Virkja kort

Leiðbeiningar um virkjun korta, bæði í appi og netbanka.


Virkja kort í Íslandsbankaappi

Þú getur virkjað bæði debet og kreditkort frá Íslandsbanka í Íslandsbankaappinu.

 • Skrá þig inn í Íslandsbankaappið
 • Velur það kort sem á að virkja
 • Smellir á valmöguleikann „Virkja kort“ neðarlega á skjánum
 • Skilmálar kortsins eru samþykktir
 • Kort er samstundis orðið virkt

Ef kortið hefur þegar verið virkjað birtist ekki valmöguleiki um að virkja kortið

Virkja kort í netbanka

 • Skrá þig inn í netbankann
 • Smelltu á „Stillingar“ netbankans (tannhjólið)
 • Velur „Aðrar stillingar"
 • Smelltu á „Greiðslukort“ niðri í vinstra horninu
 • Á forsíðu Greiðslukortanna birtast öll þau kort sem skráð eru á þína kennitölu. Í vali hægra megin við greiðslukortið velur þú „Virkja kort“
 • Þá opnast virkjunarglugginn þar sem skilmálar kortsins eru staðfestir
 • Að lokum virkjar þú kortið með notendanafni þínu og lykilorði

Ef kortið hefur þegar verið virkjað birtist ekki valmöguleiki um að virkja kortið

Virkjun korts fyrir yngri en 18 ára (ófjárráða einstakling) getur verið gerð af forráðamanni/foreldri/barni:

 • í gegnum síma með því að gefa upp leyninúmer tékkareiknings.
 • í gegnum netspjall með því að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.
 • með því að koma í útibú með löggild skilríki.
 • senda tölvupóst af skráðu netfangi forráðamanns/foreldris/barns.