Húsnæðisvernd

Húsnæðisvernd er sérsniðin lánalíftrygging fyrir viðskiptavini með húsnæðislán. Með lánalíftryggingu ert þú að tryggja þínum nánustu sem á þig treysta fjárhagslegt öryggi.

Hversu lengi gildir tryggingin?
Til 70 ára aldurs
Hverjir geta sótt um?
Allir 18-49 ára

Kostir Húsnæðisverndar

  • Það er einfalt áhættumat (einungis þrjár fullyrðingar um heilsufar)

  • Húsnæðisvernd er ódýr

  • Ert að tryggja hag þeirra sem treysta á þig

  • Tryggingarfjárhæð lækkar ekki þótt greitt sé inn á lánið

  • Átt rétt á framhaldstryggingu sé lán uppgreitt

Hvernig virkar þetta?


Lánalíftrygging tryggir aðstandendum þínum bætur ef þú fellur frá á tryggingartímanum. Þú ákveður tryggingarfjárhæð sem greiðist inn á húsnæðislán þitt við fráfall. Líftryggingarbætur eru skattfrjálsar og verðtryggðar.

Allir á aldrinum 18-49 ára og eru með húsnæðislán hjá bankanum geta sótt um líftryggingu og gildir hún til 70 ára aldurs..

Tryggingarfjár­hæð


Hámarksfjárhæðir eru 30.000.000 kr. Upphæð tryggingar fer ekki lækkandi með hækkandi aldri, eins og oft er tilfellið með líftryggingar.

Við ákvörðun tryggingarfjárhæðar og greiðslubyrði er tekið mið af þínum þörfum og aðstæðum. Saman komumst við að því hvað hentar þér best.

Einfalt er að segja upp Húsnæðisvernd eða breyta líftryggingarfjárhæð ef aðstæður þínar breytast á tryggingartímanum.

Spurt og svarað