Viltu lækka greiðslubyrðina?

Við bjóðum upp á breytingar á lánum, svokallaðar skilmálabreytingar en einnig er hægt að endurfjármagna núverandi lán yfir í annað lánsform, allt eftir þörfum hvers og eins.

Endurfjármögnun


Ef heild­ar­veð­setn­ing er und­ir 70% af fast­eigna­mati íbúð­ar­hús­næð­is­ins

Viðskiptavinum stendur til boða að endurfjármagna viðbótarlán yfir í grunnlán sem ber hagstæðari vexti að því gefnu að veðsetning sé undir 70% af fasteignamati.

Til að sjá hvaða möguleikar standa til boða og kanna hver heildarveðsetning og fasteignamat eignar er hægt að bóka tíma í ráðgjöf.

Kostnaður við endurfjármögnun er skv. verðskrá bankans hverju sinni.

Sækja um endurfjármögnun

Verðtryggt eða óverðtryggt?


Heimilt er að breyta verðtryggðu húsnæðisláni yfir í óverðtryggt og öfugt og er það gert með endurfjármögnun og að undangengnu greiðslumati. Einnig er hægt að breyta hluta láns yfir í verðtryggt eða óverðtryggt og hafa blandaða lánasamsetningu.

Óverðtryggð lán

Verðtryggð lán

Óverðtryggð lán eru alla jafna með þyngri greiðslubyrði í upphafi en verðtryggð lán

Verðtryggð lán geta verið með léttari greiðslubyrði í upphafi

Eignamyndun er alla jafna hraðari á óverðtryggðum lánum

Eignamyndun er alla jafna hægari á verðtryggðum lánum en á óverðtryggðum nema að valinn sé styttri lánstími

Greiðslubyrði á óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum geta hækkað umtalsvert þegar vextir hækka

Verðbætur sem koma til vegna verðbólgu leggjast á höfuðstól og dreifast á lánstímann

Þú getur óskað eftir að breyta láni að hluta eða í heild úr óverðtryggðu yfir í verðtryggt eða öfugt hér að neðan. Við munum svo hafa samband við þig í kjölfarið og finna tíma til að undirrita skjölin. 

Sækja um endurfjármögnun

Breyta lánstíma


Hægt er að lengja og stytta lánstíma á húsnæðislánum með skilmálabreytingu en að hámarki er hægt að lengja lánstíma til 40 ára (á ekki við um fyrstu kaupa lán).

 • Við lengingu á lánstíma lækkar greiðslubyrðin og eignamyndun verður hægari
 • Við styttingu á lánstíma hækkar greiðslubyrðin og eignamyndun verður hraðari

Kostnaður við skilmálabreytingu er skv. verðskrá bankans hverju sinni. Vinsamlegast athugið að ef greiðslubyrði láns hækkar umfram 20% þarf að framkvæma greiðslumat.

Þú getur óskað eftir breytingu á lánstíma í fyrirspurnarforminu hér að neðan. Við munum svo hafa samband við þig í kjölfarið og finna tíma til að undirrita skjölin.

Sækja um breytingu á láni

Breyta tegund afborgunar


Jafnar greiðslur og jafnar afborganir

Lán eru ýmist með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum og hægt er að breyta tegund núverandi afborgana með skilmálabreytingu.

 • Þegar lán er greitt með jöfnum greiðslum er u.þ.b sama heildarfjárhæð greitt í hverjum mánuði (fjárhæðin tekur þó breytingum á verðtryggðum lánum vegna verðbólgu)
 • Á lánum með jöfnum greiðslum er greiðslubyrði lægri í upphafi en þegar greitt er með jöfnum afborgunum
 • Þegar lán er greitt með jöfnum afborgunum er sama fjárhæð greidd inn á höfuðstól í hverjum mánuði (fjárhæðin tekur þó breytingum á verðtryggðum lánum vegna verðbólgu)
 • Á lánum með jöfnum afborgunum er greiðslubyrði hærri í upphafi en þegar greitt er með jöfnum greiðslum

Kostnaður við skilmálabreytingu er skv. verðskrá bankans hverju sinni. Vinsamlegast athugið að ef greiðslubyrði láns hækkar umfram 20% þarf að framkvæma greiðslumat.

Þú getur óskað eftir breytingu á greiðslufyrirkomulagi láns í fyrirspurnarforminu hér að neðan. Við munum svo hafa samband við þig í kjölfarið og finna tíma til að undirrita skjölin. 

Sækja um breytingu á láni

Festa vexti


Óverðtryggð lán

Hægt er að festa vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum til 3ja eða 5 ára með svokallaðri skilmálabreytingu, en þá helst greiðslubyrðin nokkuð stöðug.

 • Óverðtryggð lán með föstum vöxtum tryggja stöðugri greiðslubyrði og fyrirsjáanleika næstu 3 til 5 árin á meðan vextir eru fastir.
 • Eftir að fastvaxtatímabili lýkur ber lánið breytilega óverðtryggða vexti skv. vaxtatöflu og getur þú alltaf óskað eftir því að festa vexti á ný þegar þér hentar.
 • Greiðslubyrði á lánum sem hafa að geyma breytilega vexti getur hækkað, lækkað eða staðið í stað í einhvern tíma, í samræmi við breytingar og þróun vaxta hjá bankanum.
 • Uppgreiðslu-og umframgreiðslugjald er á lánum á meðan það ber fasta vexti (heimilt er að greiða 1.000.000 inn á höfuðstól lánsins yfir 12 mánaða tímabil).

Kostnaður við skilmálabreytingu er skv. verðskrá bankans hverju sinni. Vinsamlegast athugið að ef greiðslubyrði láns hækkar umfram 20% þarf að framkvæma greiðslumat.

Þú getur óskað eftir að festa vexti í fyrirspurnarforminu hér að neðan. Við munum svo hafa samband við þig í kjölfarið og finna tíma til að undirrita skjölin. 
Sækja um breytingu á láni

Verðtryggð lán

Ef þú ert með verðtryggt lán með breytilegum vöxtum og vilt festa vextina þá er það gert með endurfjármögnun.

 • Verðtryggð lán með föstum vöxtum tryggja stöðugri greiðslubyrði og meiri vissu meðan á hverju fastvaxtatímabili stendur.
 • Fastir vextir á verðtryggðum lánum eru endurskoðaðir á 5 ára fresti og að fastvaxtatímabilinu loknu taka nýir núgildandi vextir við skv. vaxtatöflu
 • Greiðslubyrði á lánum sem hafa að geyma breytilega vexti getur hækkað, lækkað eða staðið í stað í einhvern tíma, í samræmi við breytingar og þróun vaxta hjá bankanum.
 • Uppgreiðslu-og umframgreiðslugjald er á lánum á meðan það ber fasta vexti (heimilt er að greiða 1.000.000 inn á höfuðstól lánsins yfir 12 mánaða tímabil).

Kostnaður við endurfjármögnun er skv. verðskrá bankans hverju sinni.
Sækja um endurfjármögnun