuð er til að finna fjárhæð fastrar greiðslu sem er greidd næstu 12 mánuði.

Endurfjármögnun

Ef heild­ar­veð­setn­ing er und­ir 70% af fast­eigna­mati íbúð­ar­hús­næð­is­ins

Viðskiptavinum stendur til boða að endurfjármagna viðbótarlán yfir í grunnlán sem ber hagstæðari vexti að því gefnu að veðsetning sé undir 50% af fasteignamati.

Til þess að reikna út veðsetningarhlutfall eignar þarftu að vita heildarskuldir sem hvíla á eigninni og fasteignamat hennar.

Heildarskuldir sem hvíla á eigninni ÷ fasteignamat íbúðar = veðhlutfall

Fletta upp fasteignamati

Einnig er hægt að bóka tíma í ráðgjöf til þess að sjá hvaða möguleikar standa til boða og kanna her heildarveðsetning og fasteignamat eignar er.

Kostnaður við endurfjármögnun er skv. verðskrá bankans hverju sinni.

Sækja um endurfjármögnun

Verðtryggt eða óverðtryggt?


Heimilt er að breyta verðtryggðu húsnæðisláni yfir í óverðtryggt og öfugt og er það gert með endurfjármögnun og að undangengnu greiðslumati. Einnig er hægt að breyta hluta láns yfir í verðtryggt eða óverðtryggt og hafa blandaða lánasamsetningu.

Óverðtryggð lán

Verðtryggð lán

Óverðtryggð lán eru alla jafna með þyngri greiðslubyrði í upphafi en verðtryggð lán

Verðtryggð lán geta verið með léttari greiðslubyrði í upphafi

Eignamyndun er alla jafna hraðari á óverðtryggðum lánum

Eignamyndun er alla jafna hægari á verðtryggðum lánum en á óverðtryggðum nema að valinn sé styttri lánstími

Verðbætur sem koma til vegna verðbólgu leggjast á höfuðstól og dreifast á lánstímann

Þú getur óskað eftir að breyta láni að hluta eða í heild úr óverðtryggðu yfir í verðtryggt eða öfugt hér að neðan. Við munum svo hafa samband við þig í kjölfarið og finna tíma til að undirrita skjölin. 

Sækja um endurfjármögnun

Breyta tegund afborgunar


Jafnar greiðslur og jafnar afborganir

Lán eru ýmist með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum og hægt er að breyta tegund núverandi afborgana með endurfjármögnun.

  • Þegar lán er greitt með jöfnum greiðslum er u.þ.b sama heildarfjárhæð greitt í hverjum mánuði (fjárhæðin tekur þó breytingum á verðtryggðum lánum vegna verðbólgu)
  • Á lánum með jöfnum greiðslum er greiðslubyrði lægri í upphafi en þegar greitt er með jöfnum afborgunum
  • Þegar lán er greitt með jöfnum afborgunum er sama fjárhæð greidd inn á höfuðstól í hverjum mánuði (fjárhæðin tekur þó breytingum á verðtryggðum lánum vegna verðbólgu)
  • Á lánum með jöfnum afborgunum er greiðslubyrði hærri í upphafi en þegar greitt er með jöfnum greiðslum

Kostnaður er skv. verðskrá bankans hverju sinni. Sækja um endurfjármögnun.