Endur­fjármögnun

Stundum breytast aðstæður fólks. Aðstæður á markaði geta líka breyst. Þá getur endurfjármögnun lána komið sér vel.

Næstu skref

Greiðslumat er góður mælikvarði á hversu hátt lán þú getur sótt um.

Hvers vegna ætti ég að endur­fjármagna?


Viltu lækka greiðslubyrðina?

Viltu auka eignamyndun?

Athugaðu hvort þú getur:

Athugaðu hvort þú getur:

Lengt lánstímann

Stytt lánstímann

Endurfjármagnað á lægri vöxtum

Greitt aukalega inn á lán

Skipt úr óverðtryggðu láni yfir í verðtryggt lán

Skipt úr verðtryggðu láni yfir í óverðtryggt lán

Breytt úr jöfnum afborgunum af höfuðstól í jafnar greiðslur (annuitet)

Breytt úr jöfnum greiðslum (annuitet) í jafnar afborganir af höfuðstól

Borgar sig að endur­fjármagna?


Þegar endurfjármögnun er skoðuð er mikilvægt að skoða skilmála þess láns sem á að endurfjármagna og meta kostnaðinn. Þarf að greiða uppgreiðslugjöld? Oft borgar sig að endurfjármagna þrátt fyrir að lán beri uppgreiðslugjald, þar sem hægt er að ná þeim kostnaði til baka með lægri vaxtakostnaði á nýjum lánum.

Uppgreiðslugjöld

Ekkert uppgreiðslugjald er á lánum með breytilegum vöxtum. Lán með föstum vöxtum og lán útgefin 1. nóvember 2013 eða síðar bera uppgreiðslugjald skv. verðskrá bankans hverju sinni.

Þú getur greitt 1.000.000 kr. aukalega inn á húsnæðislán á hverju ári án þess að borga umframgreiðslugjald. Umframgreiðslugjald reiknast aðeins af fjárhæðum umfram 1.000.000 kr. Gjaldið bætist við reglulegar afborganir af láninu og aðeins á meðan lánið ber fasta vexti.

Kostnaður við endur­fjármögnun


  • Kostnaður við endurfjármögnun á öðru húsnæðisláni hjá Íslandsbanka, 59.000 kr
  • Greiða þarf þinglýsingargjald sem fylgir gjaldskrá sýslumannsembættis.

Kostnaður vegna annarra þátta fylgir verðskrá bankans:

  • Útgáfa á skuldabréfi
  • Gerð greiðslumats
  • Veðbandayfirlit
  • Lánayfirlit

Greiðslu­mat gefur stöðuna


Ef endurfjármögnun felur í sér hærri greiðslubyrði er fyrsta skrefið að fá greiðslumat. Þannig getur þú metið hversu mikla hækkun á greiðslubyrði þú ræður við.

Hér getur þú slegið inn þínar forsendur og fengið bráðabirgðaútreikning á þinni greiðslugetu. Þú færð líka yfirlit yfir lánamöguleika og hvers konar lán gætu hentað þér.

Lánsfjárhæð


Við lánum allt að 70% af verðmati eða fasteignamati við endurfjármögnun. Sé fasteignamat hærra en verðmat tökum við mið af verðmati. Lánin geta verið verðtryggð, óverðtryggt eða blönduð.

Hvað hentar mér?


Bókaðu tíma í húsnæðislánaráðgjöf og saman komumst við að því hvað hentar þér best. Húsnæðislánaþjónustan okkar er staðsett í Norðurturni, Kópavogi. Ef lánið þitt er ekki hjá Íslandsbanka er gott að hafa upplýsingar um lánið meðferðis.