Gott að vita

Hér finnur þú upplýsingar um notkun og valmöguleika korta Íslandsbanka.

Upplýsingar um kortin okkar


Hér finnur þú ýmsar gagnlegar upplýsingar um kortin okkar. Ef þú hefur frekari spurningar er þér velkomið að hafa samband við okkur í gegnum netspjallið, ráðgjafaver eða tölvupóst.

Breyta PIN


Við bjóðum þér að skipta um PIN númer á Mastercard kortinu þínu. Þú getur breytt PIN númerinu í öllum hraðbönkum Íslandsbanka. Þú fylgir uppgefnum leiðbeiningum og velur númer sem hentar þér.

Góð ráð

  • Varðveittu PIN númerið (leyninúmerið) vel og geymdu það ekki með kortinu
  • Aðeins þú getur notað kortið og þér er með öllu óheimilt að láta það öðrum í té
  • Veldu nýtt PIN númer af kostgæfni
  • Af öryggisástæðum getur nýtt PIN númer ekki innihaldið að hluta til eða öllu leyti: kortanúmerið, gildistíma kortsins, kennitölu korthafa eða verið einvalt Pin númer eins og 1234, 1111 o.s.frv.

Í öllum hraðbönkum Íslandsbanka er hægt að breyta um PIN númer á debet Mastercard og Mastercard kortum.

Kortatímabil


Einstaklingar geta valið um þrenn kortatímabil vegna kreditkorta:

Fyrsta kortatímabilið 

Annað kortatímabilið

Þriðja kortatímabilið

Frá 27. hvers mánaðar til og með 26. næsta mánaðar

Frá 1. hvers mánaðar til og með 31. sama mánaðar

Frá 12. hvers mánaðar til og með 11. næsta mánaðar

Gjalddaginn er 2. hvers mánaðar, nema þegar þann dag ber upp á helgidag. Þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Gjalddaginn er 3. næsta mánaðar eftir að kortatímabili lýkur, nema þegar þann dag ber upp á helgidag. Þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Gjalddaginn er 17. sama mánaðar og kortatímabili lýkur, nema þegar þann dag ber upp á helgidag. Þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Þetta kortatímabil er eingöngu í boði sem pappírslaus viðskipti og fær korthafi reikning sinn birtan í rafrænum skjölum netbanka.

Kortatímabilið er alltaf það sama og er því aldrei breytilegt.

Skiptu greiðslunni


Með kortaappi Íslandsbanka getur þú dreift kortagreiðslum og skipt reikningum með einum smelli. 

Hvernig dreifi ég greiðslum?

Smelltu á kortið þitt í kortaappinu til að sjá færslur kortsins. Smelltu á dreifingar og „Ný dreifing“, þar getur þú dreift kortareikningnum eða stimplað inn upphæð að eigin vali. 

Virkja kort


Það er einfalt að virkja kortin frá okkur, bæði í netbanka og í appi. Hérna getur þú nálgast leiðbeiningar um virkjun korta.

Leiðbeiningar um virkjun korta

Snertilausar greiðslur


  • Hver snertilaus greiðsla getur að hámarki verið 5.000 kr.
  • Samanlögð upphæð snertilausra greiðslna getur ekki verið hærri en 10.000 kr. á milli þess sem kortið er notað á hefðbundinn hátt og greiðsla er staðfest með PIN númeri
  • Þegar hámarksupphæð snertilausra greiðslna er náð þarf að staðfesta greiðslu með PIN númeri til þess að hægt sé að hefja snertilausar greiðslur á ný

Neyðarþjónusta


Þú getur allan sólahringinn, alla daga ársins, fengið aðstoð ef upp kemur vandamál með kortið. Hvort sem þú týnir kortinu, kannast ekki við færslu, eða ef þú slasast eða veikist alvarlega erlendis.

Örugg greiðslukorta viðskipti


Hvort sem viðskipti eru í verslun eða á netinu þarf alltaf að huga að öruggum viðskiptum með greiðslukortum.

Skráðu útgjöldin í boðgreiðslu


Boðgreiðslur eru útgjöld sem skuldfærð eru á kreditkort viðskiptavina að þeirra beiðni. Hægt er að setja flest regluleg útgjöld í boðgreiðslur að undanskyldum lánum. Þetta á við um útgjöld eins og orkureikninga, símreikninga, fasteignagjöld, leikskólagjöld, áskriftir og fleira.

Til þess að setja föst útgjöld í boðgreiðslur á kreditkort þarf að hafa beint samband við viðkomandi fyrirtæki, sveitarfélag eða stofnun.