Stuðningur við fyrstu kaup

Fyrstu kaupendum stendur til boða að nýta sér skattfrjálst úrræði, í formi séreignasparnaðar, ef verið er að kaupa sína fyrstu eign.

Skatt­frjáls ráðstöfun séreign­ar­sparnaðar

Þann 1. júlí 2017 tóku gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Heimilt er að taka út séreignarsparnað skattfrjálst, annað hvort til fasteignakaupa eða til að greiða inn á húsnæðislán. Hver og einn getur nýtt úrræðið í 10 ár. Úrræðinu er ætlað að styðja við þá sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign.

Viltu sækja um úrræðið?
Á vef RSK má finna upplýsingar um úrræðið. Þar getur þú einnig sent inn umsókn.

Nánari upplýsingar

  • Hámarksheimild á einstakling er kr. 500.000 á 12 mánaða tímabili

  • Hámarksheimild fyrir par er kr. 1.000.000 á 12 mánaða tímabili

  • Heimilt er að nýta það sem viðkomandi hefur safnað í séreignarsparnað frá 30. júní 2014

  • Hámarksheimild er 2% frá launagreiðanda og 4% af eigin iðgjaldi

  • Skilyrði úttektar á séreignarsparnaði er að rétthafi hafi ekki áður átt íbúð

  • Skilyrði að lánið veiti rétt til vaxtabóta og sé sannarlega húsnæðislán

  • Viðkomandi þarf að vera skráður fyrir að minnsta kosti 30% í fasteigninni

  • Þeir sem ekki hafa verið eigendur að íbúðarhúsnæði síðastliðin 5 ár geta talist fyrstu kaupendur og nýtt heimildir laganna.

Úrræðið skiptist í þrjár leiðir


Úrræðið skiptist í þrjár leiðir. Mögulegt er að velja á milli þessara leiða eða blanda þeim saman:

1. Sparnaðarleið

- Safnað fyrir útborgun

2. Höfuðstólsleið

- Regluleg innborgun á höfðustól láns

3. Blönduð leið

- Ráðstöfun iðgjalds sem afborgun inn á óverðtryggt lán og sem greiðslu inn á höfuðstól þess

- Ef þessi leið er valin fer iðgjald fyrstu 12 mánuði að fullu til greiðslu reglulegrar afborgana og vaxta á óverðtryggðu húsnæðisláni

- Þetta hlutfall lækkar svo um 10% á ári en hlutfall til greiðslu inn á höfuðstól láns hækkar á móti

Hver og einn getur nýtt úrræðið í 10 ár og er ætlað þeim sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign

Einstaklingur sem er að kaupa sína fyrstu fasteign getur t.d. nýtt 5 ára uppsafnaðan séreignarsparnað til útborgunar og næstu 5 árin sem reglulega innborgun á húsnæðislán, svo lengi sem um samfellt 10 ára tímabil er að ræða.

Ætlar þú að kaupa fast­eign eftir 1 ár eða meira?


Flestir sem ætla að nýta inneign í séreignarsparnaði til húsnæðiskaupa kjósa litlar sveiflur. Húsnæðisleið getur hentað ef kaupin eiga sér stað eftir 1 ár eða lengri tíma.