Endur­fjármögnun

Stundum breytast aðstæður fólks eða aðstæður á markaði geta líka hafa breyst. Þá getur verið gott að huga að endurfjármögnun. Með endurfjármögnun tekur þú nýtt lán til að greiða upp áhvílandi lán. Einnig er hægt að óska eftir viðbótarláni en hámarkslán við endurfjármögnun er 70% af virði eignar.

Næstu skref

Fyrsta skrefið er að sækja um greiðslumat og kanna hvaða möguleikar eru í boði.

Hvenær er gott að endurfjármagna?

 • Ef aðstæður á markaði hafa breyst

 • Ef vextir hafa lækkað

 • Ef þú vilt lækka greiðslubyrði

 • Ef þú vilt auka eignamyndun

Gott að vita

Hvað þarft þú að vita áður en þú endurfjármagnar?

 • Sé fasteignamat hærra en verðmat tökum við mið af verðmati.
 • Við lánum allt að 70% af verðmati eða fasteignamati við endurfjármögnun
 • Lánin geta verið verðtryggð, óverðtryggt eða blönduð
 • Kostnaður við endurfjármögnun er 59.000 kr
 • Gott er að afla sér upplýsinga um hvort lánið sem á að greiða upp beri uppgreiðslugjald

 • Greiðslumat

  Greiðslumat

  Það tekur aðeins nokkrar mínútur að fá niðurstöður greiðslumats.

 • Lán

  Velja lán

  Lánin geta verið verðtryggð, óverðtryggt eða blönduð. Í húsnæðislánareiknivélinni getur þú skoðað möguleikar henta þér og ákveðið lánasamsetningu.

 • Gögn móttekin

  Senda inn umsókn

  Um leið og þú hefur ákveðið lánasamsetningu getur þú sent inn umsókn með rafrænum hætti.

 • Áreiðanleikakönnun

  Svara áreiðanleikakönnun

  Öllum umsækjendum ber að svara spurningarlista áður en lántaka fer fram. Það er hægt að svara hér.

 • Umsókn samþykkt

  Umsókn samþykkt

  Um leið og öll skilyrði um lánveitingu hafa verið uppfyllt er lánsumsókn samþykkt.

 • Undirritun

  Undirritun skuldaskjala

  Undirritun fylgiskjala fer fram með rafrænum hætti. Við munum hafa samband við þig þegar skuldabréfið er tilbúið til undirritunar.

 • Þinglýsing

  Gögn send til sýslumanns

  Skuldabréf er sent í þinglýsingu til Sýslumanns. Afgreiðslutíminn er breytilegur eftir sýslumannsembættum.

 • Ráðstöfun

  Ráðstöfun láns

  Þegar skuldabréfið berst til okkar úr þinglýsingu er láninu ráðstafað samkvæmt fyrirmælum lánsumsóknar.

Kostnaður

Við endur­fjármögnun

 • Kostnaður við endurfjármögnun á öðru húsnæðisláni hjá Íslandsbanka, 59.000 kr
 • Greiða þarf þinglýsingargjald sem fylgir gjaldskrá sýslumannsembættis.

Kostnaður vegna annarra þátta fylgir verðskrá bankans:

 • Útgáfa á skuldabréfi
 • Gerð greiðslumats
 • Veðbandayfirlit
 • Lánayfirlit

Borgar sig að endur­fjármagna?


Þegar endurfjármögnun er skoðuð er mikilvægt að skoða skilmála þess láns sem á að endurfjármagna og meta kostnaðinn. Þarf að greiða uppgreiðslugjöld? Oft borgar sig að endurfjármagna þrátt fyrir að lán beri uppgreiðslugjald, þar sem hægt er að ná þeim kostnaði til baka með lægri vaxtakostnaði á nýjum lánum.

Uppgreiðslugjöld

Ekkert uppgreiðslugjald er á lánum með breytilegum vöxtum. Lán með föstum vöxtum og lán útgefin 1. nóvember 2013 eða síðar bera uppgreiðslugjald skv. verðskrá bankans hverju sinni.

Þú getur greitt 1.000.000 kr. aukalega inn á húsnæðislán á hverju ári án þess að borga umframgreiðslugjald. Umframgreiðslugjald reiknast aðeins af fjárhæðum umfram 1.000.000 kr. Gjaldið bætist við reglulegar afborganir af láninu og aðeins á meðan lánið ber fasta vexti.